Bankarnir neita samráði 1. desember 2004 00:01 Bankarnir eru í hatrammri samkeppni og ræða aldrei nokkurn tíman verð til viðskiptavina á sameiginlegum fundum sínum, fullyrðir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og býðst til að sýna fundargerðir því til sönnunar. Bankastjórar fjögurra banka sitja saman í stjórn samtakanna. Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá og sendu tillögurnar í bréfi til félagsmálaráðherra í fyrrahaust sem var þá að útfæra ný húsnæðislán. Þetta var allt gert undir hatti Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja þar sem fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitja saman í stjórn. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi það óeðlilegt og bætti svo við: „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja, bendir á að félagsmálaráðherra hafi beðið um þetta álit og því fullkomlega eðlilegt að svara. Hann segir ekkert leyndarmál hvað fari fram á stjórnarfundum samtakanna og sýnir fundargerðir því til sönnunar. Guðjón segir að meðal þess sem rætt sé á fundunum séu öryggismál, forvarnir gegn bankaránum, eiginfjárreglur fjármálafyrirtækja, reikningsskilareglur og s.frv, og segir slíkan samstarfsvettvang nauðsynlegan. Spurður hvort ekki séu rædd verð til viðskiptavina á fundunum segir Guðjón það aldrei nokkurn tíman vera gert. Það liggi í hlutarins eðli að slíkt sé harðbannað samkvæmt samkeppnislögum, auk þess sem aðilar að samtökunum séu í hatrammri baráttu sín á milli og hafi því ekki minnsta áhuga á að ræða slík mál. Guðjóni finnst miður að þessu tvennu sé bendlað saman. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Bankarnir eru í hatrammri samkeppni og ræða aldrei nokkurn tíman verð til viðskiptavina á sameiginlegum fundum sínum, fullyrðir framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og býðst til að sýna fundargerðir því til sönnunar. Bankastjórar fjögurra banka sitja saman í stjórn samtakanna. Viðskiptabankarnir höfðu samráð í fyrra um að hámarkslán til íbúðakaupa mætti ekki fara yfir 12 milljónir króna, annars væri hætta á verulegri ofþenslu. Þeir sammæltust einnig um gjaldskrá og sendu tillögurnar í bréfi til félagsmálaráðherra í fyrrahaust sem var þá að útfæra ný húsnæðislán. Þetta var allt gert undir hatti Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja þar sem fjórir bankastjórar viðskiptabankanna sitja saman í stjórn. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi það óeðlilegt og bætti svo við: „Maður spyr sig hvað gerist í svona nefnd; hvort það sé eitthvað samráð þarna eða hvort hún sé eingöngu á faglegum nótum.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir þetta afar óeðlilegt fyrirkomulag og að það þurfi að skoða, eins og hún hafi reyndar bent á í efnahags- og viðskiptanefnd. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka- og verðbréfafyrirtækja, bendir á að félagsmálaráðherra hafi beðið um þetta álit og því fullkomlega eðlilegt að svara. Hann segir ekkert leyndarmál hvað fari fram á stjórnarfundum samtakanna og sýnir fundargerðir því til sönnunar. Guðjón segir að meðal þess sem rætt sé á fundunum séu öryggismál, forvarnir gegn bankaránum, eiginfjárreglur fjármálafyrirtækja, reikningsskilareglur og s.frv, og segir slíkan samstarfsvettvang nauðsynlegan. Spurður hvort ekki séu rædd verð til viðskiptavina á fundunum segir Guðjón það aldrei nokkurn tíman vera gert. Það liggi í hlutarins eðli að slíkt sé harðbannað samkvæmt samkeppnislögum, auk þess sem aðilar að samtökunum séu í hatrammri baráttu sín á milli og hafi því ekki minnsta áhuga á að ræða slík mál. Guðjóni finnst miður að þessu tvennu sé bendlað saman.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur