Erlent

Forsætisráðherrann sagði af sér

Forsætisráðherra Bosníu og Serbíu, Dragan Mikerevic, sagði af sér í dag í kjölfar þess að níu ráðamenn voru reknir fyrir að mistakast að hafa uppi á grunuðum stríðsglæpamönnum. Ráðherrann tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir stundu þar sem hann sagðist ekki sætta sig við að sitja undir þeim hótunum og úrslitakostum sem honum hafi verið settir undanfarið af yfirmönnum friðarmála í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×