Sameining stórbanka borðleggjandi 7. september 2004 00:01 Sameining Íslandsbanka og Landsbankans er borðleggjandi frá faglegu sjónarmiði að mati Jóns Þórissonar, aðstoðarforstjóra Íslandsbanka. "Það blasir við, því það snertir á svo mörgum starfsþáttum sem gætu skilað milljörðum króna í hagræðingu á hverju ári." Jón segir slíkt á valdi hluthafa, en það hljóti að vera áleitin spurning fyrir hluthafa þessara banka að leysa slíkt hagræði úr læðingi. Hann segist sjá margvíslega hagræðingarmöguleika á fjálmálamarkaði. Auk sameiningar Landsbanka og Íslandsbanka sér Jón mikil sóknarfæri í sameiningu Íslandsbanka við Straum. "Við það myndi eigið fé Íslandsbanka stóraukast. Eigið fé hefur verið takmarkandi þáttur í bankanum vegna mikils vaxtar." Íslandsbanki hefur vaxið um 25 prósent á árinu. Hugsanleg sameining Landsbanka og Íslandsbanka komst í umræðuna þegar Landsbankinn og Burðarás keyptu stóra eignarhluti í Íslandsbanka. Efasemdir voru uppi um hvort slíkt samræmdist samkeppnislögum. Jón telur slíka sameiningu ekki fráleita. "Við verðum að átta okkur á anda samkeppnislaga. Hann er ekki sá að koma í veg fyrir að stórar einingar myndist, heldur að koma í veg fyrir misnotkun á stöðu." Jón segir rökin fyrir sameiningu, auk hagræðis vera að styðja við útrás sem aftur skili sér inn í landið. "Slíkt hlýtur að vega á móti þeim ótta sem menn kunna að hafa af misnotkun á markaði." Hann segir að ef sú staða kæmi upp að bankarnir sameinist, þá sé útilokað að sterkur fjárfestingarbanki eins og Straumur sitji aðgerðarlaus hjá. Þar yrði því til mótvægi. "Þannig yrði til mikið hagræði, án þess að það yrði ógnun við hag fyrirtækja og einstaklinga." Miklar breytingar hafa orðið á fjármálamarkaði. KB banki er nú stærri en Landsbankinn og Íslandsbanki til samans. Jón segir að sú staða hljóti að hafa áhrif. "Aðstæður hafa breyst og það sem var áður óhugsandi er það ekki lengur." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Sameining Íslandsbanka og Landsbankans er borðleggjandi frá faglegu sjónarmiði að mati Jóns Þórissonar, aðstoðarforstjóra Íslandsbanka. "Það blasir við, því það snertir á svo mörgum starfsþáttum sem gætu skilað milljörðum króna í hagræðingu á hverju ári." Jón segir slíkt á valdi hluthafa, en það hljóti að vera áleitin spurning fyrir hluthafa þessara banka að leysa slíkt hagræði úr læðingi. Hann segist sjá margvíslega hagræðingarmöguleika á fjálmálamarkaði. Auk sameiningar Landsbanka og Íslandsbanka sér Jón mikil sóknarfæri í sameiningu Íslandsbanka við Straum. "Við það myndi eigið fé Íslandsbanka stóraukast. Eigið fé hefur verið takmarkandi þáttur í bankanum vegna mikils vaxtar." Íslandsbanki hefur vaxið um 25 prósent á árinu. Hugsanleg sameining Landsbanka og Íslandsbanka komst í umræðuna þegar Landsbankinn og Burðarás keyptu stóra eignarhluti í Íslandsbanka. Efasemdir voru uppi um hvort slíkt samræmdist samkeppnislögum. Jón telur slíka sameiningu ekki fráleita. "Við verðum að átta okkur á anda samkeppnislaga. Hann er ekki sá að koma í veg fyrir að stórar einingar myndist, heldur að koma í veg fyrir misnotkun á stöðu." Jón segir rökin fyrir sameiningu, auk hagræðis vera að styðja við útrás sem aftur skili sér inn í landið. "Slíkt hlýtur að vega á móti þeim ótta sem menn kunna að hafa af misnotkun á markaði." Hann segir að ef sú staða kæmi upp að bankarnir sameinist, þá sé útilokað að sterkur fjárfestingarbanki eins og Straumur sitji aðgerðarlaus hjá. Þar yrði því til mótvægi. "Þannig yrði til mikið hagræði, án þess að það yrði ógnun við hag fyrirtækja og einstaklinga." Miklar breytingar hafa orðið á fjármálamarkaði. KB banki er nú stærri en Landsbankinn og Íslandsbanki til samans. Jón segir að sú staða hljóti að hafa áhrif. "Aðstæður hafa breyst og það sem var áður óhugsandi er það ekki lengur."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira