Fagnar lækkun vaxta langtímalána 25. ágúst 2004 00:01 Bankastjóri Seðlabankans segir það fagnaðarefni að vextir langtímalána lækki í landinu. Seðlabankinn hyggst þó fylgjast grannt með áhrifunum enda sé viss hætta á aukinni þenslu, viðskiptabankar gætu verið að taka áhættu og Íbúðalánasjóður lent í erfiðleikum. Gengi hlutabréfa í KB banka hefur hækkað um 10 % á tveimur dögum í kjölfar þess að bankinn bauð lán til íbúðakaupa með 4,4 prósenta vöxtum. Samkeppnisaðilar bjóða nú allir samskonar vaxtakjör. Yfirstjórn Seðlabankans ræddi nýjustu sviptingar á vaxtamarkaði á fundi fyrir hádegi og eru fyrstu viðbrögðin jákvæð. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri segist fagna því að sjá hverju samkeppnin getur komið til leiðar. En að sjálfsögðu muni Seðlabankinn fylgjast með og hafa áhyggjur ef einhverjar áhættur eru á ferðinni. Hann segir það fagnaðarefni að einkavæðing bankanna og útrás þeirra skuli nú leiða til lækkunar vaxta á langtímalánum. Enda hafi hann lengi undrast hversu háir vextir hafi verið hér á landi. Seðlabankinn þurfi hins vegar að fylgjast sérstaklega með því hversu mikil ásókn verði í lánin, hvort heimilin auki sína skuldsetningu. Þeir hafi áhyggjur af því að þetta geti leitt til þenslu. Hann segir Seðlabankann einnig ætla að fylgjast vel með bönkunum sjálfum. Athuga verði hvort bankarnir séu að taka áhættu með þessu, og hvort þeir muni geta fjármagnað þetta þannig að þeir hafi af þessu einhvern hag. Þá verði einnig að fylgjast með Íbúðalánasjóði. Eiríkur segir hugsanlegt að ef mikið verði um tilflutninga á lánum frá Íbúðalánasjóði til bankanna að það geti skapað erfiðleika fyrir sjóðinn. Seðlabankinn hefur notað vexti sem stjórntæki og að undanförnu verið að þrýsta þeim upp, það er skammtímavöxtum, til að vinna gegn þenslu. Eíríkur segir að vissulega vinni þessar aðgerðir bankanna gegn stefnu Seðlabankans. Tímasetningin á þessum lánum sé ekki sú sem hann hefði kosið. Hann býst þó ekki við að það verði mjög mikil ásókn heimila í lánin í skyndi, enda kosti aðgerðin sjálf nokkuð. Það þurfi að taka lántökugjald, það sé ákveðinn þröskuldur. Hann telur því að þetta muni ekki hafa skjót slæm áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Bankastjóri Seðlabankans segir það fagnaðarefni að vextir langtímalána lækki í landinu. Seðlabankinn hyggst þó fylgjast grannt með áhrifunum enda sé viss hætta á aukinni þenslu, viðskiptabankar gætu verið að taka áhættu og Íbúðalánasjóður lent í erfiðleikum. Gengi hlutabréfa í KB banka hefur hækkað um 10 % á tveimur dögum í kjölfar þess að bankinn bauð lán til íbúðakaupa með 4,4 prósenta vöxtum. Samkeppnisaðilar bjóða nú allir samskonar vaxtakjör. Yfirstjórn Seðlabankans ræddi nýjustu sviptingar á vaxtamarkaði á fundi fyrir hádegi og eru fyrstu viðbrögðin jákvæð. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri segist fagna því að sjá hverju samkeppnin getur komið til leiðar. En að sjálfsögðu muni Seðlabankinn fylgjast með og hafa áhyggjur ef einhverjar áhættur eru á ferðinni. Hann segir það fagnaðarefni að einkavæðing bankanna og útrás þeirra skuli nú leiða til lækkunar vaxta á langtímalánum. Enda hafi hann lengi undrast hversu háir vextir hafi verið hér á landi. Seðlabankinn þurfi hins vegar að fylgjast sérstaklega með því hversu mikil ásókn verði í lánin, hvort heimilin auki sína skuldsetningu. Þeir hafi áhyggjur af því að þetta geti leitt til þenslu. Hann segir Seðlabankann einnig ætla að fylgjast vel með bönkunum sjálfum. Athuga verði hvort bankarnir séu að taka áhættu með þessu, og hvort þeir muni geta fjármagnað þetta þannig að þeir hafi af þessu einhvern hag. Þá verði einnig að fylgjast með Íbúðalánasjóði. Eiríkur segir hugsanlegt að ef mikið verði um tilflutninga á lánum frá Íbúðalánasjóði til bankanna að það geti skapað erfiðleika fyrir sjóðinn. Seðlabankinn hefur notað vexti sem stjórntæki og að undanförnu verið að þrýsta þeim upp, það er skammtímavöxtum, til að vinna gegn þenslu. Eíríkur segir að vissulega vinni þessar aðgerðir bankanna gegn stefnu Seðlabankans. Tímasetningin á þessum lánum sé ekki sú sem hann hefði kosið. Hann býst þó ekki við að það verði mjög mikil ásókn heimila í lánin í skyndi, enda kosti aðgerðin sjálf nokkuð. Það þurfi að taka lántökugjald, það sé ákveðinn þröskuldur. Hann telur því að þetta muni ekki hafa skjót slæm áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira