SPRON og SPV líklega að sameinast 8. október 2004 00:01 Formenn stjórna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) hafa í umboði stjórna undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu sparisjóðanna. Stjórnir beggja sjóðanna eru sammála um að fleiri sparisjóðir geti gengið til sameiningar við SPRON og SPV, enda muni hagur sparisjóðanna tveggja eflast við sameiningu og jafnframt hagur annarra sparisjóða í landinu ef af frekari sameiningu verður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sparisjóðunum sem send var út fyrir stundu.Verðmætamat og greining hefur farið fram á báðum sjóðum af óháðum endurskoðanda. Á grundvelli hennar og annarra atriða sem mikilvæg eru í tengslum við samrunann eru stjórnirnar sammála um að hlutfall SPRON verði 60/100 og hlutfall SPV verði 40/100 í sameinuðum sparisjóði. Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, telur að sameining af þessu tagi muni bæta hag stofnfjáreigenda, auka verðmæti stofnfjárbréfa og gera viðskipti með þau greiðari. Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, telur þessu til viðbótar að sameining sjóðanna muni leiða til hagræðingar í rekstri og aukinna sóknarfæra. Þá væntir hann þess að arðsemi verði betri til hagsbóta fyrir viðskiptamenn sparisjóðanna og jafnframt skapa starfsmönnum traustara starfsumhverfi. Á næstunni verður í þessum tilgangi skipuð samrunanefnd sem í eiga sæti tveir menn frá hvorum sjóði, Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, og Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, ásamt endurskoðendum beggja sparisjóðanna, þeim Sigurði Jónssyni og Þóri Ólafssyni. Á meðal verkefna samrunanefndarinnar verður að setja fram markmið með samrunanum, áætla samrunaáhrif, gera tillögu um samrunaaðferð, skipulag, stjórn og helstu stjórnendur. Ef sameining sjóðanna nær fram að ganga er stefnt að því að hún taki gildi 1. janúar 2005. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Formenn stjórna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) hafa í umboði stjórna undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu sparisjóðanna. Stjórnir beggja sjóðanna eru sammála um að fleiri sparisjóðir geti gengið til sameiningar við SPRON og SPV, enda muni hagur sparisjóðanna tveggja eflast við sameiningu og jafnframt hagur annarra sparisjóða í landinu ef af frekari sameiningu verður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sparisjóðunum sem send var út fyrir stundu.Verðmætamat og greining hefur farið fram á báðum sjóðum af óháðum endurskoðanda. Á grundvelli hennar og annarra atriða sem mikilvæg eru í tengslum við samrunann eru stjórnirnar sammála um að hlutfall SPRON verði 60/100 og hlutfall SPV verði 40/100 í sameinuðum sparisjóði. Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, telur að sameining af þessu tagi muni bæta hag stofnfjáreigenda, auka verðmæti stofnfjárbréfa og gera viðskipti með þau greiðari. Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, telur þessu til viðbótar að sameining sjóðanna muni leiða til hagræðingar í rekstri og aukinna sóknarfæra. Þá væntir hann þess að arðsemi verði betri til hagsbóta fyrir viðskiptamenn sparisjóðanna og jafnframt skapa starfsmönnum traustara starfsumhverfi. Á næstunni verður í þessum tilgangi skipuð samrunanefnd sem í eiga sæti tveir menn frá hvorum sjóði, Jón Þorsteinn Jónsson, formaður stjórnar SPV, og Óskar Magnússon, formaður stjórnar SPRON, ásamt endurskoðendum beggja sparisjóðanna, þeim Sigurði Jónssyni og Þóri Ólafssyni. Á meðal verkefna samrunanefndarinnar verður að setja fram markmið með samrunanum, áætla samrunaáhrif, gera tillögu um samrunaaðferð, skipulag, stjórn og helstu stjórnendur. Ef sameining sjóðanna nær fram að ganga er stefnt að því að hún taki gildi 1. janúar 2005.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira