Sport

Tryggvi ekki til Watford

Varnarmaðurinn efnilegi Tryggvi Bjarnason, sem leikið hefur með ÍBV undanfarin tvö ár, var ekki boðinn samningur enska 1. deildarliðinu Watford en hann fór þangað tvívegis á skömmum tíma til reynslu. Aðspurður sagði Tryggvi hafa fengið þá skýringu að hann hentaði ekki leikskipulagi liðsins sem hann sagði súrt þar sem hann hafði gert sér vonir um að komast að hjá félaginu. "Þeir voru ánægðir með mig á æfingum en ekki leiknum sem ég spilaði með þeim á miðvikudaginn," sagði Tryggvi. Tryggvi er með tilboð frá KR og hann staðfesti í gær að honum litist vel á það. "Ég hef ekki ákveðið neitt. Það er alveg eins víst að ég verði áfram í Eyjum. Ég veit að ensak liðið Cardiff hefur áhuga á fá mig til reynslu en þetta kemur í ljós í næstu viku," sagði Tryggvi sem er uppalinn KR-ingur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×