Erlent

Sjö handteknir vegna mjólkurdufts

Sjö hafa verið handteknir í Kína fyrir að selja gervi-mjólkurduft fyrir kornabörn. Þrettán börn hafa látist og á annað hundrað veikst. Fólkið er talið hafa komið sextíu tonnum af gervi-mjólkurdufti í umferð og mjólkurdufti sem í vantaði mörg lífsnauðsynleg næringarefni. Framleiðslan var stöðvuð og 36 tonn af duftinu eyðilögð. Fyrir aðeins rúmum mánuði síðan létust 13 börn og 189 veiktust eftir neyslu á slíku dufti í austurhluta Kína. Fórnarlömbin voru aðallega börn fátækra verkamanna, og voru kölluð "börnin með stóru höfuðin", þar sem höfuð þeirra voru bólginn og líkaminn rýr eftir að þau höfðu nærst vikum saman á vökva sem innihélt litla sem enga næringu. Þá voru tveir embættismenn handteknir fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að duftið kæmist í umferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×