Innlent

Kominn í skikkjuna

Jón Steinar Gunnlaugsson hóf störf við Hæstarétt á fimmtudaginn í síðustu viku. Síðan þá hefur hann hlýtt á munnlegan málflutning í þremur málum, nú síðast í gær. Einhver tími mun líða þar til Jón Steinar fellir sinn fyrsta dóm enda þurfa dómarar að fá andrúm til að vega mál og meta áður en dómsorð er kveðið upp. Níu dómarar eru við Hæstarétt og hafa þeir í nægu að snúast. Á síðasta ári bárust réttinum 497 ný mál til meðferðar og féllu 440 dómar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×