Velgengnin kostar sitt 5. nóvember 2004 00:01 Góðum árangri fylgja oft vandamál. Það fær kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir að reyna en hún varð fyrir því "óláni" að verða fyrsti íslenski kylfingurinn til að tryggja sér þátttökurétt á evrópsku mótaröðinni í golfi á miðvikudaginn með frábærri spilamennsku á lokaúrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina á Ítalíu. Ljóst er að þátttaka Ólafar Maríu á evrópsku mótaröðinni verður gífurlega kostnaðarsöm og sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gær að varlega áætlað yrði kostnaðurinn ekki undir tíu milljónum. Mótin á evrópsku mótaröðinni eru leikin úti um allan heim og Ólöf María sagði að kostnaðurinn yrði fljótur að hækka ef hún færi á mót í Ástralíu, Singapúr eða Suður-Afríku. Keppendur á mótaröðinni fá ekki greitt fyrir þátttöku á hverju móti fyrir sig heldur eru peningaverðlaun í boði fyrir þá sem eru í efstu sætunum. Ólöf María sagði að hún liti svo á að hún ætti ágæta möguleika á því að vera í "peningasæti" eins það er kallað, það er sæti sem gefur verðlaunafé, en það væri þó ekki á vísan að róa í þeim efnum. Ólöf María sagðist vonast til að þurfa ekki að steypa sér í skuldir til að láta draum sinn rætast og viðurkenndi að það væri hálf fáránlegt að vera í þeirri stöðu sem hún er í dag. "Við kylfingar höfum ekki notið sömu styrkja og aðrir íþróttamenn í fremstu röð og ég sé það ekki breytast. Ég hef fengið mikla og góða hjálp frá KB banka og Toyota og það samstarf mun halda áfram. Ég þarf hins vegar að finna mér fleiri styrktaraðila og það er mín von að fyrirtæki sjái sér hag í því að styrkja mig. Ég er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst á evrópsku mótaröðina og á sem slíkur eftir að vekja töluverða athygli. Ég mun byrja að vinna í þessum málum á næstunni og fer yfir þau með mínu fólki," sagði Ólöf María. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að Golfsambandið ætlaði að leggja sitt á vogarskálarnar til að hjálpa Ólöfu Maríu að fjármagna þetta ævintýri. Hann sagði að Ólöf María þyrfti sennilega að komast á meðal þrjátíu efstu á mótaröðinni til að geta lifað á verðlaunafénu en að stefna sambandsins væri að reyna að styðja betur við bakið á atvinnukylfingum þjóðarinnar en gert hefði verið hingað til. Ólöf María hefur ekki mokað peningum úr Afrekssjóði ÍSÍ á undanförnum árum og aðeins fengið 300 þúsund króna styrk árið 2003. Örn Andrésson, formaður sjóðsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að árangur Ólafar Maríu væri frábær og hann sæi ekki annað í spilunum en að sjóðurinn myndi styrkja hana á komandi ári. "Umsókn hennar verður skoðuð með jákvæðum augum en ég get ekki sagt hversu hár styrkurinn til hennar verður. Það væri óábyrgt af mér enda á eftir að ræða hennar mál innan stjórnar sjóðsins," sagði Örn. Íþróttir Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Góðum árangri fylgja oft vandamál. Það fær kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir að reyna en hún varð fyrir því "óláni" að verða fyrsti íslenski kylfingurinn til að tryggja sér þátttökurétt á evrópsku mótaröðinni í golfi á miðvikudaginn með frábærri spilamennsku á lokaúrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina á Ítalíu. Ljóst er að þátttaka Ólafar Maríu á evrópsku mótaröðinni verður gífurlega kostnaðarsöm og sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gær að varlega áætlað yrði kostnaðurinn ekki undir tíu milljónum. Mótin á evrópsku mótaröðinni eru leikin úti um allan heim og Ólöf María sagði að kostnaðurinn yrði fljótur að hækka ef hún færi á mót í Ástralíu, Singapúr eða Suður-Afríku. Keppendur á mótaröðinni fá ekki greitt fyrir þátttöku á hverju móti fyrir sig heldur eru peningaverðlaun í boði fyrir þá sem eru í efstu sætunum. Ólöf María sagði að hún liti svo á að hún ætti ágæta möguleika á því að vera í "peningasæti" eins það er kallað, það er sæti sem gefur verðlaunafé, en það væri þó ekki á vísan að róa í þeim efnum. Ólöf María sagðist vonast til að þurfa ekki að steypa sér í skuldir til að láta draum sinn rætast og viðurkenndi að það væri hálf fáránlegt að vera í þeirri stöðu sem hún er í dag. "Við kylfingar höfum ekki notið sömu styrkja og aðrir íþróttamenn í fremstu röð og ég sé það ekki breytast. Ég hef fengið mikla og góða hjálp frá KB banka og Toyota og það samstarf mun halda áfram. Ég þarf hins vegar að finna mér fleiri styrktaraðila og það er mín von að fyrirtæki sjái sér hag í því að styrkja mig. Ég er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst á evrópsku mótaröðina og á sem slíkur eftir að vekja töluverða athygli. Ég mun byrja að vinna í þessum málum á næstunni og fer yfir þau með mínu fólki," sagði Ólöf María. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að Golfsambandið ætlaði að leggja sitt á vogarskálarnar til að hjálpa Ólöfu Maríu að fjármagna þetta ævintýri. Hann sagði að Ólöf María þyrfti sennilega að komast á meðal þrjátíu efstu á mótaröðinni til að geta lifað á verðlaunafénu en að stefna sambandsins væri að reyna að styðja betur við bakið á atvinnukylfingum þjóðarinnar en gert hefði verið hingað til. Ólöf María hefur ekki mokað peningum úr Afrekssjóði ÍSÍ á undanförnum árum og aðeins fengið 300 þúsund króna styrk árið 2003. Örn Andrésson, formaður sjóðsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að árangur Ólafar Maríu væri frábær og hann sæi ekki annað í spilunum en að sjóðurinn myndi styrkja hana á komandi ári. "Umsókn hennar verður skoðuð með jákvæðum augum en ég get ekki sagt hversu hár styrkurinn til hennar verður. Það væri óábyrgt af mér enda á eftir að ræða hennar mál innan stjórnar sjóðsins," sagði Örn.
Íþróttir Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira