Stærsta hlutafjárútboð Íslands 28. júlí 2004 00:01 Sala á hlutafé fyrir 40 milljarða í KB banka hefst í dag. Þetta er langstærsta hlutafjárútboð á íslenskum markaði frá upphafi. Yfir 36 þúsund hluthafar sem áttu hlut í í KB banka þann 5. júlí hafa forkaupsrétt að hlutum í bankanum. Gengið í útboðinu er 360 krónur á hlut, en gengi bankans á markaði hefur verið á milli fimmtán og tuttugu prósent hærra á markaði. Þetta þýðir í raun að bréfin eru seld með afslætti miðað við mat markaðarins og hluthafar fá samstundis góða ávöxtun á kaup haldist gengið óbreytt. Ráðgjöf fjármálafyrirtækja til viðskiptavina er sú að hluthafar eigi að taka þátt í útboðinu. Miðað við þetta verður að teljast líklegt að forkaupsrétthafar kaupi allt sem er í boði í útboðinu. "Við erum tiltölulega bjartsýn á útboðið," segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka. Hlutafjáraukningin er til þess að fjármagna kaupin á danska FIH-bankanum sem KB banki tryggði sér kaup á fyrir skemmstu. Þá liggur fyrir heimild til að auka hlutafé um 40 milljarða að markaðsvirði í viðbót. Hluthafar hafa afsalað sér forkaupsrétti að þeim hluta. KB banki á fimmtungshlut í breska bankanum Singer and Friedlander. Bankinn er metinn á um 50 milljarða króna. Sigurður verst allra frétta af því hvort yfirtaka sé í farvatninu. Á markaðnum er hún talinn markmið bankans. KB banki er skráður í sænsku kauphöllinni. Lítill hluti hlutafjár bankans er á sænska markaðnum. Umræða um bankann er mun jákvæðari í Svíþjóð en hún var í upphafi og hugsanlegt að tækifæri kunni að myndast á að auka fjölda hluta á sænska markaðnum. Sigurður gefur ekkert út á framhaldið. "Viðhorfið til bankans í Svíþjóð er ágætt í dag. Það er margbúið að sannast að umfjöllun um bankann í Svíþjóð á sínum tíma var af annarlegum hvötum." Þegar útboðið hefst munu allar nýjustu upplýsingar um rekstur bankans liggja fyrir því uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins verður birt í dag. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Sala á hlutafé fyrir 40 milljarða í KB banka hefst í dag. Þetta er langstærsta hlutafjárútboð á íslenskum markaði frá upphafi. Yfir 36 þúsund hluthafar sem áttu hlut í í KB banka þann 5. júlí hafa forkaupsrétt að hlutum í bankanum. Gengið í útboðinu er 360 krónur á hlut, en gengi bankans á markaði hefur verið á milli fimmtán og tuttugu prósent hærra á markaði. Þetta þýðir í raun að bréfin eru seld með afslætti miðað við mat markaðarins og hluthafar fá samstundis góða ávöxtun á kaup haldist gengið óbreytt. Ráðgjöf fjármálafyrirtækja til viðskiptavina er sú að hluthafar eigi að taka þátt í útboðinu. Miðað við þetta verður að teljast líklegt að forkaupsrétthafar kaupi allt sem er í boði í útboðinu. "Við erum tiltölulega bjartsýn á útboðið," segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka. Hlutafjáraukningin er til þess að fjármagna kaupin á danska FIH-bankanum sem KB banki tryggði sér kaup á fyrir skemmstu. Þá liggur fyrir heimild til að auka hlutafé um 40 milljarða að markaðsvirði í viðbót. Hluthafar hafa afsalað sér forkaupsrétti að þeim hluta. KB banki á fimmtungshlut í breska bankanum Singer and Friedlander. Bankinn er metinn á um 50 milljarða króna. Sigurður verst allra frétta af því hvort yfirtaka sé í farvatninu. Á markaðnum er hún talinn markmið bankans. KB banki er skráður í sænsku kauphöllinni. Lítill hluti hlutafjár bankans er á sænska markaðnum. Umræða um bankann er mun jákvæðari í Svíþjóð en hún var í upphafi og hugsanlegt að tækifæri kunni að myndast á að auka fjölda hluta á sænska markaðnum. Sigurður gefur ekkert út á framhaldið. "Viðhorfið til bankans í Svíþjóð er ágætt í dag. Það er margbúið að sannast að umfjöllun um bankann í Svíþjóð á sínum tíma var af annarlegum hvötum." Þegar útboðið hefst munu allar nýjustu upplýsingar um rekstur bankans liggja fyrir því uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins verður birt í dag.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur