Afmarkaðra verðstríð en áður 6. ágúst 2004 00:01 Verðstríð á bensínmarkaði er áberandi á þremur afmörkuðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Í Hafnarfirði, Kópavogi og við Sundahöfn í Reykjavík. Þar er hægt að kaupa lítrann af bensíni á 99,7 til 101,9 krónur. Annars staðar er algengt að verðið sé á bilinu 107,3 til 109 krónur. Ef meðalverð á bensíni allra bensínstöðva er reiknað kemur í ljós að mismunurinn er að jafnaði rúmlega 7 krónur milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Fram að þessu hafa Íslendingar vanist því að í verðstríði hafi verðið lækkað að jafnaði alls staðar á höfuðborgarsvæðinu. Garðbæingar þurfa því að fara annaðhvort í Hafnarfjörð eða Kópavog til að fá ódýrara bensín og Grafarvogsbúar í Sundahöfn. Forsvarsmenn Olíufélaganna og hagsmunasamtaka neytenda eru sammála um að staðan á bensínmarkaði sé breytt frá því sem áður var en menn greinir á um hverjir hagnist á því. Verða neytendur eftir? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir greinilegt að minnstu fyritrækin séu nú verðleiðandi á markaðnum, öfugt við það sem hefur tíðkast hingað til þar sem stærri fyrirtæki ráði verðinu þegar fákeppni ríkir. Hann segist ennfremur "hallast að því að sú viðleitni stærri olíufélaganna að hafa lægsta verðið í grennd við stöðvar Atlantsolíu, en ekki annars staðar, skaði til lengri tíma ímynd fyrirtækjanna á markaðnum því neytendur í dag eru um margt miklu meðvitaðri en áður". Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir greinilegt komin sé hreyfing á markaðinn eftir nokkurra ára stöðnun sem sé mjög ánægjulegt fyrir neytendur, en finnst merkilegt að verðið skuli vera lægst þar sem Atlantsolía og EGO eru með bensínstöðvar sínar, en markaðsverð sé hærra annars staðar. Margir neytendur undrast að olíufélögin geti ekki boðið upp á sama verð á öllum bensínstöðvum sínum og finnst sér jafnvel mismunað. Sumir telja að hátt verð á bensínstöðvum sem standa utan þeirra svæða sem bensínið er ódýrast sé til að greiða niður verðstríð annars staðar. Samkeppni eða mismunun? Hugi Hreiðarsson hjá Atlantsolíu segir að stærri olíufélög nýti sér markaðsráðandi stöðu til að hindra önnur félög til að ná fótfestu á markaði og það brjóti í bága við samkeppnislög. "Við erum nýir á markaði og að reyna að skjóta rótum. Það er sáraeinfalt fyrir stærri fyrirtæki að hindra okkur í að ná fótfestu og auka markaðshlutdeild okkar." Hugi telur auk þess að um beina mismunun á viðskiptavinum sé að ræða þegar olíufélög verðleggi bensínið misjafnlega eftir borgarhlutum. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins ESSO, hafnar ásökunum Huga. "Atlantsolía kærði fyrr á þessu ári Olíufélagið og reyndar fleiri olíudreifingarfyrirtæki fyrir mismunandi verð á eldsneyti. Við höfum svarað þeirri kæru til samkeppnisyfirvalda og í kjölfar þess hefur Atlantsolía dregið til baka kæruna á hendur Olíufélaginu þó þeir virðist viðhalda henni í fjölmiðlum". Um ójafnt verð Olíufélagsins eftir borgarhlutum segir Hjörleifur að "neytendur verða að sjálfsögðu að gera það upp við sig á hverjum tíma hvar þeir fái hagstæðasta verðið miðað við þjónustustig á hverjum stað". Gunnar Skaptason, framkvæmdastjóri Orkunnar, er sammála Hjörleifi. "Þeir sem vilja er frjálst að fara á þá staði sem bensínið er ódýrast og kaupa það þar. Það er engin mismunun." Nýtt viðskiptaumhverfi Hjörleifur Jakobsson hjá ESSO segir markaðsaðstæður á Íslandi hafa breyst og séu nú að komast í takt við það sem gerist erlendis, til dæmis sé þriggja krónu munur á milli svæða í Ósló núna. Ástæða þess að munurinn er meiri á Íslandi segir Hjörleifur vera vegna þess að menn eru að reyna að kaupa sér markaðshlutdeild. "Þess vegna hefur til dæmis fimm til sex króna hækkun á heimsmarkaðsverði á undanförnum átta vikum ekki skilað sér í útsöluverði á staðbundnum svæðum. Þar eltir hver annan. Ég skil vel að þessi mikli munur valdi pirringi en svona verðstríð hafa komið upp áður og munu koma upp aftur en ég held reyndar að þessi munur sé of mikill í dag og að hann muni minnka á næstu vikum," segir Hjörleifur. Bergþóra Karlsdóttir, framkvæmdastjóri EGO, tekur í svipaðan streng. EGO rekur fjórar bensínstöðvar, tvær í Kópavogi og tvær í Reykjavík. Í Kópavogi og Vatnagörðum er bensínverðið með því lægra sem gerist á höfuðborgarsvæðinu en í Fellsmúla kostar bensínlítrinn 107,4 krónur. "Við eins og aðrir bregðumst við aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Þetta er eðli samkeppninnar, menn standa í smá skærum hér og þar um bæ og þeir sem næst eru bregðast við." