Hefur áhrif á íslenskt efnahagslíf 19. ágúst 2004 00:01 Stöðugt hækkandi olíuverð á heimsmarkaði hefur neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Það bæði dregur úr hagvexti og eykur verðbólgu. Engin verðlækkun er fyrirsjáanleg. Neikvæð áhrif af stanslausum hækkunum á bensín- og olíuverði undanfarin misseri koma eiginlega að neytendum úr öllum áttum. Því miður er engar líkur til þess að verðið lækki á næstunni; þvert á móti má búast við að það hækki yfir fimmtíu dollara fatið, og jafnvel talsvert þar yfir. Heimsmarkaðsverð á olíu er nú komið upp í 48,20 dollara fyrir fatið. Verðið á mörkuðum í Bandaríkjunum hefur hækkað um í kringum þrjátíu prósent frá því í upphafi júlímánaðar. Þetta háa verð er farið að koma illa við efnahagsþróun um allan heim og ekki síður á Íslandi en annars staðar. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir áhrifanna hér á landi gæta í aukinni verðbólgu, auknum viðskiptahalla og hægari hagvexti. Hann segir þessa hækkun bensínverðs bæði koma niður á heimilum og fyrirtækjum. Hvað heimilin varðar er það fyrst og fremst í gegnum kostnað af bensínnotkun en einnig vegna óbeinna áhrifa í gegnum vísitölu neysluverðs, og þá verðtryggð lán, að sögn Ingólfs. Á fyrirtækjamarkaðnum er það fyrst og fremst sjávarútvegs- og flutningafyrirtæki sem verða var við hækkun olíuverðs vegna mikillar notkunar þeirra á olíu, sem og óbeint í gegnum eftirspurn á erlendum og innlendum mörkuðum. Ástæðurnar sem gefnar eru fyrir háu olíuverði eru margvíslegar og breytast eiginlega dag frá degi. Þegar eitt verðhækkunarvandamál er leyst, kemur upp eitthvað annað. Það er talað um ástandið í Írak, stjórnmálaþróun í Venesúela, mikla eftirspurn í Kína, vandamál Yukon-olíurisans í Rússlandi og þar fram eftir götunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Stöðugt hækkandi olíuverð á heimsmarkaði hefur neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Það bæði dregur úr hagvexti og eykur verðbólgu. Engin verðlækkun er fyrirsjáanleg. Neikvæð áhrif af stanslausum hækkunum á bensín- og olíuverði undanfarin misseri koma eiginlega að neytendum úr öllum áttum. Því miður er engar líkur til þess að verðið lækki á næstunni; þvert á móti má búast við að það hækki yfir fimmtíu dollara fatið, og jafnvel talsvert þar yfir. Heimsmarkaðsverð á olíu er nú komið upp í 48,20 dollara fyrir fatið. Verðið á mörkuðum í Bandaríkjunum hefur hækkað um í kringum þrjátíu prósent frá því í upphafi júlímánaðar. Þetta háa verð er farið að koma illa við efnahagsþróun um allan heim og ekki síður á Íslandi en annars staðar. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir áhrifanna hér á landi gæta í aukinni verðbólgu, auknum viðskiptahalla og hægari hagvexti. Hann segir þessa hækkun bensínverðs bæði koma niður á heimilum og fyrirtækjum. Hvað heimilin varðar er það fyrst og fremst í gegnum kostnað af bensínnotkun en einnig vegna óbeinna áhrifa í gegnum vísitölu neysluverðs, og þá verðtryggð lán, að sögn Ingólfs. Á fyrirtækjamarkaðnum er það fyrst og fremst sjávarútvegs- og flutningafyrirtæki sem verða var við hækkun olíuverðs vegna mikillar notkunar þeirra á olíu, sem og óbeint í gegnum eftirspurn á erlendum og innlendum mörkuðum. Ástæðurnar sem gefnar eru fyrir háu olíuverði eru margvíslegar og breytast eiginlega dag frá degi. Þegar eitt verðhækkunarvandamál er leyst, kemur upp eitthvað annað. Það er talað um ástandið í Írak, stjórnmálaþróun í Venesúela, mikla eftirspurn í Kína, vandamál Yukon-olíurisans í Rússlandi og þar fram eftir götunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira