Gæti veikt öryggi Íslands 21. október 2004 00:01 Ísland og öryggisráðið - Jóhann M. Hauksson Ísland sækir nú um setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Nokkrar ástæður eru gefnar fyrir því, og stenst engin þeirra nánari skoðun. Því getur maður ekki annað en dregið þá ályktun að raunverulegar ástæður þessarar stefnu séu aðrar en þær sem gefnar eru upp. Þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, greindi frá umsókn Íslands nefndi hann til þrjú atriði sem gerðu það að verkum að landið væri vel fallið til að sitja í Öryggisráðinu. Þau eru öll hlægileg þegar betur er að gáð. Hann talaði um framlag Íslands til friðar og stöðugleika í heiminum, að Ísland mundi stuðla að umbótum í Öryggisráðinu og loks talaði hann um afvopnunarmál og nauðsyn þess að hindra útbreiðslu gjöreyðingarvopna. Hvernig við Íslendingar ætlum að koma í veg fyrir útbreiðslu vopna eða að stuðla að umbótum í alþjóðastofnunum kemur ekki fram. Enda er víst að Ísland er gjörsamlega vanmáttugt til nokkurs slíks. Eina framlag okkar til friðar og stöðugleika er að hafa aldrei farið í stríð, en það stafar fremur af því að við höfum ekki her en af friðarást. Nógu staðföst eru stjórnvöld þessa lands í að gera það sem Bandaríkjamenn vilja, og skiptir þá engu hvort við eigum að vera fylgjandi stríði eður ei. Hvernig það getur talist framlag til friðar er á huldu. Sem betur fer eru til önnur rök en orð ráðherrans fyrir umsókn um setu í Öryggisráðinu. Í Fréttablaðinu 16. okt. sl. kom Pétur Leifsson með tvær ástæður fyrir því. Hann sagði að seta í Öryggisráðinu mundi "styrkja mjög öryggishagsmuni Íslands", og hann talaði um "jaðaráhrif" í öðrum alþjóðastofnunum. Öryggi Íslands er ekki ógnað af hugsanlegri hernaðaríhlutun annarra ríkja; hér er svokallað "Security Community" eins og stundum er talað um í stjórnmálafræði. Eina hugsanlega hættan sem að okkur gæti stafað væri ef hryðjuverkamenn fengju áhuga á landinu. Seta í Öryggisráðinu gæti ekki annað en aukið þann hugsanlega áhuga., þó það skuli viðurkennast að ákaflega er ólíklegt að það hefði nokkur áhrif. Því gæti seta í Öryggisráðinu haft þau einu áhrif að minnka öryggi, eða "veikja öryggishagsmuni", landsins, ef hún hefði nokkur áhrif þar á. Þegar Pétur talar um "jaðaráhrif" á hann áreiðanlega við að frekar yrði hlustað á rödd Íslands í öðrum alþjóðastofnunum er landið situr í Öryggisráðinu. Hugsanlega, ef til vill, kannski já. En alls er það óvíst. Ef horft skal til annarra smáríkja sem setið hafa í þessari stofnun skyldi maður ekki ætla að meira yrði hlustað á Ísland eftir en áður. Gíana, Máritanía, Gabon, Malta, Djíbútí... Þau skipta jafn litlu máli á alþjóðvettvangi nú og þau gerðu áður en þau sátu í Öryggisráðinu. Engin "jaðaráhrif" þar. Nú væri hægt að velta raunverulegum ástæðum umsóknarinnar fyrir sér. Það ætla ég þó ekki að gera hér. Hins vegar má segja að það sé sosum í lagi að einhverjir Íslendingar sitji í New York og þykist koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnavopna eða stuðla að friði. Gallinn er bara sá að það kostar stórfé og er einfaldlega ekki þess virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ísland og öryggisráðið - Jóhann M. Hauksson Ísland sækir nú um setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Nokkrar ástæður eru gefnar fyrir því, og stenst engin þeirra nánari skoðun. Því getur maður ekki annað en dregið þá ályktun að raunverulegar ástæður þessarar stefnu séu aðrar en þær sem gefnar eru upp. Þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, greindi frá umsókn Íslands nefndi hann til þrjú atriði sem gerðu það að verkum að landið væri vel fallið til að sitja í Öryggisráðinu. Þau eru öll hlægileg þegar betur er að gáð. Hann talaði um framlag Íslands til friðar og stöðugleika í heiminum, að Ísland mundi stuðla að umbótum í Öryggisráðinu og loks talaði hann um afvopnunarmál og nauðsyn þess að hindra útbreiðslu gjöreyðingarvopna. Hvernig við Íslendingar ætlum að koma í veg fyrir útbreiðslu vopna eða að stuðla að umbótum í alþjóðastofnunum kemur ekki fram. Enda er víst að Ísland er gjörsamlega vanmáttugt til nokkurs slíks. Eina framlag okkar til friðar og stöðugleika er að hafa aldrei farið í stríð, en það stafar fremur af því að við höfum ekki her en af friðarást. Nógu staðföst eru stjórnvöld þessa lands í að gera það sem Bandaríkjamenn vilja, og skiptir þá engu hvort við eigum að vera fylgjandi stríði eður ei. Hvernig það getur talist framlag til friðar er á huldu. Sem betur fer eru til önnur rök en orð ráðherrans fyrir umsókn um setu í Öryggisráðinu. Í Fréttablaðinu 16. okt. sl. kom Pétur Leifsson með tvær ástæður fyrir því. Hann sagði að seta í Öryggisráðinu mundi "styrkja mjög öryggishagsmuni Íslands", og hann talaði um "jaðaráhrif" í öðrum alþjóðastofnunum. Öryggi Íslands er ekki ógnað af hugsanlegri hernaðaríhlutun annarra ríkja; hér er svokallað "Security Community" eins og stundum er talað um í stjórnmálafræði. Eina hugsanlega hættan sem að okkur gæti stafað væri ef hryðjuverkamenn fengju áhuga á landinu. Seta í Öryggisráðinu gæti ekki annað en aukið þann hugsanlega áhuga., þó það skuli viðurkennast að ákaflega er ólíklegt að það hefði nokkur áhrif. Því gæti seta í Öryggisráðinu haft þau einu áhrif að minnka öryggi, eða "veikja öryggishagsmuni", landsins, ef hún hefði nokkur áhrif þar á. Þegar Pétur talar um "jaðaráhrif" á hann áreiðanlega við að frekar yrði hlustað á rödd Íslands í öðrum alþjóðastofnunum er landið situr í Öryggisráðinu. Hugsanlega, ef til vill, kannski já. En alls er það óvíst. Ef horft skal til annarra smáríkja sem setið hafa í þessari stofnun skyldi maður ekki ætla að meira yrði hlustað á Ísland eftir en áður. Gíana, Máritanía, Gabon, Malta, Djíbútí... Þau skipta jafn litlu máli á alþjóðvettvangi nú og þau gerðu áður en þau sátu í Öryggisráðinu. Engin "jaðaráhrif" þar. Nú væri hægt að velta raunverulegum ástæðum umsóknarinnar fyrir sér. Það ætla ég þó ekki að gera hér. Hins vegar má segja að það sé sosum í lagi að einhverjir Íslendingar sitji í New York og þykist koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnavopna eða stuðla að friði. Gallinn er bara sá að það kostar stórfé og er einfaldlega ekki þess virði.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar