Vöxtur í landsframleiðslu 9. september 2004 00:01 Landsframleiðslan nam átta 811 milljörðum króna í fyrra, sem var 3,4 prósenta vöxtur. Það er umfram allar spár, en einkaneysla heimilanna knýr hagvöxtinn áfram að verulegu leyti. Þessi vöxtur er yfir því sem hann hefur verið hér á landi að meðaltali síðastliðin tíu ár og nálgast að vera tvöfalt meiri í fyrra en í öðrum OECD ríkjum. Þetta er gríðar mikið stökk frá árinu 2002, þegar hagvöxturinn var neikvæður. Þegar landsframleiðslan er krufin, má rekja 6,6 prósent vaxtar til einkaneyslu, sem eru útgjöld heimilinna önnur en til húsnæðiskaupa. Semsagt almenn neyslugjöld og bílakaup, en ekki fjárfesting í sparnaði, eins og í verðbréfum. Þá má rekja 17,6 prósent vaxtarins til fjárfestingu einstaklinga og fyrirtækja. Þjóðarútgjöldin uxu því langt umfram landsframleiðsluna, eða um átta prósent, sem leiddi til verulegs halla á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd, en sá halli nam tæpum 24 milljörðum króna, eða tæplega þremur prósentum af landsframleiðslu, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þá vekur stöðnun í útflutningi athygli, en hann jókst aðeins um 0,3 prósent í fyrra, eða mun minna en hann hefur gert að meðaltali undanfarin ár, og minna en útflutningur almennt í þeim löndum, sem við berum okkur helst saman við. Þessi gríðarlegi innflutningur stafar ekki af innkaupum á tækjum til nýs álvers, stækkun annars, Kárahnjúkavirkjunar og tveggja jarðvarmavirkjana til raforkuframleiðslu, því framkvæmdir við þau mannvirki eru svo skammt á veg komnar að ekki er farið að kaupa dýr tæki og búnað í verksmiðjurnar og orkuverin, til framleiðslunnar þar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Landsframleiðslan nam átta 811 milljörðum króna í fyrra, sem var 3,4 prósenta vöxtur. Það er umfram allar spár, en einkaneysla heimilanna knýr hagvöxtinn áfram að verulegu leyti. Þessi vöxtur er yfir því sem hann hefur verið hér á landi að meðaltali síðastliðin tíu ár og nálgast að vera tvöfalt meiri í fyrra en í öðrum OECD ríkjum. Þetta er gríðar mikið stökk frá árinu 2002, þegar hagvöxturinn var neikvæður. Þegar landsframleiðslan er krufin, má rekja 6,6 prósent vaxtar til einkaneyslu, sem eru útgjöld heimilinna önnur en til húsnæðiskaupa. Semsagt almenn neyslugjöld og bílakaup, en ekki fjárfesting í sparnaði, eins og í verðbréfum. Þá má rekja 17,6 prósent vaxtarins til fjárfestingu einstaklinga og fyrirtækja. Þjóðarútgjöldin uxu því langt umfram landsframleiðsluna, eða um átta prósent, sem leiddi til verulegs halla á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd, en sá halli nam tæpum 24 milljörðum króna, eða tæplega þremur prósentum af landsframleiðslu, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þá vekur stöðnun í útflutningi athygli, en hann jókst aðeins um 0,3 prósent í fyrra, eða mun minna en hann hefur gert að meðaltali undanfarin ár, og minna en útflutningur almennt í þeim löndum, sem við berum okkur helst saman við. Þessi gríðarlegi innflutningur stafar ekki af innkaupum á tækjum til nýs álvers, stækkun annars, Kárahnjúkavirkjunar og tveggja jarðvarmavirkjana til raforkuframleiðslu, því framkvæmdir við þau mannvirki eru svo skammt á veg komnar að ekki er farið að kaupa dýr tæki og búnað í verksmiðjurnar og orkuverin, til framleiðslunnar þar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira