Erlent

Hóta að drepa starfsmennina

Mannræningjar sem halda þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í gíslingu í Afganistan segjast drepa þá verði öllum al-Qaeda- og talibana föngum Bandaríkjamanna ekki sleppt fyrir hádegi á miðvikudag. Talsmaður Hers Muslíma, sem er hreyfing mannræningjanna, segir að gíslarnir verði drepnir á þann hátt sem kæta mun Múslimi. Mönnunum var rænt á fimmtudag en þeir höfðu unnið að undirbúningi fyrstu forsetakosninganna sem fóru fram þann 9. október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×