Viðskipti innlent

Samskip í nýtt hús

Starfsmenn Samskipa mynduðu keðju frá Vöruhúsi A við Holtabakka að nýbyggingu félagsins við Barkarvog og selfluttu þangað pakka - til að sýna á táknrænan hátt að flutningar séu nú formlega hafnir á allri starfsemi Samskipa í nýja húsið. Hratt og örugglega gekk pakkinn frá Pálmari Óla Magnússyni, framkvæmdastjóra við Vöruhús A, um hendur starfsmannanna í röðinni, þar á meðal stjórnarformannsins Ólafs Ólafssonar, og endaði svo í höndum Knúts G. Haukssonar forstjóra. Þar var pakkinn skannaður inn í nýja vörustýringarkerfið, sem heldur utan um alla starfsemi Vörumiðstöðvar Samskipa, og þvínæst fluttur með lyftara á sinn rétta stað í húsinu. Svo mannfrek flutningaleið verður vart notuð í bráð, en með nýbyggingunni eykst hagræðið í flutningum félagsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×