Ekki beðinn að víkja úr stjórnum 9. mars 2005 00:01 Enginn hefur beðið forstjóra Símans um að víkja úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem líklegast þykir til að berjast um kaup á Símanum. Forvera hans var hins vegar skipað að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaráforma Símans. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni gert að hætta sem forstjóri Símans. Þórarinn sat í stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar og í stjórn Þróunarfélagsins þegar hann var ráðinn forstjóri. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gerði honum strax grein fyrir því að það væri óheppilegt vegna þess að þessir aðilar kynnu að koma við sögu þegar kæmi að einkavæðingu Landssímans. Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði Þórarni líka ljóst að honum þætti óæskilegt að Þórarinn sæti í stjórnum þessara félaga samtímis því sem hann væri forstjóri Símans. Sturla sagði í viðtölum að Þórarinn hefði seint og um síðir vikið úr þessum stjórnum en þó hefði síðar komið í ljós að hann hefði einungis hugsað sér að gera það tímabundið og kallað inn fyrir sig varamenn. Þetta var tilgreint sem ein helsta ástæða þess að Þórarinn var látinn hætta sem forstjóri Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, er ekki ósvipaðri stöðu og Þórarinn var þegar hann gegndi forstjórastöðunni. Brynjólfur er formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins sem er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins og hann er varaformaður í stjórn Bakkavarar, fyrirtækis sem mjög er orðað við kaup á Símanum. Þrátt fyrir þetta hefur enginn beðið Brynjólf að víkja sæti í þessum stjórnum. Brynjólfur staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hann sagðist sjálfur ekki hafa hugleitt það að víkja sæti og hann sagði að það væri ekki inni í myndinni í augnablikinu. Það virðist því svo að sumum leyfist það sem öðrum er bannað. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira
Enginn hefur beðið forstjóra Símans um að víkja úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem líklegast þykir til að berjast um kaup á Símanum. Forvera hans var hins vegar skipað að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaráforma Símans. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni gert að hætta sem forstjóri Símans. Þórarinn sat í stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar og í stjórn Þróunarfélagsins þegar hann var ráðinn forstjóri. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gerði honum strax grein fyrir því að það væri óheppilegt vegna þess að þessir aðilar kynnu að koma við sögu þegar kæmi að einkavæðingu Landssímans. Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði Þórarni líka ljóst að honum þætti óæskilegt að Þórarinn sæti í stjórnum þessara félaga samtímis því sem hann væri forstjóri Símans. Sturla sagði í viðtölum að Þórarinn hefði seint og um síðir vikið úr þessum stjórnum en þó hefði síðar komið í ljós að hann hefði einungis hugsað sér að gera það tímabundið og kallað inn fyrir sig varamenn. Þetta var tilgreint sem ein helsta ástæða þess að Þórarinn var látinn hætta sem forstjóri Símans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, er ekki ósvipaðri stöðu og Þórarinn var þegar hann gegndi forstjórastöðunni. Brynjólfur er formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins sem er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins og hann er varaformaður í stjórn Bakkavarar, fyrirtækis sem mjög er orðað við kaup á Símanum. Þrátt fyrir þetta hefur enginn beðið Brynjólf að víkja sæti í þessum stjórnum. Brynjólfur staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hann sagðist sjálfur ekki hafa hugleitt það að víkja sæti og hann sagði að það væri ekki inni í myndinni í augnablikinu. Það virðist því svo að sumum leyfist það sem öðrum er bannað.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Sjá meira