Innlent

Karlmenn þurfa líka að passa sig

Vakin er athygli á því á alþóðlega beinverndardeginum í dag, að beinþynning sé heilbrigðismál, sem karlmenn þurfa að gefa gaum ekki síður en konur. Samkvæmt nýjmum íslenskum rannsóknum má gera ráð fyrir að þriðji hver karlmaður um fimmtugt verði fyrir því að beinbrotna síðar á lífsleiðinni. Þótt bein karla séu stærri og sterkari en bein kvenna og nái meiri beinþéttingu í æsku, segja læknar að það sé ekki síður mikilvægt fyrir karla að neyta nægilegs kalks og D- vítamíns og hreyfa sig reglulega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×