Erlent

Talin hafa verið tekin af lífi

Nítján manns, þar á meðal ein kona, fundust látnir í bænum Qaim í vesturhluta Íraks í gærkvöldi. Reuters-fréttastofan hefur það eftir lækni á sjúkrahúsi í bænum að fólkið hafi verið skotið í höfuðið. Meðal hinna látnu er einn lögreglumaður. Talið er að skæruliðar beri á byrgð á verknaðinum í Qaim sem er skammt frá landamærum Sýrlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×