Landsbankinn blæs til sóknar 10. ágúst 2004 00:01 Landsbankinn blæs til sóknar í samkeppninni um viðskipti einstaklinga með því að bjóða upp á nýja leið til að tryggja afkomu fjölskyldunnar lendi hún í áföllum. Fréttastofan kynnti sér þetta útspil bankans í dag en í því felst meðal annars að möguleikar viðbótarlífeyrissparnaðar eru nýttir til fulls. Bankastjórar Landsbankans lýstu yfir áhyggjum af fjárhagslegu öryggi fjölskyldna í landinu þegar þeir kynntu nýjungina fyrir fjölmiðlum í dag. Segja þeir kannanir sýna að einungis lítill hluti landsmanna hafi hugað að því að tryggja með viðundandi hætti afkomu sína komi til áfalla vegna veikinda eða dauðsfalla. Benda bankastjórarnir á að fjárhagslegar skuldbindingar íslenskra fjölskylda séu hátt hlutfall tekna og að fæstir megi af þeim sökum verða við tekjuskerðingu vegna áfalla. Þeirra lausn, og um leið aðferð til að fjölga viðskiptavinum, er að bjóða þeim sem hafa launareikning hjá bankanum upp á líf og sjúkdómatryggingu fyrir litla skerðingu ráðstöfunartekna. Launþegum gefst kostur á að leggja til hliðar í viðbótarlífeyrissparnað allt að sex prósent af tekjum. Hluta af því - eða um það bil eitt prósent - bjóða Landsbankamenn upp á að notaður verði til að kaupa lífeyristryggingu og með því að greiða fasta fjárhæð mánaðarlega, t.a.m. þúsund krónur fyrir einstakling með þrjú hundruð þúsund króna mánaðarlaun, fæst sjúkdómatrygging að auki. Fyrir það fæst trygging fyrir sjötíu prósent launa í sjö ár vegna dauðsfalls, tvö ár vegna veikinda launþegans og sex mánuði vegna veikinda barns. Landsbankinn hefur stækkað um hundrað prósent á síðustu fimmtán mánuðum - þ.e.a.s. jafn mikið og síðustu 118 ár þar á undan. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri segir vöxtinn undanfarna mánuði og misseri einkum hafa verið í verðbréfa- og fyrirtækjaviðskiptum. Sóknin hafi verið hlutfallslega minni á sviði einstaklingsviðskipta og að bankinn hafi í rauninni verið að undirbúa að hefja þá sókn sem hafi hafist í dag með nýju „vörunni“. Myndin er af Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Landsbankinn blæs til sóknar í samkeppninni um viðskipti einstaklinga með því að bjóða upp á nýja leið til að tryggja afkomu fjölskyldunnar lendi hún í áföllum. Fréttastofan kynnti sér þetta útspil bankans í dag en í því felst meðal annars að möguleikar viðbótarlífeyrissparnaðar eru nýttir til fulls. Bankastjórar Landsbankans lýstu yfir áhyggjum af fjárhagslegu öryggi fjölskyldna í landinu þegar þeir kynntu nýjungina fyrir fjölmiðlum í dag. Segja þeir kannanir sýna að einungis lítill hluti landsmanna hafi hugað að því að tryggja með viðundandi hætti afkomu sína komi til áfalla vegna veikinda eða dauðsfalla. Benda bankastjórarnir á að fjárhagslegar skuldbindingar íslenskra fjölskylda séu hátt hlutfall tekna og að fæstir megi af þeim sökum verða við tekjuskerðingu vegna áfalla. Þeirra lausn, og um leið aðferð til að fjölga viðskiptavinum, er að bjóða þeim sem hafa launareikning hjá bankanum upp á líf og sjúkdómatryggingu fyrir litla skerðingu ráðstöfunartekna. Launþegum gefst kostur á að leggja til hliðar í viðbótarlífeyrissparnað allt að sex prósent af tekjum. Hluta af því - eða um það bil eitt prósent - bjóða Landsbankamenn upp á að notaður verði til að kaupa lífeyristryggingu og með því að greiða fasta fjárhæð mánaðarlega, t.a.m. þúsund krónur fyrir einstakling með þrjú hundruð þúsund króna mánaðarlaun, fæst sjúkdómatrygging að auki. Fyrir það fæst trygging fyrir sjötíu prósent launa í sjö ár vegna dauðsfalls, tvö ár vegna veikinda launþegans og sex mánuði vegna veikinda barns. Landsbankinn hefur stækkað um hundrað prósent á síðustu fimmtán mánuðum - þ.e.a.s. jafn mikið og síðustu 118 ár þar á undan. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri segir vöxtinn undanfarna mánuði og misseri einkum hafa verið í verðbréfa- og fyrirtækjaviðskiptum. Sóknin hafi verið hlutfallslega minni á sviði einstaklingsviðskipta og að bankinn hafi í rauninni verið að undirbúa að hefja þá sókn sem hafi hafist í dag með nýju „vörunni“. Myndin er af Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur