Agaður og ber velgengni vel 2. júlí 2004 00:01 Maður vikunnar - Arnaldur Indriðason, rithöfundur. Alltaf er ánægjulegt þegar vel gengur hjá Íslendingum í útlöndum. Dæmi um mann sem slegið hefur rækilega í gegn er spennusagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason. Hann er tvímælalaust einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og glæpasögur hans svo mikið lesnar að til undantekningar heyrir ef bækur hans eru ekki á metsölulistum bókabúða hér. Núna hefur St. Martins Press í Bandaríkjunum keypt útgáfurétt tveggja bóka Arnaldar, Mýrinnar og Grafarþagnar, en þær eru þegar orðnar metsölubækur í Evrópu. Það þykir hins vegar sæta tíðindum að hafa vakið áhuga bandarískra bókaútgáfa því löngum hefur þótt erfitt að koma þýðingum á framfæri í Bandaríkjunum, hvað þá þýddum glæpasögum, því þar er löng hefð fyrir slíkum skrifum og mikið framboð innlendra höfunda. Arnaldur hefur skrifað sjö skáldsögur og vinnur þessa dagana að þeirri áttundu. Bækur hans hafa verið seldar til 19 landa og fimm heimsálfa, ef Bandaríkin eru talin með. Hér heima hafa bækurnar selst gífurlega vel. Fyrsta upplag bæði Bettýar fyrir jólin í fyrra og Raddarinnar árið áður var 10 þúsund eintök, en fyrsta prentun í slíku magni var fáheyrð fyrir þann tíma. Bækurnar tvær sem nú á að gefa út í Bandaríkjunum hafa selst í þrjú hundruð þúsund eintökum í Þýskalandi. Því hefur verið haldið fram að fáir íslenskir rithöfundar hefðu þolað jafn vel þá miklu velgengni sem Arnaldur Indriðason hefur notið með ritverk sín. Arnaldur er hæglætur maður, jafnvel feiminn. Ekki er sagt vera til í honum stærilæti eða mont og hefur hann haldið sér fyrir utan þær klíkur sem myndast hafa í bókmenntaheiminum hér heima. Til marks um það er að hann hefur heldur viljað halda sér fyrir utan sviðsljós fjölmiðla. Þá er í hópi rithöfunda nokkur virðing borin fyrir Arnaldi fyrir hversu vel honum hefur gengið og jafnvel talað um að sérstakt sé hvernig hann á sér enga óvildarmenn innan stéttarinnar, þrátt fyrir velgengnina. Ef til vill á það þó rót sína í því að hingað til hefur verið litið á glæpasögur sem sérdeild bókmennta og öðrum rithöfundum hér því e.t.v. ekki þótt sér standa ógn af Arnaldi, sem þó er óumdeilanlega "alvöru" rithöfundur. Hann stundar afar öguð vinnubrögð, sest niður við vinnu sína að morgni og skilar sínu dagsverki við skrifin. Arnaldur er sagður vera jarðbundinn maður sem komist hefur þangað sem hann er með mikilli elju og með því að virkja hæfileika sína af miklum aga. Arnaldur Indriðason er 43 ára gamall, fæddur og búsettur í Reykjavík, sonur Indriða G. Þorsteinssonar rithöfundar og Þórunnar Ólafar Friðriksdóttur húsmóður. Hann er giftur og á þrjú börn. Arnaldur útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1981 og lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Arnaldur vann um skeið sem blaðamaður á Morgunblaðinu eftir útskrift úr menntaskóla og síðar sem kvikmyndagagnrýnandi blaðsins, árin 1986 til 2001. Auk skáldsöguskrifanna hefur Arnaldur unnið útvarpsleikrit upp úr þremur þeirra sem flutt voru í Ríkisútvarpinu. Þá er hann margverðlaunaður fyrir skrif sín, hefur meðal annars tvisvar hlotið Glerlykilinn, norrænu glæpasagnaverðlaunin. Fyrst fyrir Mýrina árið 2002 og svo aftur fyrir Grafarþögn í fyrra. Þá hefur Arnaldur hlotið styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands til að skrifa handrit upp úr bókunum Dauðarósum og Napóleonsskjölunum. Í burðarliðnum er einnig kvikmyndun á Mýrinni í leikstjórn Baltasars Kormáks. Verið er að leggja lokahönd á fjármögnun kvikmyndarinnar og líður að því að farið verði að skipa í hlutverk og standa vonir til að hægt verði að taka myndina upp í byrjun næsta árs. Þessa dagana er Arnaldur að leggja lokahönd á áttundu skáldsögu sína sem koma á út fyrir jólin. Vinnuheiti bókarinnar er Kleifarvatn og söguhetjurnar aðdáendum að góðu kunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Maður