Erlent

Mega skjóta niður dópflugvélar

Lög sem heimila flugher Brasilíu að skjóta niður flugvélar sem grunaðar eru um að flytja eiturlyf taka gildi í dag. Stjórnvöld í Brasilíu segja fíkniefnavandann orðinn það alvarlegan í landinu að nausynlegt sé að grípa til harkalegra aðgerða. Flugherinn má þó ekki skjóta vélarnar niður án viðvörunar og hafa verið skilgreind 8 skref sem fara verður í gegnum áður en skjóta má á grunaða vél. Taki viðkomandi flugmenn hins vegar ekki tillit til viðvörunar, er flughernum leyfilegt að skjóta viðkomandi vél niður, jafnvel þó að börn seú um borð í henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×