Erlent

Vann 2,5 milljarða í lottóinu

Stærsta lottóvinningi í Bretlandi og á Írlandi fyrr eða síðar var úthlutað í borginni Belfast á Norður-Írlandi í dag. Vinningsupphæðin var tveir og hálfur milljarður íslenskra króna og féll hann í hlut 58 ára gamallar konu sem er gift og á tvær uppkomnar dætur. Íris Jeffrey, sem er krabbameinssjúklingur, mætti á blaðamannafund ásamt dætrum sínum í morgun og svaraði spurningum blaðamanna. Íris segist ætla að byrja á því að kaupa sé nýja þvottavél fyrir peningana. Myndin var tekin af hinni heppnu Írisi Jeffrey á blaðamannafundinum í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×