Erlent

Danir blekktu ekki Grænlendinga

Danski forsætisráðherrann, Anders Fogh Rassmussen, vísar því á bug að danska ríkisstjórnin hafi afvegaleitt Grænlendinga þegar Grænland var innlimað í Danmörku fyrir hálfri öld. Hann hafnar því í bréfi til danska þingsins að sérstakri sjálfstjórnarnefnd, þar sem sæti eiga fulltrúar beggja landa, verði falið að rannsaka málið eins og formaður grænlensku landsstjórnarinnar, Hans Enoksen, hefur krafist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×