Fagnar lækkun vaxta langtímalána 25. ágúst 2004 00:01 Bankastjóri Seðlabankans segir það fagnaðarefni að vextir langtímalána lækki í landinu. Seðlabankinn hyggst þó fylgjast grannt með áhrifunum enda sé viss hætta á aukinni þenslu, viðskiptabankar gætu verið að taka áhættu og Íbúðalánasjóður lent í erfiðleikum. Gengi hlutabréfa í KB banka hefur hækkað um 10 % á tveimur dögum í kjölfar þess að bankinn bauð lán til íbúðakaupa með 4,4 prósenta vöxtum. Samkeppnisaðilar bjóða nú allir samskonar vaxtakjör. Yfirstjórn Seðlabankans ræddi nýjustu sviptingar á vaxtamarkaði á fundi fyrir hádegi og eru fyrstu viðbrögðin jákvæð. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri segist fagna því að sjá hverju samkeppnin getur komið til leiðar. En að sjálfsögðu muni Seðlabankinn fylgjast með og hafa áhyggjur ef einhverjar áhættur eru á ferðinni. Hann segir það fagnaðarefni að einkavæðing bankanna og útrás þeirra skuli nú leiða til lækkunar vaxta á langtímalánum. Enda hafi hann lengi undrast hversu háir vextir hafi verið hér á landi. Seðlabankinn þurfi hins vegar að fylgjast sérstaklega með því hversu mikil ásókn verði í lánin, hvort heimilin auki sína skuldsetningu. Þeir hafi áhyggjur af því að þetta geti leitt til þenslu. Hann segir Seðlabankann einnig ætla að fylgjast vel með bönkunum sjálfum. Athuga verði hvort bankarnir séu að taka áhættu með þessu, og hvort þeir muni geta fjármagnað þetta þannig að þeir hafi af þessu einhvern hag. Þá verði einnig að fylgjast með Íbúðalánasjóði. Eiríkur segir hugsanlegt að ef mikið verði um tilflutninga á lánum frá Íbúðalánasjóði til bankanna að það geti skapað erfiðleika fyrir sjóðinn. Seðlabankinn hefur notað vexti sem stjórntæki og að undanförnu verið að þrýsta þeim upp, það er skammtímavöxtum, til að vinna gegn þenslu. Eíríkur segir að vissulega vinni þessar aðgerðir bankanna gegn stefnu Seðlabankans. Tímasetningin á þessum lánum sé ekki sú sem hann hefði kosið. Hann býst þó ekki við að það verði mjög mikil ásókn heimila í lánin í skyndi, enda kosti aðgerðin sjálf nokkuð. Það þurfi að taka lántökugjald, það sé ákveðinn þröskuldur. Hann telur því að þetta muni ekki hafa skjót slæm áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Bankastjóri Seðlabankans segir það fagnaðarefni að vextir langtímalána lækki í landinu. Seðlabankinn hyggst þó fylgjast grannt með áhrifunum enda sé viss hætta á aukinni þenslu, viðskiptabankar gætu verið að taka áhættu og Íbúðalánasjóður lent í erfiðleikum. Gengi hlutabréfa í KB banka hefur hækkað um 10 % á tveimur dögum í kjölfar þess að bankinn bauð lán til íbúðakaupa með 4,4 prósenta vöxtum. Samkeppnisaðilar bjóða nú allir samskonar vaxtakjör. Yfirstjórn Seðlabankans ræddi nýjustu sviptingar á vaxtamarkaði á fundi fyrir hádegi og eru fyrstu viðbrögðin jákvæð. Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri segist fagna því að sjá hverju samkeppnin getur komið til leiðar. En að sjálfsögðu muni Seðlabankinn fylgjast með og hafa áhyggjur ef einhverjar áhættur eru á ferðinni. Hann segir það fagnaðarefni að einkavæðing bankanna og útrás þeirra skuli nú leiða til lækkunar vaxta á langtímalánum. Enda hafi hann lengi undrast hversu háir vextir hafi verið hér á landi. Seðlabankinn þurfi hins vegar að fylgjast sérstaklega með því hversu mikil ásókn verði í lánin, hvort heimilin auki sína skuldsetningu. Þeir hafi áhyggjur af því að þetta geti leitt til þenslu. Hann segir Seðlabankann einnig ætla að fylgjast vel með bönkunum sjálfum. Athuga verði hvort bankarnir séu að taka áhættu með þessu, og hvort þeir muni geta fjármagnað þetta þannig að þeir hafi af þessu einhvern hag. Þá verði einnig að fylgjast með Íbúðalánasjóði. Eiríkur segir hugsanlegt að ef mikið verði um tilflutninga á lánum frá Íbúðalánasjóði til bankanna að það geti skapað erfiðleika fyrir sjóðinn. Seðlabankinn hefur notað vexti sem stjórntæki og að undanförnu verið að þrýsta þeim upp, það er skammtímavöxtum, til að vinna gegn þenslu. Eíríkur segir að vissulega vinni þessar aðgerðir bankanna gegn stefnu Seðlabankans. Tímasetningin á þessum lánum sé ekki sú sem hann hefði kosið. Hann býst þó ekki við að það verði mjög mikil ásókn heimila í lánin í skyndi, enda kosti aðgerðin sjálf nokkuð. Það þurfi að taka lántökugjald, það sé ákveðinn þröskuldur. Hann telur því að þetta muni ekki hafa skjót slæm áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira