Hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán 28. desember 2004 00:01 Landsbankinn hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán og verður hámarkið því 90% af markaðsverðmæti íbúða að nýju. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. Í tilkynningu frá bankanum segir að Landsbankinn hafi í upphafi lýst efasemdum sínum um hversu skynsamleg 100% lán væru og þróun á markaði síðustu vikur, og sú aukna hætta sem misgengi verðtryggðra lána og íbúðaverðs skapi með þeim afleiðingum að lán íbúðaeigenda geta orðið hærri en verðmæti íbúðanna, sé bankanum áhyggjuefni. „Við teljum að nú sé enn ríkari ástæða fyrir almenning til að fara varlega við skuldsetningu vegna kaupa á íbúðahúsnæði. Hagsmunir viðskiptavina og bankans fara saman í þessu,“ er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, í tilkynningunni. Landsbankinn mun sem fyrr veita brúunarlán og skammtíma fyrirgreiðslu sem getur tímabundið mætt heildarfjárþörf vegna fasteignakaupa en þá á grundvelli mats á fjárhags- og tryggingastöðu. Bankinn mun áfram skoða sérstök tilvik sem upp koma. Hin almennu lán verða hins vegar að hámarki 90%. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann styðja það meginmarkmið að auðvelda sem flestum landsmönnum að eignast húsnæði og muni stuðla að því með víðtæku framboði íbúðalána. Markaðslegar lausnir muni best stuðla að þessu markmiði hér á landi, eins og þær hafi gert á öðrum mörkuðum í Evrópu og Norður Ameríku, og framboð Landsbankans á íbúðalánum verði eftir sem áður það víðtækasta hér á landi. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. „Verkaskipting milli opinberra aðila og bankanna verði að grundvallast á eðlilegum markaðslögmálum sem byggi á skýrri verkaskiptingu milli banka og sparisjóða og Íbúðalánasjóðs. Landsbankinn er reiðubúinn til samstarfs um bætta verkaskiptingu aðila,“ segir Halldór. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á 100% íbúðalán og verður hámarkið því 90% af markaðsverðmæti íbúða að nýju. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. Í tilkynningu frá bankanum segir að Landsbankinn hafi í upphafi lýst efasemdum sínum um hversu skynsamleg 100% lán væru og þróun á markaði síðustu vikur, og sú aukna hætta sem misgengi verðtryggðra lána og íbúðaverðs skapi með þeim afleiðingum að lán íbúðaeigenda geta orðið hærri en verðmæti íbúðanna, sé bankanum áhyggjuefni. „Við teljum að nú sé enn ríkari ástæða fyrir almenning til að fara varlega við skuldsetningu vegna kaupa á íbúðahúsnæði. Hagsmunir viðskiptavina og bankans fara saman í þessu,“ er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, í tilkynningunni. Landsbankinn mun sem fyrr veita brúunarlán og skammtíma fyrirgreiðslu sem getur tímabundið mætt heildarfjárþörf vegna fasteignakaupa en þá á grundvelli mats á fjárhags- og tryggingastöðu. Bankinn mun áfram skoða sérstök tilvik sem upp koma. Hin almennu lán verða hins vegar að hámarki 90%. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann styðja það meginmarkmið að auðvelda sem flestum landsmönnum að eignast húsnæði og muni stuðla að því með víðtæku framboði íbúðalána. Markaðslegar lausnir muni best stuðla að þessu markmiði hér á landi, eins og þær hafi gert á öðrum mörkuðum í Evrópu og Norður Ameríku, og framboð Landsbankans á íbúðalánum verði eftir sem áður það víðtækasta hér á landi. Landsbankinn hvetur jafnframt stjórnvöld til að endurskoða sem fyrst lagalega umgjörð íbúðalána. „Verkaskipting milli opinberra aðila og bankanna verði að grundvallast á eðlilegum markaðslögmálum sem byggi á skýrri verkaskiptingu milli banka og sparisjóða og Íbúðalánasjóðs. Landsbankinn er reiðubúinn til samstarfs um bætta verkaskiptingu aðila,“ segir Halldór.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent