Grænt ljós frá ESA á 90% lán 12. ágúst 2004 00:01 Árni Magnússon félagsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingu á húsnæðislánakerfinu þannig að heimild verði til að veita lán fyrir 90 prósentum af kaupverði íbúðar. Hann segir skýrt kveðið á um 90 prósenta lánin í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana en menn hafi viljað bíða með að leggja fram málið þar til niðurstaða fengist frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins. "Niðurstaðan er sú að húsnæðislánakerfið eins og við höfum rekið það og miðað við þær breytingar sem við höfum kynnt standast samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," segir Árni. Hann segir að breytingarnar sem gerðar hafi verið hafi nú þegar skilað vaxtalækkun sem hafi góð áhrif á fjárhag heimilanna í landinu. "Nú er ekkert að vanbúnaði að fara fram með næstu breytingar," segir Árni. Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í gær að hún hefði úrskurðað að íslenska íbúðalánakerfið sé ekki ólöglegt samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstuðning. Í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu kemur einnig fram að í ákvörðun ESA felist að fyrirhuguð hækkun hámarkslána sé einnig lögleg. Amund Utne hjá ESA staðfestir að þessi skilningur félagsmálaráðuneytisins sé réttur þótt ekki sé enn búið að gefa út endanlegt álit vegna kvörtunar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). SBV hefur kvartað til ESA á þeim forsendum að starfsemi Íbúðalánasjóðs gangi í berhögg við reglur um ríkisaðstoð á Evrópska efnahagssvæðinu. ESA telur hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að tilkynna ESA sérstaklega um stofnun Íbúðalánasjóðs þegar hann var stofnaður árið 1998. Þar sem það hafi ekki verið gert þá hafi verið um ólögmæta ríkisaðstoð að ræða. Í fréttatilkynningunni segir hins vegar að sá formgalli hafi engin áhrif á lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Árni Magnússon félagsmálaráðherra mun í haust leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingu á húsnæðislánakerfinu þannig að heimild verði til að veita lán fyrir 90 prósentum af kaupverði íbúðar. Hann segir skýrt kveðið á um 90 prósenta lánin í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana en menn hafi viljað bíða með að leggja fram málið þar til niðurstaða fengist frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins. "Niðurstaðan er sú að húsnæðislánakerfið eins og við höfum rekið það og miðað við þær breytingar sem við höfum kynnt standast samninginn um Evrópska efnahagssvæðið," segir Árni. Hann segir að breytingarnar sem gerðar hafi verið hafi nú þegar skilað vaxtalækkun sem hafi góð áhrif á fjárhag heimilanna í landinu. "Nú er ekkert að vanbúnaði að fara fram með næstu breytingar," segir Árni. Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti í gær að hún hefði úrskurðað að íslenska íbúðalánakerfið sé ekki ólöglegt samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins um ríkisstuðning. Í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu kemur einnig fram að í ákvörðun ESA felist að fyrirhuguð hækkun hámarkslána sé einnig lögleg. Amund Utne hjá ESA staðfestir að þessi skilningur félagsmálaráðuneytisins sé réttur þótt ekki sé enn búið að gefa út endanlegt álit vegna kvörtunar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). SBV hefur kvartað til ESA á þeim forsendum að starfsemi Íbúðalánasjóðs gangi í berhögg við reglur um ríkisaðstoð á Evrópska efnahagssvæðinu. ESA telur hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að tilkynna ESA sérstaklega um stofnun Íbúðalánasjóðs þegar hann var stofnaður árið 1998. Þar sem það hafi ekki verið gert þá hafi verið um ólögmæta ríkisaðstoð að ræða. Í fréttatilkynningunni segir hins vegar að sá formgalli hafi engin áhrif á lögmæti íslenska húsnæðislánakerfisins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent