Landsbankinn og E*TRADE opna verðbréfamarkað á íslensku á netinu 5. október 2004 00:01 Landsbankinn, í samvinnu við E*TRADE, eitt þekktasta fyrirtæki heims á sviði verðbréfaviðskipta á netinu, opnar í dag íslenskan verðbréfavef, fyrir milliliðalaus viðskipti með verðbréf í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. E*TRADE vefurinn er allur á íslensku og þóknanir fyrir viðskipti á honum eru lægri en áður hefur þekkst hérlendis. Notandinn stundar milliliðalaus viðskipti af einum reikningi með hlutabréf, skuldabréf og gjaldeyri í fimm gjaldmiðlum. Það eykur öryggi notenda að Landsbankinn er bakhjarl þjónustunnar og öll samskipti notenda hérlendis eru við bankann. "Það er okkur fagnaðarefni að E*TRADE hafi valið Landsbankann sem samstarfsaðila," segir Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans. "Val þeirra er staðfesting á framsækni Landsbankans," segir hann. "E*TRADE er eitt öflugasta fyrirtæki á sviði alþjóðlegra verðbréfaviðskipta á netinu og við nýtum þau kerfi sem við höfum þegar byggt upp til þess að sækja inn á valda markaði", segir Jens Hoeyer, forstjóri E*TRADE Bank í Danmörku. "Við lýsum yfir ánægju með samstarf okkar við Landsbankann og erum sannfærðir um að viðskiptavinir bankans muni kunna að meta tækifæri til þess að kaupa og selja á fjórum mörkuðum með lægri þóknunum og auk þess greiðum aðgangi að öflugri upplýsingamiðlun um viðkomandi markaði." E*TRADE BANK A/S DANMARK er dótturfélag í eigu E*TRADE FINANCIAL Corporation. Fyrirtækið veitir fulla þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta til fagfjárfesta og einstaklinga. Í Danmörku lýtur fyrirtækið umsjón danska fjármálaeftirlitsins og er meðlimur í dönsku kauphöllinni, CSE. Félagið hefur löggildingu til að stunda verðbréfamiðlun á Íslandi. E*TRADE Financial er skráð í kauphöllinni í New York með auðkennið ET. Markaðsverðmæti þess er u.þ.b. 310 milljarðar íslenskra króna og hjá félaginu starfa 3.400 manns í 12 löndum. "Með samstarfi okkar við E*TRADE gerum við viðskiptavinum Landsbankans kleift að eiga milliliðalaus viðskipti á spennandi mörkuðum, ekki bara á mjög aðgengilegan og einfaldan hátt heldur einnig á lægri kjörum en áður hefur þekkst hér á landi. Þjónustan hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum og er t.d. tilvalin fyrir þá sem vilja ná fram aukinni eignadreifingu í verðbréfasafnið sitt", segir Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans. Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Landsbankinn, í samvinnu við E*TRADE, eitt þekktasta fyrirtæki heims á sviði verðbréfaviðskipta á netinu, opnar í dag íslenskan verðbréfavef, fyrir milliliðalaus viðskipti með verðbréf í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. E*TRADE vefurinn er allur á íslensku og þóknanir fyrir viðskipti á honum eru lægri en áður hefur þekkst hérlendis. Notandinn stundar milliliðalaus viðskipti af einum reikningi með hlutabréf, skuldabréf og gjaldeyri í fimm gjaldmiðlum. Það eykur öryggi notenda að Landsbankinn er bakhjarl þjónustunnar og öll samskipti notenda hérlendis eru við bankann. "Það er okkur fagnaðarefni að E*TRADE hafi valið Landsbankann sem samstarfsaðila," segir Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans. "Val þeirra er staðfesting á framsækni Landsbankans," segir hann. "E*TRADE er eitt öflugasta fyrirtæki á sviði alþjóðlegra verðbréfaviðskipta á netinu og við nýtum þau kerfi sem við höfum þegar byggt upp til þess að sækja inn á valda markaði", segir Jens Hoeyer, forstjóri E*TRADE Bank í Danmörku. "Við lýsum yfir ánægju með samstarf okkar við Landsbankann og erum sannfærðir um að viðskiptavinir bankans muni kunna að meta tækifæri til þess að kaupa og selja á fjórum mörkuðum með lægri þóknunum og auk þess greiðum aðgangi að öflugri upplýsingamiðlun um viðkomandi markaði." E*TRADE BANK A/S DANMARK er dótturfélag í eigu E*TRADE FINANCIAL Corporation. Fyrirtækið veitir fulla þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta til fagfjárfesta og einstaklinga. Í Danmörku lýtur fyrirtækið umsjón danska fjármálaeftirlitsins og er meðlimur í dönsku kauphöllinni, CSE. Félagið hefur löggildingu til að stunda verðbréfamiðlun á Íslandi. E*TRADE Financial er skráð í kauphöllinni í New York með auðkennið ET. Markaðsverðmæti þess er u.þ.b. 310 milljarðar íslenskra króna og hjá félaginu starfa 3.400 manns í 12 löndum. "Með samstarfi okkar við E*TRADE gerum við viðskiptavinum Landsbankans kleift að eiga milliliðalaus viðskipti á spennandi mörkuðum, ekki bara á mjög aðgengilegan og einfaldan hátt heldur einnig á lægri kjörum en áður hefur þekkst hér á landi. Þjónustan hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum og er t.d. tilvalin fyrir þá sem vilja ná fram aukinni eignadreifingu í verðbréfasafnið sitt", segir Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans.
Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira