Erlent

Annan vill að deilum ljúki

Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin verða að finna leið til að binda enda á deilur sínar og byrja að vinna saman á ný. Þetta sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í gær. Annan sagði árið hafa verið hræðilegt enda hefur hann sætt harðri gagnrýni margra bandarískra þingmanna sem hafa sakað hann um spillingu og sagt að hann eigi að segja af sér. Annan hefur sagt að það komi ekki til greina og endurtók þau orð sín í gær. "Bandaríkin þurfa Sameinuðu þjóðirnar og Sameinuðu þjóðirnar þurfa á Bandaríkjunum að halda. Við verðum að byrja að vinna saman aftur," sagði Annan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×