Latibær í lagaþrætu 3. september 2004 00:01 "Svona getur gerst. Menn geta lent í ágreiningi," segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en sjóðurinn hefur stefnt Latabæ fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ágreinings um túlkun lánasamnings. "Ég hins vegar óska Latabæ alls hins besta. Sjóðurinn hefur haft fulla trú á þessu verki alveg frá upphafi. Það er óheppilegt og leiðinlegt að lenda í þessu." Sjóðurinn stendur í þeirri meiningu að í lánasamningnum hafi verið ákvæði um að láninu megi breyta í hlutabréf með tíð og tíma. Latibær hins vegar hefur ekki fallist á þennan breytirétt, um það snýst málið fyrir dómstólum nú. Samningar hafa verið reyndir, að sögn Gunnars, en ekki náðst. Nýsköpunarsjóður lánaði Latabæ ríflega 20 milljónir króna, samkvæmt heimildum, árið 2002. Slíkar lánasamningar með breytirétti yfir í hlutabréf í viðkomandi sprotafyrirtækjum eiga sér mörg fordæmi hjá Nýsköpunarsjóði, enda freistar sjóðurinn þess að ná arðsemi með því að eignast hlutafé í farsælum áhættufyrirtækjum, sem hann hefur lánað til, eins og Latabæ. Slíkur ágreiningur um breytiréttinn hefur ekki vaknað fyrr, segir Gunnar. Ljóst er, að ef úrskurður myndi falla Latabæ í vil fyrir Héraðsdómi nú, myndi slíkt hafa þær afleiðingar að Nýsköpunarsjóður þyrfti að endurskoða breytiréttarákvæðið í lánasamningum sínum hér eftir. Málið er því nokkurs konar prófmál. Úrskurður Latabæ í vil gæti jafnframt haft þær afleiðingar að aðrir sem hafa svipaða lánasamninga við sjóðinn myndu hafna kröfum sjóðsins um hlutabréf. Gunnar segir slíkt þó ekki vera verulegt áhyggjuefni fyrir sjóðinn, því útistandandi lánasamningar af þessu tagi séu fáir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
"Svona getur gerst. Menn geta lent í ágreiningi," segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en sjóðurinn hefur stefnt Latabæ fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ágreinings um túlkun lánasamnings. "Ég hins vegar óska Latabæ alls hins besta. Sjóðurinn hefur haft fulla trú á þessu verki alveg frá upphafi. Það er óheppilegt og leiðinlegt að lenda í þessu." Sjóðurinn stendur í þeirri meiningu að í lánasamningnum hafi verið ákvæði um að láninu megi breyta í hlutabréf með tíð og tíma. Latibær hins vegar hefur ekki fallist á þennan breytirétt, um það snýst málið fyrir dómstólum nú. Samningar hafa verið reyndir, að sögn Gunnars, en ekki náðst. Nýsköpunarsjóður lánaði Latabæ ríflega 20 milljónir króna, samkvæmt heimildum, árið 2002. Slíkar lánasamningar með breytirétti yfir í hlutabréf í viðkomandi sprotafyrirtækjum eiga sér mörg fordæmi hjá Nýsköpunarsjóði, enda freistar sjóðurinn þess að ná arðsemi með því að eignast hlutafé í farsælum áhættufyrirtækjum, sem hann hefur lánað til, eins og Latabæ. Slíkur ágreiningur um breytiréttinn hefur ekki vaknað fyrr, segir Gunnar. Ljóst er, að ef úrskurður myndi falla Latabæ í vil fyrir Héraðsdómi nú, myndi slíkt hafa þær afleiðingar að Nýsköpunarsjóður þyrfti að endurskoða breytiréttarákvæðið í lánasamningum sínum hér eftir. Málið er því nokkurs konar prófmál. Úrskurður Latabæ í vil gæti jafnframt haft þær afleiðingar að aðrir sem hafa svipaða lánasamninga við sjóðinn myndu hafna kröfum sjóðsins um hlutabréf. Gunnar segir slíkt þó ekki vera verulegt áhyggjuefni fyrir sjóðinn, því útistandandi lánasamningar af þessu tagi séu fáir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira