SH veltir SÍF úr sessi 7. október 2004 00:01 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er stærsta fyrirtækið á Íslandi ef miðað er við veltutölur. Keppinauturinn SÍF laut í lægra haldi og tapaði fyrsta sætinu á lista Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtækin. Velta hvors félags er tæpir 60 milljarðar króna. Listinn er byggður á ársuppgjörum fyrirtækja fyrir síðasta ár. KB banki stekkur í þriðja sætið úr því níunda milli ára með ríflega 50 milljarða veltu. Veltuaukning KB banka skýrist meðal annars af sameiningu við Búnaðarbankann. KB banki vermir toppsætið þegar litið er til hagnaðar. Bankinn hagnaðist um tæpa 9,4 milljarða á árinu 2003. Baugur kemur fast á hæla KB banka með 9,3 milljarða í hagnað. Þessi tvö félög skera sig nokkuð úr og eiga Íslandsmet í hagnaði. Baugur átti fyrra met sem var 7,4 milljarðar króna. Íslandsbanki er í þriðja sæti með 6,4 milljarða í hagnað. KB banki er einnig með mest eigið fé allra fyrirtækja á listanum. Actavis er með flesta starfsmenn allra fyrirtækjanna með ríflega 6.500 ársverk. Meirihluti starfmanna er á erlendri grundu. Landspítali - háskólasjúkrahús kemur næst með tæplega 3.900 ársverk. KEA greiðir hæst meðallaun allra fyrirtækja. Starfsmenn eru tveir og meðaltal launa þeirra er 9,4 milljónir á árinu 2003 sem gera ríflega 780 þúsund á mánuði. Í næstu sætum eru útgerðarfélög sem jafnan hafa vermt efstu sætin. Þar á eftir kemur Byggðastofnun sem greiðir 25 starfsmönnum 520 þúsund að meðaltali á mánuði. Það eru svipuð mánaðarlaun og KB banki greiðir sínum ríflega tólfhundruð starfsmönnum að meðaltali. Mesta tap fyrirtækis á árinu 2003 var hjá Íslenskri erfðagreiningu og nam það 2,5 milljörðum króna. Tap fyrirtækisins minnkaði verulega frá fyrra ári, en þá var það 10,7 milljarðar króna. Eimskipafélag Íslands er samkvæmt listanum í 88. sæti yfir veltumestu félögin. Fyrir níu árum var Eimskipafélagið níunda stærsta fyrirtækið á Íslandi. Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er stærsta fyrirtækið á Íslandi ef miðað er við veltutölur. Keppinauturinn SÍF laut í lægra haldi og tapaði fyrsta sætinu á lista Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtækin. Velta hvors félags er tæpir 60 milljarðar króna. Listinn er byggður á ársuppgjörum fyrirtækja fyrir síðasta ár. KB banki stekkur í þriðja sætið úr því níunda milli ára með ríflega 50 milljarða veltu. Veltuaukning KB banka skýrist meðal annars af sameiningu við Búnaðarbankann. KB banki vermir toppsætið þegar litið er til hagnaðar. Bankinn hagnaðist um tæpa 9,4 milljarða á árinu 2003. Baugur kemur fast á hæla KB banka með 9,3 milljarða í hagnað. Þessi tvö félög skera sig nokkuð úr og eiga Íslandsmet í hagnaði. Baugur átti fyrra met sem var 7,4 milljarðar króna. Íslandsbanki er í þriðja sæti með 6,4 milljarða í hagnað. KB banki er einnig með mest eigið fé allra fyrirtækja á listanum. Actavis er með flesta starfsmenn allra fyrirtækjanna með ríflega 6.500 ársverk. Meirihluti starfmanna er á erlendri grundu. Landspítali - háskólasjúkrahús kemur næst með tæplega 3.900 ársverk. KEA greiðir hæst meðallaun allra fyrirtækja. Starfsmenn eru tveir og meðaltal launa þeirra er 9,4 milljónir á árinu 2003 sem gera ríflega 780 þúsund á mánuði. Í næstu sætum eru útgerðarfélög sem jafnan hafa vermt efstu sætin. Þar á eftir kemur Byggðastofnun sem greiðir 25 starfsmönnum 520 þúsund að meðaltali á mánuði. Það eru svipuð mánaðarlaun og KB banki greiðir sínum ríflega tólfhundruð starfsmönnum að meðaltali. Mesta tap fyrirtækis á árinu 2003 var hjá Íslenskri erfðagreiningu og nam það 2,5 milljörðum króna. Tap fyrirtækisins minnkaði verulega frá fyrra ári, en þá var það 10,7 milljarðar króna. Eimskipafélag Íslands er samkvæmt listanum í 88. sæti yfir veltumestu félögin. Fyrir níu árum var Eimskipafélagið níunda stærsta fyrirtækið á Íslandi.
Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira