Kaup fyrir 29 milljarða króna 24. október 2004 00:01 SÍF er að ljúka kaupum á franska matvælafyrirtækinu Labeyrie Group fyrir 29 milljarða króna. Þetta eru ein stærstu fyrirtækjakaup íslenskrar viðskiptasögu. Þá hefur SÍF selt dóttturfyrirtæki sitt í Bandaríkjunum og hlut sinn í SH. Labeyrie Group framleiðir og dreifir kældum matvælum fyrir smásölu. Það starfrækir sex verksmiðjur í Frakklandi, á Spáni og í Skotlandi. Helstu framleiðsluvörur eru reyktur lax, andalifur, rússneskar hveitipönnukökur og smurréttir. Tvö þúsund og fjögur hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu en með kaupunum verður til samstæða á sviði matvælaframleiðslu sem undanfarna tólf mánuði hefur velt um 88 milljörðum og skilað fimm milljarða hagnaði. Það mun hafa tæplega fjögur þúsund starfsmenn í ellefu löndum. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, sagði í samtali við fréttastofu í dag að í þessu fælist meiriháttar stefnubreyting hjá fyrirtækinu. Nú væri verið að leggja meiri áherslu á fullvinnslu á kældum matvörum og fyrirtækið væri að færa sig inná vörumerkjamarkaðinn í Frakklandi. Auk þess einbeitir það sér að Evrópu en framleiðslu í Bandaríkjunum verður hætt. Þá verður hlutur SÍF í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna seldur. Jakob segir að með kaupunum fái SÍF öflugan hóp stjórnenda sem munu reka starfsemi fyrirtækisins í Frakklandi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Frakklandi, auk þess sem samráð verður haft við frönsk stéttarfélög áður en gengið verður endanlega frá kaupunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Sjá meira
SÍF er að ljúka kaupum á franska matvælafyrirtækinu Labeyrie Group fyrir 29 milljarða króna. Þetta eru ein stærstu fyrirtækjakaup íslenskrar viðskiptasögu. Þá hefur SÍF selt dóttturfyrirtæki sitt í Bandaríkjunum og hlut sinn í SH. Labeyrie Group framleiðir og dreifir kældum matvælum fyrir smásölu. Það starfrækir sex verksmiðjur í Frakklandi, á Spáni og í Skotlandi. Helstu framleiðsluvörur eru reyktur lax, andalifur, rússneskar hveitipönnukökur og smurréttir. Tvö þúsund og fjögur hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu en með kaupunum verður til samstæða á sviði matvælaframleiðslu sem undanfarna tólf mánuði hefur velt um 88 milljörðum og skilað fimm milljarða hagnaði. Það mun hafa tæplega fjögur þúsund starfsmenn í ellefu löndum. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, sagði í samtali við fréttastofu í dag að í þessu fælist meiriháttar stefnubreyting hjá fyrirtækinu. Nú væri verið að leggja meiri áherslu á fullvinnslu á kældum matvörum og fyrirtækið væri að færa sig inná vörumerkjamarkaðinn í Frakklandi. Auk þess einbeitir það sér að Evrópu en framleiðslu í Bandaríkjunum verður hætt. Þá verður hlutur SÍF í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna seldur. Jakob segir að með kaupunum fái SÍF öflugan hóp stjórnenda sem munu reka starfsemi fyrirtækisins í Frakklandi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Frakklandi, auk þess sem samráð verður haft við frönsk stéttarfélög áður en gengið verður endanlega frá kaupunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Sjá meira