Gæti veikt öryggi Íslands 21. október 2004 00:01 Ísland og öryggisráðið - Jóhann M. Hauksson Ísland sækir nú um setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Nokkrar ástæður eru gefnar fyrir því, og stenst engin þeirra nánari skoðun. Því getur maður ekki annað en dregið þá ályktun að raunverulegar ástæður þessarar stefnu séu aðrar en þær sem gefnar eru upp. Þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, greindi frá umsókn Íslands nefndi hann til þrjú atriði sem gerðu það að verkum að landið væri vel fallið til að sitja í Öryggisráðinu. Þau eru öll hlægileg þegar betur er að gáð. Hann talaði um framlag Íslands til friðar og stöðugleika í heiminum, að Ísland mundi stuðla að umbótum í Öryggisráðinu og loks talaði hann um afvopnunarmál og nauðsyn þess að hindra útbreiðslu gjöreyðingarvopna. Hvernig við Íslendingar ætlum að koma í veg fyrir útbreiðslu vopna eða að stuðla að umbótum í alþjóðastofnunum kemur ekki fram. Enda er víst að Ísland er gjörsamlega vanmáttugt til nokkurs slíks. Eina framlag okkar til friðar og stöðugleika er að hafa aldrei farið í stríð, en það stafar fremur af því að við höfum ekki her en af friðarást. Nógu staðföst eru stjórnvöld þessa lands í að gera það sem Bandaríkjamenn vilja, og skiptir þá engu hvort við eigum að vera fylgjandi stríði eður ei. Hvernig það getur talist framlag til friðar er á huldu. Sem betur fer eru til önnur rök en orð ráðherrans fyrir umsókn um setu í Öryggisráðinu. Í Fréttablaðinu 16. okt. sl. kom Pétur Leifsson með tvær ástæður fyrir því. Hann sagði að seta í Öryggisráðinu mundi "styrkja mjög öryggishagsmuni Íslands", og hann talaði um "jaðaráhrif" í öðrum alþjóðastofnunum. Öryggi Íslands er ekki ógnað af hugsanlegri hernaðaríhlutun annarra ríkja; hér er svokallað "Security Community" eins og stundum er talað um í stjórnmálafræði. Eina hugsanlega hættan sem að okkur gæti stafað væri ef hryðjuverkamenn fengju áhuga á landinu. Seta í Öryggisráðinu gæti ekki annað en aukið þann hugsanlega áhuga., þó það skuli viðurkennast að ákaflega er ólíklegt að það hefði nokkur áhrif. Því gæti seta í Öryggisráðinu haft þau einu áhrif að minnka öryggi, eða "veikja öryggishagsmuni", landsins, ef hún hefði nokkur áhrif þar á. Þegar Pétur talar um "jaðaráhrif" á hann áreiðanlega við að frekar yrði hlustað á rödd Íslands í öðrum alþjóðastofnunum er landið situr í Öryggisráðinu. Hugsanlega, ef til vill, kannski já. En alls er það óvíst. Ef horft skal til annarra smáríkja sem setið hafa í þessari stofnun skyldi maður ekki ætla að meira yrði hlustað á Ísland eftir en áður. Gíana, Máritanía, Gabon, Malta, Djíbútí... Þau skipta jafn litlu máli á alþjóðvettvangi nú og þau gerðu áður en þau sátu í Öryggisráðinu. Engin "jaðaráhrif" þar. Nú væri hægt að velta raunverulegum ástæðum umsóknarinnar fyrir sér. Það ætla ég þó ekki að gera hér. Hins vegar má segja að það sé sosum í lagi að einhverjir Íslendingar sitji í New York og þykist koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnavopna eða stuðla að friði. Gallinn er bara sá að það kostar stórfé og er einfaldlega ekki þess virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ísland og öryggisráðið - Jóhann M. Hauksson Ísland sækir nú um setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Nokkrar ástæður eru gefnar fyrir því, og stenst engin þeirra nánari skoðun. Því getur maður ekki annað en dregið þá ályktun að raunverulegar ástæður þessarar stefnu séu aðrar en þær sem gefnar eru upp. Þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, greindi frá umsókn Íslands nefndi hann til þrjú atriði sem gerðu það að verkum að landið væri vel fallið til að sitja í Öryggisráðinu. Þau eru öll hlægileg þegar betur er að gáð. Hann talaði um framlag Íslands til friðar og stöðugleika í heiminum, að Ísland mundi stuðla að umbótum í Öryggisráðinu og loks talaði hann um afvopnunarmál og nauðsyn þess að hindra útbreiðslu gjöreyðingarvopna. Hvernig við Íslendingar ætlum að koma í veg fyrir útbreiðslu vopna eða að stuðla að umbótum í alþjóðastofnunum kemur ekki fram. Enda er víst að Ísland er gjörsamlega vanmáttugt til nokkurs slíks. Eina framlag okkar til friðar og stöðugleika er að hafa aldrei farið í stríð, en það stafar fremur af því að við höfum ekki her en af friðarást. Nógu staðföst eru stjórnvöld þessa lands í að gera það sem Bandaríkjamenn vilja, og skiptir þá engu hvort við eigum að vera fylgjandi stríði eður ei. Hvernig það getur talist framlag til friðar er á huldu. Sem betur fer eru til önnur rök en orð ráðherrans fyrir umsókn um setu í Öryggisráðinu. Í Fréttablaðinu 16. okt. sl. kom Pétur Leifsson með tvær ástæður fyrir því. Hann sagði að seta í Öryggisráðinu mundi "styrkja mjög öryggishagsmuni Íslands", og hann talaði um "jaðaráhrif" í öðrum alþjóðastofnunum. Öryggi Íslands er ekki ógnað af hugsanlegri hernaðaríhlutun annarra ríkja; hér er svokallað "Security Community" eins og stundum er talað um í stjórnmálafræði. Eina hugsanlega hættan sem að okkur gæti stafað væri ef hryðjuverkamenn fengju áhuga á landinu. Seta í Öryggisráðinu gæti ekki annað en aukið þann hugsanlega áhuga., þó það skuli viðurkennast að ákaflega er ólíklegt að það hefði nokkur áhrif. Því gæti seta í Öryggisráðinu haft þau einu áhrif að minnka öryggi, eða "veikja öryggishagsmuni", landsins, ef hún hefði nokkur áhrif þar á. Þegar Pétur talar um "jaðaráhrif" á hann áreiðanlega við að frekar yrði hlustað á rödd Íslands í öðrum alþjóðastofnunum er landið situr í Öryggisráðinu. Hugsanlega, ef til vill, kannski já. En alls er það óvíst. Ef horft skal til annarra smáríkja sem setið hafa í þessari stofnun skyldi maður ekki ætla að meira yrði hlustað á Ísland eftir en áður. Gíana, Máritanía, Gabon, Malta, Djíbútí... Þau skipta jafn litlu máli á alþjóðvettvangi nú og þau gerðu áður en þau sátu í Öryggisráðinu. Engin "jaðaráhrif" þar. Nú væri hægt að velta raunverulegum ástæðum umsóknarinnar fyrir sér. Það ætla ég þó ekki að gera hér. Hins vegar má segja að það sé sosum í lagi að einhverjir Íslendingar sitji í New York og þykist koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnavopna eða stuðla að friði. Gallinn er bara sá að það kostar stórfé og er einfaldlega ekki þess virði.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun