Innlent

Sendir í læknisskoðun og lyfjapróf

Allir starfsmenn Bechtel á Íslandi þurfa að fara í læknisskoðun og lyfjapróf áður en þeir hefja störf hjá fyrirtækinu. Craig Bridge, útibússtjóri Bechtel á Íslandi, segir það stefnu fyrirtækisins að lágmarka slys og óhöpp við verkefni á þess vegum. Sem hluta af því séu allir væntanlegir starfsmenn sendir í læknisskoðun og lyfjapróf áður en þeir hefji störf því þeir vilji vera vissir um að hver einasti starfsmaður sé hæfur til að gegna því starfi sem hann sækist eftir. Jafnframt geti fyrirtækið sent starfsmenn í lyfjapróf hvenær sem er á starfstímanum. Bridge segir allra persónuverndarsjónarmiða gætt og að enginn starfsmaður hafi kvartað yfir þessu svo hann viti. Hann segir þetta gilda um alla starfsmenn fyrirtækisins, hann sjálfan þar á meðal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×