vikunnar - Arnaldur Indriðason, rithöfundur. Alltaf er ánægjulegt þegar vel gengur hjá Íslendingum í útlöndum. Dæmi um mann sem slegið hefur rækilega í gegn er spennusagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason. Hann er tvímælalaust einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og glæpasögur hans svo mikið lesnar að til undantekningar heyrir ef bækur hans eru ekki á metsölulistum bókabúða hér. Núna hefur St. Martins Press í Bandaríkjunum keypt útgáfurétt tveggja bóka Arnaldar, Mýrinnar og Grafarþagnar, en þær eru þegar orðnar metsölubækur í Evrópu. Það þykir hins vegar sæta tíðindum að hafa vakið áhuga bandarískra bókaútgáfa því löngum hefur þótt erfitt að koma þýðingum á framfæri í Bandaríkjunum, hvað þá þýddum glæpasögum, því þar er löng hefð fyrir slíkum skrifum og mikið framboð innlendra höfunda. Arnaldur hefur skrifað sjö skáldsögur og vinnur þessa dagana að þeirri áttundu. Bækur hans hafa verið seldar til 19 landa og fimm heimsálfa, ef Bandaríkin eru talin með. Hér heima hafa bækurnar selst gífurlega vel. Fyrsta upplag bæði Bettýar fyrir jólin í fyrra og Raddarinnar árið áður var 10 þúsund eintök, en fyrsta prentun í slíku magni var fáheyrð fyrir þann tíma. Bækurnar tvær sem nú á að gefa út í Bandaríkjunum hafa selst í þrjú hundruð þúsund eintökum í Þýskalandi. Því hefur verið haldið fram að fáir íslenskir rithöfundar hefðu þolað jafn vel þá miklu velgengni sem Arnaldur Indriðason hefur notið með ritverk sín. Arnaldur er hæglætur maður, jafnvel feiminn. Ekki er sagt vera til í honum stærilæti eða mont og hefur hann haldið sér fyrir utan þær klíkur sem myndast hafa í bókmenntaheiminum hér heima. Til marks um það er að hann hefur heldur viljað halda sér fyrir utan sviðsljós fjölmiðla. Þá er í hópi rithöfunda nokkur virðing borin fyrir Arnaldi fyrir hversu vel honum hefur gengið og jafnvel talað um að sérstakt sé hvernig hann á sér enga óvildarmenn innan stéttarinnar, þrátt fyrir velgengnina. Ef til vill á það þó rót sína í því að hingað til hefur verið litið á glæpasögur sem sérdeild bókmennta og öðrum rithöfundum hér því e.t.v. ekki þótt sér standa ógn af Arnaldi, sem þó er óumdeilanlega "alvöru" rithöfundur. Hann stundar afar öguð vinnubrögð, sest niður við vinnu sína að morgni og skilar sínu dagsverki við skrifin. Arnaldur er sagður vera jarðbundinn maður sem komist hefur þangað sem hann er með mikilli elju og með því að virkja hæfileika sína af miklum aga. Arnaldur Indriðason er 43 ára gamall, fæddur og búsettur í Reykjavík, sonur Indriða G. Þorsteinssonar rithöfundar og Þórunnar Ólafar Friðriksdóttur húsmóður. Hann er giftur og á þrjú börn. Arnaldur útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1981 og lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Arnaldur vann um skeið sem blaðamaður á Morgunblaðinu eftir útskrift úr menntaskóla og síðar sem kvikmyndagagnrýnandi blaðsins, árin 1986 til 2001. Auk skáldsöguskrifanna hefur Arnaldur unnið útvarpsleikrit upp úr þremur þeirra sem flutt voru í Ríkisútvarpinu. Þá er hann margverðlaunaður fyrir skrif sín, hefur meðal annars tvisvar hlotið Glerlykilinn, norrænu glæpasagnaverðlaunin. Fyrst fyrir Mýrina árið 2002 og svo aftur fyrir Grafarþögn í fyrra. Þá hefur Arnaldur hlotið styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands til að skrifa handrit upp úr bókunum Dauðarósum og Napóleonsskjölunum. Í burðarliðnum er einnig kvikmyndun á Mýrinni í leikstjórn Baltasars Kormáks. Verið er að leggja lokahönd á fjármögnun kvikmyndarinnar og líður að því að farið verði að skipa í hlutverk og standa vonir til að hægt verði að taka myndina upp í byrjun næsta árs. Þessa dagana er Arnaldur að leggja lokahönd á áttundu skáldsögu sína sem koma á út fyrir jólin. Vinnuheiti bókarinnar er Kleifarvatn og söguhetjurnar aðdáendum að góðu kunnar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar