Bankarnir neita samráði 1. desember 2004 00:01 Bankarnir eru í hatrammri samkeppni og ræða aldrei nokkurn tíman verð til viðskiptavina á sameiginlegum fundum sínum, fullyrðir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og býðst til að sýna fundargerðir því til sönnunar. Bankastjórar fjögurra banka sitja saman í stjórn samtakanna. Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá og sendu tillögurnar í bréfi til félagsmálaráðherra í fyrrahaust sem var þá að útfæra ný húsnæðislán. Þetta var allt gert undir hatti Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja þar sem fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitja saman í stjórn. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi það óeðlilegt og bætti svo við: „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja, bendir á að félagsmálaráðherra hafi beðið um þetta álit og því fullkomlega eðlilegt að svara. Hann segir ekkert leyndarmál hvað fari fram á stjórnarfundum samtakanna og sýnir fundargerðir því til sönnunar. Guðjón segir að meðal þess sem rætt sé á fundunum séu öryggismál, forvarnir gegn bankaránum, eiginfjárreglur fjármálafyrirtækja, reikningsskilareglur og s.frv, og segir slíkan samstarfsvettvang nauðsynlegan. Spurður hvort ekki séu rædd verð til viðskiptavina á fundunum segir Guðjón það aldrei nokkurn tíman vera gert. Það liggi í hlutarins eðli að slíkt sé harðbannað samkvæmt samkeppnislögum, auk þess sem aðilar að samtökunum séu í hatrammri baráttu sín á milli og hafi því ekki minnsta áhuga á að ræða slík mál. Guðjóni finnst miður að þessu tvennu sé bendlað saman. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Bankarnir eru í hatrammri samkeppni og ræða aldrei nokkurn tíman verð til viðskiptavina á sameiginlegum fundum sínum, fullyrðir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og býðst til að sýna fundargerðir því til sönnunar. Bankastjórar fjögurra banka sitja saman í stjórn samtakanna. Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá og sendu tillögurnar í bréfi til félagsmálaráðherra í fyrrahaust sem var þá að útfæra ný húsnæðislán. Þetta var allt gert undir hatti Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja þar sem fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitja saman í stjórn. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi það óeðlilegt og bætti svo við: „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja, bendir á að félagsmálaráðherra hafi beðið um þetta álit og því fullkomlega eðlilegt að svara. Hann segir ekkert leyndarmál hvað fari fram á stjórnarfundum samtakanna og sýnir fundargerðir því til sönnunar. Guðjón segir að meðal þess sem rætt sé á fundunum séu öryggismál, forvarnir gegn bankaránum, eiginfjárreglur fjármálafyrirtækja, reikningsskilareglur og s.frv, og segir slíkan samstarfsvettvang nauðsynlegan. Spurður hvort ekki séu rædd verð til viðskiptavina á fundunum segir Guðjón það aldrei nokkurn tíman vera gert. Það liggi í hlutarins eðli að slíkt sé harðbannað samkvæmt samkeppnislögum, auk þess sem aðilar að samtökunum séu í hatrammri baráttu sín á milli og hafi því ekki minnsta áhuga á að ræða slík mál. Guðjóni finnst miður að þessu tvennu sé bendlað saman.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur