Erlent

Leit að bin Laden hætt

Stjórnvöld í Pakistan hafa ákveðið að láta af hernaði í héraðinu Suður-Waziristan þar sem pakistanski herinn hefur barist við al-Kaída og talíbana. Svæðið meðfram landamærum Afganistans var talið einn af mögulegum felustöðum Osama bin Laden og kom tilkynningin frá stjórnvöldum degi eftir að herforingi frá Pakistan lýsti því yfir að ítrekuð leit á svæðinu hefði ekki borið árangur. "Bin Laden er með stóran flokk í kringum sig sér til verndar. Ef hann hefði verið hérna á svæðinu þá hefði hann ekki farið framhjá okkur," sagði Safdar Hussain, herforingi í norðvesturhluta Pakistan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×