Skoðun

Frá degi til dags

Fleiri á móti Á þriðjudag var haft eftir Halldóri Ásgrímssyni, þar sem hann var staddur á fundi Atlantshafsbandalagsins í Istanbúl, að <I>flestir<P> virtust sammála um að eðlilegt væri að setja skilyrði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í nýrri könnun Gallups um afstöðu til skilyrða kemur hins vegar fram að rúm 52% eru á móti skilyrðum um lágmarksþátttöku og 41% meðmælt. Spurning er hverjir þessir <I>flestir<P> eru sem utanríkisráðherrann vísar til og hvort hann þyrfti ekki að fara að stækka viðmælendahópinn. En líta verður þó til þess að hann var staddur í útlöndum þegar þessi svör voru gefin. Leyniþjónusta BNA Á heimasíðu leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) er að finna gagnlegar upplýsingar og staðreyndir um ýmis lönd heimsins. Þar er til að mynda ýmislegt sagt um land okkar, veðurfar og landslag og því bætt við til samanburðar fyrir Bandaríkjamenn að landið sé örlítið minna en ríkið Kentucky. Athygli vekur að á síðunni kemur fram fjöldi karla sem hæfir eru taldir til að gegna herþjónustu. CIA áætlar að þeir séu 66.503 talsins, á aldrinum 15 til 49 ára. Heildarfjöldi á þessu aldursbili segir leyniþjónustan hins vegar að sé 75.568 og því ljóst að 9.065 eru að mati stofnunarinnar óhæfir til slíkra verka. Úthlutanir menningarsjóðs Í lok maí var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði fyrir árið. 122 umsóknir bárust, en 60 styrkir voru veittir, samtals að fjárhæð 15,4 milljónir króna. Meðal styrkþega er Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem fær styrk fyrir bókina Fleyg orð á íslensku, en hann gefur bókina út sjálfur. Hannes fær hálfa milljón fyrir að búa fleygu orðin til prentunar, en einungis þrír fá hærri styrk fyrir einstök verk, JPV útgáfa og Ferskeytlan ehf. sem fá 750 þúsund krónur og Birtingarholt ehf. sem fær milljón.



Skoðun

Sjá meira


×