Bankar lækka vexti enn frekar 31. ágúst 2004 00:01 Langflestir viðskiptabankanna hafa nú lækkað vexti af lánum til íbúðakaupa niður í 4,2 prósent. Lækkunin kom í kjölfar þess að Lífeyrissjóður verslunarmanna hellti sér í slaginn um lántakendur og bauð lán með 4,3 prósenta vöxtum. Ný lán Lífeyrissjóðs Verslunarmanna bera 0,1 prósent lægri vexti en íbúðalán flestra viðskiptabankanna og 0,05 prósenta lægri vexti en Íbúðalánasjóður. Lánað er til allt að 30 ára, gegn fyrsta veðrétti í húseign. Þá munu vextir á eldri lánum sjóðsins lækka um 0,6 prósent frá og með morgundeginum. Virkir sjóðfélagar í Lífeyrissjóði Verslunarmanna eru um 40 þúsund og þeim standa lánin til boða. Engin launung er á því að þetta útspil miðar að því að koma í veg fyrir að fólk taki ný lán hjá viðskiptabönkunum og noti þau til að greiða upp lífeyrissjóðslán. Guðmundur Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfabiðskipta, segir að taka verði mið af því að ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus, sá sem geri það endi í uppreiðslu með sín lán. Þetta sé því eins og hver önnur samkeppni sem verði að taka þátt í. Skömmu síðar bauð KB-banki til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var að þeirra vextir myndu lækka úr 4,4 prósentum niður í 4,2 prósent, í öllum sveitarfélögum þar sem bankinn starfar. Ljóst er að hart er barist um viðskiptavinina í slagsmálum sem KB-banki átti upphafið að. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir að vextirnir hafi lækkað mjög mikið á stuttum tíma. Hann segir að vextir muni breytast til framtíðar en það muni verða í mun minni skrefum en undanfarið. Þeir geti eins hækkað eins og lækkað. Aðspurður hvort búast megi við meiri lækkun á næstu dögum segir Hreiðar að þeir verði að sjá til hvernig markaðsumhverfið þróist og hvernig samkeppnisaðilarnir bregðist við. Þá sagði hann að eitt af því sem bankinn væri að skoða núna væru óverðtryggð lán á hærri vöxtum. Viðbrögð keppinautanna létu ekki á sér standa, því í kjölfarið lækkuðu Landsbankinn, Íslandsbanki, SPRON og Sparisjóður Vélstjóra vexti af íbúðalánum niður 4,2 prósent, rétt eins og KB banki. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Langflestir viðskiptabankanna hafa nú lækkað vexti af lánum til íbúðakaupa niður í 4,2 prósent. Lækkunin kom í kjölfar þess að Lífeyrissjóður verslunarmanna hellti sér í slaginn um lántakendur og bauð lán með 4,3 prósenta vöxtum. Ný lán Lífeyrissjóðs Verslunarmanna bera 0,1 prósent lægri vexti en íbúðalán flestra viðskiptabankanna og 0,05 prósenta lægri vexti en Íbúðalánasjóður. Lánað er til allt að 30 ára, gegn fyrsta veðrétti í húseign. Þá munu vextir á eldri lánum sjóðsins lækka um 0,6 prósent frá og með morgundeginum. Virkir sjóðfélagar í Lífeyrissjóði Verslunarmanna eru um 40 þúsund og þeim standa lánin til boða. Engin launung er á því að þetta útspil miðar að því að koma í veg fyrir að fólk taki ný lán hjá viðskiptabönkunum og noti þau til að greiða upp lífeyrissjóðslán. Guðmundur Þórhallsson, forstöðumaður verðbréfabiðskipta, segir að taka verði mið af því að ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus, sá sem geri það endi í uppreiðslu með sín lán. Þetta sé því eins og hver önnur samkeppni sem verði að taka þátt í. Skömmu síðar bauð KB-banki til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var að þeirra vextir myndu lækka úr 4,4 prósentum niður í 4,2 prósent, í öllum sveitarfélögum þar sem bankinn starfar. Ljóst er að hart er barist um viðskiptavinina í slagsmálum sem KB-banki átti upphafið að. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir að vextirnir hafi lækkað mjög mikið á stuttum tíma. Hann segir að vextir muni breytast til framtíðar en það muni verða í mun minni skrefum en undanfarið. Þeir geti eins hækkað eins og lækkað. Aðspurður hvort búast megi við meiri lækkun á næstu dögum segir Hreiðar að þeir verði að sjá til hvernig markaðsumhverfið þróist og hvernig samkeppnisaðilarnir bregðist við. Þá sagði hann að eitt af því sem bankinn væri að skoða núna væru óverðtryggð lán á hærri vöxtum. Viðbrögð keppinautanna létu ekki á sér standa, því í kjölfarið lækkuðu Landsbankinn, Íslandsbanki, SPRON og Sparisjóður Vélstjóra vexti af íbúðalánum niður 4,2 prósent, rétt eins og KB banki.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur