Þeir stálu kosningarétti mínum 2. júlí 2004 00:01 Bréf til blaðsins - Elín G. Ólafsdóttir kennari skrifar um atburðarás hannaða af körlum. Sem kvenfrelsis- og baráttukona til áratuga - áhugasöm um flest er lýtur að kjara- og þjóðmálapólitík hef ég hingað til nýtt rétt minn til að láta skoðun mína í ljósi og kjósa um það sem að höndum ber í samfélaginu. Ég fór á kjörstað 26. júní - ætlaði að taka þátt. Þegar til kom treysti ég mér ekki til að láta stríðandi fylkingum eftir að túlka gjörðir mínar eftir sínu höfði. Ég bakkaði úr stæðinu og fór heim á suðumarki, öskuill yfir því að ráðakarlar skyldu fá að ganga svo langt í refskákinni að mér og mörgum fleiri var fyrirmunað að kjósa. Einu gilti hvað ég gerði, allt yrði það á forsendum stríðandi afla. Strákaskríbentar fjölmiðla tækju síðan að troða sínum skýringum upp á þjóðina. Ég var klemmd inni í horni, alls varnað. Karlaskammirnar stálu kosningarétti mínum. Til að taka af skarið um örfá atriði: Ég er hlynnt því að almenningur fái að kjósa um lög er varða þjóðarheill. Ég hef alltaf verið á móti óeðlilegri samþjöppun valds, sem hér hefur viðgengist svo langt sem ég man, sbr. t.d. skipafélag sem á ráðandi hlut í flugfélagi og hefur jafnframt lagt flutninga á þjóðvegum undir sig. Einokun og fákeppni eru af hinu vonda fyrir almenning. Ég er hins vegar afar ósátt við offorsið, þær ögranir og hótanir sem dunið hafa á mér o.fl. frá "hinu háa Alþingi", að ég ekki tali um frelsisfrekju þings hvað eiginhagsmuni þeirra sem þar sitja varðar (sbr, eftirlaunalögin) og yfirganginn gagnvart gömlum, veikum og öryrkjum. Almenningur á rétt á að fá að segja sitt álit á mikilvægri lagasetningu. Um þjóðaratkvæði á ekki að tala líkt og vá sé fyrir dyrum ef sauðsvartur almúginn fær orðið "milli mála", þ.e. milli Alþingis- og sveitarstjórnarkosninga. Karlar - sérílagi eru sífellt að hanna atburðarás sem þeir troða okkur hinum inn í á sínum forsendum. Síðan bíta þeir höfuðið af skömminni með því að skilgreina atburðarásina, hugsanir okkar hinna og gjörðir eftir einföldu hugarkerfi eigin yfirgangs og frekju - og auðvitað sér í hag. Sem kvenfrelsiskona þoli ég þetta ekki. Það var vegna þessa sem ég tók ekki þátt í þessum leiðu kosningum - þessu þvingaða leikriti sem karlar beggja arma skýra sér í hag, eða skýra út í hött, sbr. hve hrærður forsetinn er og hversu lítið er gert úr slakri þátttöku í kosningunum. Við teljum okkur vita nokk um ástæður auðu seðlanna en slök þátttaka í kosningum í lýðræðiþjóðfélagi er ekki einfalt mál. Slök þátttaka í kosningum er oftast merki um óánægju eða uppgjöf á valdhöfum. Það er lýðræðinu hættulegt. Ég skrifa þessi orð uppgefin á karlaslagnum og uppgefin á karlaskýringum, uppgefin á karlkyns "álitsgjöfum", körlunum sem sífellt taka orðið en hjakka í sama farinu og líta á allt út frá ferköntuðum reynsluheimi karla. Það var hvorki sökum leti, tómleika í hjarta, né skoðana- eða áhugaleysis sem ég treysti mér ekki til að taka þátt í þessum kosningum. Ég hugsaði þegar til kom einfaldlega eins og konan í leikritinu: "Ég er hætt, farin, ég nenni ekki að vera með í svona leiðinlegu leikriti." