Sport

Ásgeir meðal markahæstu manna

Ásgeir Örn Hallgrímsson er fimmti markahæsti leikmaður meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir fyrstu fjóra leiki riðlakeppninnar en Ásgeir hefur skorað 29 mörk í þessum fjórum leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik. Haukarnir spila fimmta leikinn á útivelli gegn Kiel í dag en liðið er sem stendur í 3. sæti riðilsins þremur stigum á eftir þýska liðinu sem er á toppnum. Ásgeir Örn hefur skorað 21 mark í síðustu leikjum, níu mörk í 35-35 jafntefli gegn Savehof og tólf mörk í 37-30 sigri á Creteil. Þessi tvítugur Hafnfirðingur hefur fyrir vikið rokið upp listann eftir að hann skoraði aðeins tvö mörk í útileiknum gegn franska liðinu Creteil. Haukar eiga jafnframt tvo af fjórum markahæstu leikmönnum síns riðils, Ásgeir Örn er markahæstur og Þórir Ólafsson er síðan í 3. til 4. sæti með 25 mörk en Þórir er í 14. sæti á heildarlistanum, hefur skorað einu marki meira en félagi sinn í Haukaliðinu, Andri Stefan. Svíinn Jonas Erik Larsson hjá Savehof er annars markahæstur í riðli Hauka, hefur skorað einu marki meira en Þórir og Christian Zeitz, leikmaður Kiel. Markahæsti leikmaðurinn í meistaradeildinni til þessa er Ungverjinn Carlos Perez hjá Vezprén en hann hefur skorað 38 mörk, einu meira en þeir Siarhei Rutenka hjá Celje Piovarna og Mirsad Terzic hjá RK Ividac Ljubliana en þessir þrír eru í nokkrum sérflokki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×