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Verðstríð á bensínmarkaði er áberandi á þremur afmörkuðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Í Hafnarfirði, Kópavogi og við Sundahöfn í Reykjavík. Þar er hægt að kaupa lítrann af bensíni á 99,7 til 101,9 krónur. Annars staðar er algengt að verðið sé á bilinu 107,3 til 109 krónur. Ef meðalverð á bensíni allra bensínstöðva er reiknað kemur í ljós að mismunurinn er að jafnaði rúmlega 7 krónur milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Fram að þessu hafa Íslendingar vanist því að í verðstríði hafi verðið lækkað að jafnaði alls staðar á höfuðborgarsvæðinu. Garðbæingar þurfa því að fara annaðhvort í Hafnarfjörð eða Kópavog til að fá ódýrara bensín og Grafarvogsbúar í Sundahöfn. Forsvarsmenn Olíufélaganna og hagsmunasamtaka neytenda eru sammála um að staðan á bensínmarkaði sé breytt frá því sem áður var en menn greinir á um hverjir hagnist á því. Verða neytendur eftir? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir greinilegt að minnstu fyritrækin séu nú verðleiðandi á markaðnum, öfugt við það sem hefur tíðkast hingað til þar sem stærri fyrirtæki ráði verðinu þegar fákeppni ríkir. Hann segist ennfremur "hallast að því að sú viðleitni stærri olíufélaganna að hafa lægsta verðið í grennd við stöðvar Atlantsolíu, en ekki annars staðar, skaði til lengri tíma ímynd fyrirtækjanna á markaðnum því neytendur í dag eru um margt miklu meðvitaðri en áður". Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir greinilegt komin sé hreyfing á markaðinn eftir nokkurra ára stöðnun sem sé mjög ánægjulegt fyrir neytendur, en finnst merkilegt að verðið skuli vera lægst þar sem Atlantsolía og EGO eru með bensínstöðvar sínar, en markaðsverð sé hærra annars staðar. Margir neytendur undrast að olíufélögin geti ekki boðið upp á sama verð á öllum bensínstöðvum sínum og finnst sér jafnvel mismunað. Sumir telja að hátt verð á bensínstöðvum sem standa utan þeirra svæða sem bensínið er ódýrast sé til að greiða niður verðstríð annars staðar. Samkeppni eða mismunun? Hugi Hreiðarsson hjá Atlantsolíu segir að stærri olíufélög nýti sér markaðsráðandi stöðu til að hindra önnur félög til að ná fótfestu á markaði og það brjóti í bága við samkeppnislög. "Við erum nýir á markaði og að reyna að skjóta rótum. Það er sáraeinfalt fyrir stærri fyrirtæki að hindra okkur í að ná fótfestu og auka markaðshlutdeild okkar." Hugi telur auk þess að um beina mismunun á viðskiptavinum sé að ræða þegar olíufélög verðleggi bensínið misjafnlega eftir borgarhlutum. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins ESSO, hafnar ásökunum Huga. "Atlantsolía kærði fyrr á þessu ári Olíufélagið og reyndar fleiri olíudreifingarfyrirtæki fyrir mismunandi verð á eldsneyti. Við höfum svarað þeirri kæru til samkeppnisyfirvalda og í kjölfar þess hefur Atlantsolía dregið til baka kæruna á hendur Olíufélaginu þó þeir virðist viðhalda henni í fjölmiðlum". Um ójafnt verð Olíufélagsins eftir borgarhlutum segir Hjörleifur að "neytendur verða að sjálfsögðu að gera það upp við sig á hverjum tíma hvar þeir fái hagstæðasta verðið miðað við þjónustustig á hverjum stað". Gunnar Skaptason, framkvæmdastjóri Orkunnar, er sammála Hjörleifi. "Þeir sem vilja er frjálst að fara á þá staði sem bensínið er ódýrast og kaupa það þar. Það er engin mismunun." Nýtt viðskiptaumhverfi Hjörleifur Jakobsson hjá ESSO segir markaðsaðstæður á Íslandi hafa breyst og séu nú að komast í takt við það sem gerist erlendis, til dæmis sé þriggja krónu munur á milli svæða í Ósló núna. Ástæða þess að munurinn er meiri á Íslandi segir Hjörleifur vera vegna þess að menn eru að reyna að kaupa sér markaðshlutdeild. "Þess vegna hefur til dæmis fimm til sex króna hækkun á heimsmarkaðsverði á undanförnum átta vikum ekki skilað sér í útsöluverði á staðbundnum svæðum. Þar eltir hver annan. Ég skil vel að þessi mikli munur valdi pirringi en svona verðstríð hafa komið upp áður og munu koma upp aftur en ég held reyndar að þessi munur sé of mikill í dag og að hann muni minnka á næstu vikum," segir Hjörleifur. Bergþóra Karlsdóttir, framkvæmdastjóri EGO, tekur í svipaðan streng. EGO rekur fjórar bensínstöðvar, tvær í Kópavogi og tvær í Reykjavík. Í Kópavogi og Vatnagörðum er bensínverðið með því lægra sem gerist á höfuðborgarsvæðinu en í Fellsmúla kostar bensínlítrinn 107,4 krónur. "Við eins og aðrir bregðumst við aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Þetta er eðli samkeppninnar, menn standa í smá skærum hér og þar um bæ og þeir sem næst eru bregðast við."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira