Innlent

Anna Pálína Árnadóttir látin

Anna Pálína Árnadóttir söngkona lést á heimili sínu að morgni laugardagsins 30. október, 41 árs að aldri. Anna Pálína háði æðrulausa baráttu við krabbamein í fimm ár. Hún flutti fyrirlestra um lífið með sjúkdómnum og fyrr á þessu ári kom út eftir hana bókin Ótuktin um sama efni. Anna Pálína söng inn á fjölmargar hljómplötur, bæði sínar eigin og annarra og vann að dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. Hún útskrifaðist úr Kennaraháskólanum 1988 og stundaði eftir það nám við Tónlistarskóla FÍH og hjá einkakennurum. Anna Pálína hélt sína síðustu tónleika fyrir um mánuði og er ný plata með henni væntanleg á næstu vikum. Anna Pálína var gift Aðalsteini Ásbergi Sigurðssyni, rithöfundi og tónlistarmanni. Þau eignuðust þrjú börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×