Bjart yfir efnahagslífi Norðurland 18. nóvember 2004 00:01 Hagvöxtur verður mestur á Íslandi á Norðurlöndunum þetta ár og það næsta samkvæmt nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar um efnahagsumhverfi á Norðurlöndum út árið 2005. Íslendingar skila minnstum afgangi af fjármálum hins opinbera á þessu ári, en Svíar fá þann vafasama heiður árið 2005. Íslendingar munu einnig státa af mestri verðbólgu Norðurlandanna fyrir tímabilið. Hins vegar verður atvinnuleysi langminnst hér eða 2,8 prósent á næsta ári, en gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í Finnlandi lækki lítillega og verði 8,5 prósent á næsta ári. Horfur um hagvöxt eru góðar fyrir Norðurlöndin. Gert er ráð fyrir talsverðri framleiðniaukningu, sem þýðir að aukinn hagvöxtur kallar ekki á samsvarandi eftirspurn eftir vinnuafli. Atvinnuleysi minnkar því lítið vegna hagvaxtar og verðbólguþrýstingur annars staðar en á Íslandi er lítill. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Ísland segir að meginmarkmið íslenskra stjórnvalda sé að halda þjóðhagslegum stöðugleika. Verkefni íslenskra stjórnvalda á næstu misserum sé að vinna gegn ofhitnun hagkerfisins og skapa skilyrði til skattalækkana sem boðaðar hafa verið . Norðmenn skera sig úr hvað varðar afgang af rekstri hins opinbera. Hækkandi verð á olíu hefur skilað þeim mikilli tekjuaukningu. Afgangur af fjárlögum hefur numið yfir tíu prósentum af landsframleiðslu undanfarin ár. Til samanburðar er gert ráð fyrir að afgangur hérlendis verði 0,5 prósent í ár og 1,5 prósent næsta ár. Norðurlöndin hafa undanfarin ár rekið ríkið með afgangi. Undantekningar frá þessu eru Svíþjóð sem var með 0,3 prósenta halla árið 2002 og Ísland þar sem hallinn var 0,4 prósent árið 2002 og 1,6 prósent árið 2004. Almennt séð stendur efnahagslíf með meiri blóma á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Efnahagslíf Norðurlandaþjóðanna einkennist af ágætum hagvexti, lágri verðbólgu og afgangi af rekstri hins opinbera. Hins vegar lætur bætt atvinnuástand bíða eftir sér, en almennt fer atvinnuleysi að lækka nokkru eftir að hagvöxtur tekur við sér. Viðskipti Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Hagvöxtur verður mestur á Íslandi á Norðurlöndunum þetta ár og það næsta samkvæmt nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar um efnahagsumhverfi á Norðurlöndum út árið 2005. Íslendingar skila minnstum afgangi af fjármálum hins opinbera á þessu ári, en Svíar fá þann vafasama heiður árið 2005. Íslendingar munu einnig státa af mestri verðbólgu Norðurlandanna fyrir tímabilið. Hins vegar verður atvinnuleysi langminnst hér eða 2,8 prósent á næsta ári, en gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í Finnlandi lækki lítillega og verði 8,5 prósent á næsta ári. Horfur um hagvöxt eru góðar fyrir Norðurlöndin. Gert er ráð fyrir talsverðri framleiðniaukningu, sem þýðir að aukinn hagvöxtur kallar ekki á samsvarandi eftirspurn eftir vinnuafli. Atvinnuleysi minnkar því lítið vegna hagvaxtar og verðbólguþrýstingur annars staðar en á Íslandi er lítill. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Ísland segir að meginmarkmið íslenskra stjórnvalda sé að halda þjóðhagslegum stöðugleika. Verkefni íslenskra stjórnvalda á næstu misserum sé að vinna gegn ofhitnun hagkerfisins og skapa skilyrði til skattalækkana sem boðaðar hafa verið . Norðmenn skera sig úr hvað varðar afgang af rekstri hins opinbera. Hækkandi verð á olíu hefur skilað þeim mikilli tekjuaukningu. Afgangur af fjárlögum hefur numið yfir tíu prósentum af landsframleiðslu undanfarin ár. Til samanburðar er gert ráð fyrir að afgangur hérlendis verði 0,5 prósent í ár og 1,5 prósent næsta ár. Norðurlöndin hafa undanfarin ár rekið ríkið með afgangi. Undantekningar frá þessu eru Svíþjóð sem var með 0,3 prósenta halla árið 2002 og Ísland þar sem hallinn var 0,4 prósent árið 2002 og 1,6 prósent árið 2004. Almennt séð stendur efnahagslíf með meiri blóma á Norðurlöndum en annars staðar í Evrópu. Efnahagslíf Norðurlandaþjóðanna einkennist af ágætum hagvexti, lágri verðbólgu og afgangi af rekstri hins opinbera. Hins vegar lætur bætt atvinnuástand bíða eftir sér, en almennt fer atvinnuleysi að lækka nokkru eftir að hagvöxtur tekur við sér.
Viðskipti Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur