Erlent

Átján tíma í köldum sjó

Áttræðum veiðimanni var bjargað úr sjávarháska eftir að hafa verið átján klukkustundir í sjónum undan Flórída. Þegar Ignacio Siberio kom úr kafi á einum af uppáhaldsveiðistöðum sínum þar sem hann kafar eftir fiski varð hann þess var að bát hans hafði rekið langa leið í burtu. Hann reyndi í fyrstu að synda á eftir bátnum en gafst upp eftir að hafa synt um fimm kílómetra leið. Þá greip hann í bauju sem var áföst krabbagildru. Næsta morgun reyndi hann að synda í land en var þá bjargað af frænda sínum sem var að leita hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×