Segir sjávarútveg vanmetinn 12. nóvember 2004 00:01 Þótt hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu hafi farið hratt minnkandi á síðustu áratugum er hann ennþá langmikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Ennfremur er mikilvægi sjávarútvegs vanmetið í opinberum hagtölum og ef sjávarútvegur legðist skyndilega af hefði það í för með sér að Ísland yrði meðal fátækustu ríkja í OECD. Þetta kom fram í máli Ragnars Árnason, prófessors í hagfræði, á landsfundi LÍÚ í síðustu viku. Ragnar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu á vegum Hagrannsóknarstofnunar. Rannsóknin hófst nú í haust og er gert ráð fyrir að endanlegar niðurstöður liggi fyrir um áramót. Í erindi sínu sýndi Ragnar fram á tengsl erfiðleika í sjávarútvegi við góðæri og kreppur á Íslandi á síðustu öld. Fram kom að rekja mætti allar helstu efnahagskreppur aldarinnar til áfalla í sjávarútvegi og að sama skapi ættu flestar uppsveiflur rætur sínar að rekja til góðæris í sjávarútvegi. Ragnar sagði frá hagfræðilegum kenningum um undirstöðuatvinnuvegi. Samkvæmt þeim kenningum er ekki unnt að líta á hagtölur án þess að gera greinarmun á því hvaða orsakasamhengi sé á milli atvinnuveganna. Þannig geti ákveðnar atvinnugreinar verið undirstaða undir hinar. Jafnvel þótt ýmiss konar þjónustustarfsemi mælist sem stærri þáttur í landsframleiðslu en grunnatvinnuvegirnir þá getur mikilvægi þeirra verið minna. Samkvæmt þessum kenningum er þáttur grunnatvinnuvega vanmetinn í þjóðhagsreikningum en þáttur afleiddrar starfsemi ofmetinn. Ragnar telur að á Íslandi feli eitt prósents aukning í sjávarvöruframleiðslu 0,11 prósenta hækkun landsframleiðslu. Langtímaáhrif sömu aukningar eru hins vegar 0,31 prósenta hækkun landsframleiðslu. Þetta eru töluvert meiri áhrif en búast mætti við í ljósi þess að hlutdeild sjávarútvegsins í landsframleiðslu er nú um tíu prósent. Þessi niðurstaða gefur til kynna að ef sjávarútvegur legðist af á Íslandi drægist landsframleiðsla saman um næstum þriðjung. Niðurstaða Ragnars er því að framlag sjávarútvegs til íslensks hagkerfis sé nær því að vera þrjátíu prósent en tíu prósent eins og þjóðhagsreikningar segja til um. Viðskipti Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Þótt hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu hafi farið hratt minnkandi á síðustu áratugum er hann ennþá langmikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Ennfremur er mikilvægi sjávarútvegs vanmetið í opinberum hagtölum og ef sjávarútvegur legðist skyndilega af hefði það í för með sér að Ísland yrði meðal fátækustu ríkja í OECD. Þetta kom fram í máli Ragnars Árnason, prófessors í hagfræði, á landsfundi LÍÚ í síðustu viku. Ragnar greindi frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu á vegum Hagrannsóknarstofnunar. Rannsóknin hófst nú í haust og er gert ráð fyrir að endanlegar niðurstöður liggi fyrir um áramót. Í erindi sínu sýndi Ragnar fram á tengsl erfiðleika í sjávarútvegi við góðæri og kreppur á Íslandi á síðustu öld. Fram kom að rekja mætti allar helstu efnahagskreppur aldarinnar til áfalla í sjávarútvegi og að sama skapi ættu flestar uppsveiflur rætur sínar að rekja til góðæris í sjávarútvegi. Ragnar sagði frá hagfræðilegum kenningum um undirstöðuatvinnuvegi. Samkvæmt þeim kenningum er ekki unnt að líta á hagtölur án þess að gera greinarmun á því hvaða orsakasamhengi sé á milli atvinnuveganna. Þannig geti ákveðnar atvinnugreinar verið undirstaða undir hinar. Jafnvel þótt ýmiss konar þjónustustarfsemi mælist sem stærri þáttur í landsframleiðslu en grunnatvinnuvegirnir þá getur mikilvægi þeirra verið minna. Samkvæmt þessum kenningum er þáttur grunnatvinnuvega vanmetinn í þjóðhagsreikningum en þáttur afleiddrar starfsemi ofmetinn. Ragnar telur að á Íslandi feli eitt prósents aukning í sjávarvöruframleiðslu 0,11 prósenta hækkun landsframleiðslu. Langtímaáhrif sömu aukningar eru hins vegar 0,31 prósenta hækkun landsframleiðslu. Þetta eru töluvert meiri áhrif en búast mætti við í ljósi þess að hlutdeild sjávarútvegsins í landsframleiðslu er nú um tíu prósent. Þessi niðurstaða gefur til kynna að ef sjávarútvegur legðist af á Íslandi drægist landsframleiðsla saman um næstum þriðjung. Niðurstaða Ragnars er því að framlag sjávarútvegs til íslensks hagkerfis sé nær því að vera þrjátíu prósent en tíu prósent eins og þjóðhagsreikningar segja til um.
Viðskipti Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira