Vextir þeir hæstu í Evrópu 30. ágúst 2004 00:01 Þrátt fyrir vaxtalækkanir fullyrðir formaður Neytendasamtakanna að vextir á lánum til íbúðarkaupa hér á landi séu þeir hæstu í Evrópu. Hann kennir verðtryggingu um. Fáir draga í efa kosti þess að vextir af lánum Íbúðalánasjóðs fara lækkandi og að viðskiptabankarnir bjóða lán til húsnæðiskaupa og endurfjármögnunar. Neytendasamtökin telja þessi kjör þó enn ekki sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakann, segir að taka verði tillit til þess að Ísland sé nánast eina landið í heiminum þar sem verðtrygging tíkist. Jóhannes telur að vextir á Íslandi séu hæstir í Evrópu ef litið er til þess að verðtryggingin bætist ofan á 4,4 % vexti. Jóhannes tekur sem dæmi að íbúðalán í Noregi beri tveggja prósenta vexti og í Danmörku fjögurra til fimm prósenta vexti. Þar er verðtrygging ekki til staðar og reyndar eru verðtryggð húsnæðislán afar sjaldséð nema í löndum sem hafa átt við langvarandi verðbólgu að stríða, eins og til dæmis Mexíkó og Brasilía. Verðtrygging fjármagns var heimiluð hér á landi árið1979 með það að markmiði að verja lánsfé og sparifé frá því að brenna upp í verðbólgu, og enn tíðkast verðtryggingin. Ólafur segir að það verði að endurskoða verðtrygginguna þegar allar forsendur fyrir henni séu brostnar. Fjármál heimilanna hafa einnig bent á að afnám verðtryggingar á íbúðalán sé löngu tímabært, enda íbúðalán öruggustu lánin á markaðinum með fyrsta veðrétt í fasteign. Tekið er dæmi um 8 milljóna króna lán, til fjörutíu ára, annars vegar verðtryggt með sex prósenta raunvöxtum og hins vegar óverðtryggt með 8,65 prósenta nafnvöxtum. Gert er ráð fyrir að verðbólgan sé að jafnaði 2,5 prósent. Greiðslubyrðin er vissulega þyngri í byrjun á óverðtryggða láninu, en dæmið snýst við eftir rúm 12 ár. Ráðgjafastofan kemst að þeirri niðurstöðu að þegar upp sé staðið nemi heildarkosnaður lántakanda, vegna verðtryggingarinnar, 7,5 milljónum króna. Og það - þrátt fyrir að óverðtryggða lánið beri mun hærri vexti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Þrátt fyrir vaxtalækkanir fullyrðir formaður Neytendasamtakanna að vextir á lánum til íbúðarkaupa hér á landi séu þeir hæstu í Evrópu. Hann kennir verðtryggingu um. Fáir draga í efa kosti þess að vextir af lánum Íbúðalánasjóðs fara lækkandi og að viðskiptabankarnir bjóða lán til húsnæðiskaupa og endurfjármögnunar. Neytendasamtökin telja þessi kjör þó enn ekki sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakann, segir að taka verði tillit til þess að Ísland sé nánast eina landið í heiminum þar sem verðtrygging tíkist. Jóhannes telur að vextir á Íslandi séu hæstir í Evrópu ef litið er til þess að verðtryggingin bætist ofan á 4,4 % vexti. Jóhannes tekur sem dæmi að íbúðalán í Noregi beri tveggja prósenta vexti og í Danmörku fjögurra til fimm prósenta vexti. Þar er verðtrygging ekki til staðar og reyndar eru verðtryggð húsnæðislán afar sjaldséð nema í löndum sem hafa átt við langvarandi verðbólgu að stríða, eins og til dæmis Mexíkó og Brasilía. Verðtrygging fjármagns var heimiluð hér á landi árið1979 með það að markmiði að verja lánsfé og sparifé frá því að brenna upp í verðbólgu, og enn tíðkast verðtryggingin. Ólafur segir að það verði að endurskoða verðtrygginguna þegar allar forsendur fyrir henni séu brostnar. Fjármál heimilanna hafa einnig bent á að afnám verðtryggingar á íbúðalán sé löngu tímabært, enda íbúðalán öruggustu lánin á markaðinum með fyrsta veðrétt í fasteign. Tekið er dæmi um 8 milljóna króna lán, til fjörutíu ára, annars vegar verðtryggt með sex prósenta raunvöxtum og hins vegar óverðtryggt með 8,65 prósenta nafnvöxtum. Gert er ráð fyrir að verðbólgan sé að jafnaði 2,5 prósent. Greiðslubyrðin er vissulega þyngri í byrjun á óverðtryggða láninu, en dæmið snýst við eftir rúm 12 ár. Ráðgjafastofan kemst að þeirri niðurstöðu að þegar upp sé staðið nemi heildarkosnaður lántakanda, vegna verðtryggingarinnar, 7,5 milljónum króna. Og það - þrátt fyrir að óverðtryggða lánið beri mun hærri vexti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira