Innlent

Bók um íslenska hestinn

Yfirgripsmesta verk um íslenska hestinn sem út hefur komið leit dagsins ljós í dag. Stórbókin Íslenski hesturinn geymir sjö hundruð ljósmyndir á fjögur hundruð síðum um þetta einstaka hrossakyn. Stóðhesturinn Kapall frá Hofstöðum prýðir kápu bókarinnar og var honum að sjálfsögðu boðið í útgáfuveisluna í dag. Í bókinni er fjallað um nær allt sem viðkemur hestinum: uppruna hans, notkun, lifnaðarhætti og hæfileika, en einnig hlutverk hans í skáldskap og listum auk landnáms hans á erlendri grund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×