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Bréf til blaðsins - Elín G. Ólafsdóttir kennari skrifar um atburðarás hannaða af körlum. Sem kvenfrelsis- og baráttukona til áratuga - áhugasöm um flest er lýtur að kjara- og þjóðmálapólitík hef ég hingað til nýtt rétt minn til að láta skoðun mína í ljósi og kjósa um það sem að höndum ber í samfélaginu. Ég fór á kjörstað 26. júní - ætlaði að taka þátt. Þegar til kom treysti ég mér ekki til að láta stríðandi fylkingum eftir að túlka gjörðir mínar eftir sínu höfði. Ég bakkaði úr stæðinu og fór heim á suðumarki, öskuill yfir því að ráðakarlar skyldu fá að ganga svo langt í refskákinni að mér og mörgum fleiri var fyrirmunað að kjósa. Einu gilti hvað ég gerði, allt yrði það á forsendum stríðandi afla. Strákaskríbentar fjölmiðla tækju síðan að troða sínum skýringum upp á þjóðina. Ég var klemmd inni í horni, alls varnað. Karlaskammirnar stálu kosningarétti mínum. Til að taka af skarið um örfá atriði: Ég er hlynnt því að almenningur fái að kjósa um lög er varða þjóðarheill. Ég hef alltaf verið á móti óeðlilegri samþjöppun valds, sem hér hefur viðgengist svo langt sem ég man, sbr. t.d. skipafélag sem á ráðandi hlut í flugfélagi og hefur jafnframt lagt flutninga á þjóðvegum undir sig. Einokun og fákeppni eru af hinu vonda fyrir almenning. Ég er hins vegar afar ósátt við offorsið, þær ögranir og hótanir sem dunið hafa á mér o.fl. frá "hinu háa Alþingi", að ég ekki tali um frelsisfrekju þings hvað eiginhagsmuni þeirra sem þar sitja varðar (sbr, eftirlaunalögin) og yfirganginn gagnvart gömlum, veikum og öryrkjum. Almenningur á rétt á að fá að segja sitt álit á mikilvægri lagasetningu. Um þjóðaratkvæði á ekki að tala líkt og vá sé fyrir dyrum ef sauðsvartur almúginn fær orðið "milli mála", þ.e. milli Alþingis- og sveitarstjórnarkosninga. Karlar - sérílagi eru sífellt að hanna atburðarás sem þeir troða okkur hinum inn í á sínum forsendum. Síðan bíta þeir höfuðið af skömminni með því að skilgreina atburðarásina, hugsanir okkar hinna og gjörðir eftir einföldu hugarkerfi eigin yfirgangs og frekju - og auðvitað sér í hag. Sem kvenfrelsiskona þoli ég þetta ekki. Það var vegna þessa sem ég tók ekki þátt í þessum leiðu kosningum - þessu þvingaða leikriti sem karlar beggja arma skýra sér í hag, eða skýra út í hött, sbr. hve hrærður forsetinn er og hversu lítið er gert úr slakri þátttöku í kosningunum. Við teljum okkur vita nokk um ástæður auðu seðlanna en slök þátttaka í kosningum í lýðræðiþjóðfélagi er ekki einfalt mál. Slök þátttaka í kosningum er oftast merki um óánægju eða uppgjöf á valdhöfum. Það er lýðræðinu hættulegt. Ég skrifa þessi orð uppgefin á karlaslagnum og uppgefin á karlaskýringum, uppgefin á karlkyns "álitsgjöfum", körlunum sem sífellt taka orðið en hjakka í sama farinu og líta á allt út frá ferköntuðum reynsluheimi karla. Það var hvorki sökum leti, tómleika í hjarta, né skoðana- eða áhugaleysis sem ég treysti mér ekki til að taka þátt í þessum kosningum. Ég hugsaði þegar til kom einfaldlega eins og konan í leikritinu: "Ég er hætt, farin, ég nenni ekki að vera með í svona leiðinlegu leikriti."
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun