Þeir stálu kosningarétti mínum 2. júlí 2004 00:01 Bréf til blaðsins - Elín G. Ólafsdóttir kennari skrifar um atburðarás hannaða af körlum. Sem kvenfrelsis- og baráttukona til áratuga - áhugasöm um flest er lýtur að kjara- og þjóðmálapólitík hef ég hingað til nýtt rétt minn til að láta skoðun mína í ljósi og kjósa um það sem að höndum ber í samfélaginu. Ég fór á kjörstað 26. júní - ætlaði að taka þátt. Þegar til kom treysti ég mér ekki til að láta stríðandi fylkingum eftir að túlka gjörðir mínar eftir sínu höfði. Ég bakkaði úr stæðinu og fór heim á suðumarki, öskuill yfir því að ráðakarlar skyldu fá að ganga svo langt í refskákinni að mér og mörgum fleiri var fyrirmunað að kjósa. Einu gilti hvað ég gerði, allt yrði það á forsendum stríðandi afla. Strákaskríbentar fjölmiðla tækju síðan að troða sínum skýringum upp á þjóðina. Ég var klemmd inni í horni, alls varnað. Karlaskammirnar stálu kosningarétti mínum. Til að taka af skarið um örfá atriði: Ég er hlynnt því að almenningur fái að kjósa um lög er varða þjóðarheill. Ég hef alltaf verið á móti óeðlilegri samþjöppun valds, sem hér hefur viðgengist svo langt sem ég man, sbr. t.d. skipafélag sem á ráðandi hlut í flugfélagi og hefur jafnframt lagt flutninga á þjóðvegum undir sig. Einokun og fákeppni eru af hinu vonda fyrir almenning. Ég er hins vegar afar ósátt við offorsið, þær ögranir og hótanir sem dunið hafa á mér o.fl. frá "hinu háa Alþingi", að ég ekki tali um frelsisfrekju þings hvað eiginhagsmuni þeirra sem þar sitja varðar (sbr, eftirlaunalögin) og yfirganginn gagnvart gömlum, veikum og öryrkjum. Almenningur á rétt á að fá að segja sitt álit á mikilvægri lagasetningu. Um þjóðaratkvæði á ekki að tala líkt og vá sé fyrir dyrum ef sauðsvartur almúginn fær orðið "milli mála", þ.e. milli Alþingis- og sveitarstjórnarkosninga. Karlar - sérílagi eru sífellt að hanna atburðarás sem þeir troða okkur hinum inn í á sínum forsendum. Síðan bíta þeir höfuðið af skömminni með því að skilgreina atburðarásina, hugsanir okkar hinna og gjörðir eftir einföldu hugarkerfi eigin yfirgangs og frekju - og auðvitað sér í hag. Sem kvenfrelsiskona þoli ég þetta ekki. Það var vegna þessa sem ég tók ekki þátt í þessum leiðu kosningum - þessu þvingaða leikriti sem karlar beggja arma skýra sér í hag, eða skýra út í hött, sbr. hve hrærður forsetinn er og hversu lítið er gert úr slakri þátttöku í kosningunum. Við teljum okkur vita nokk um ástæður auðu seðlanna en slök þátttaka í kosningum í lýðræðiþjóðfélagi er ekki einfalt mál. Slök þátttaka í kosningum er oftast merki um óánægju eða uppgjöf á valdhöfum. Það er lýðræðinu hættulegt. Ég skrifa þessi orð uppgefin á karlaslagnum og uppgefin á karlaskýringum, uppgefin á karlkyns "álitsgjöfum", körlunum sem sífellt taka orðið en hjakka í sama farinu og líta á allt út frá ferköntuðum reynsluheimi karla. Það var hvorki sökum leti, tómleika í hjarta, né skoðana- eða áhugaleysis sem ég treysti mér ekki til að taka þátt í þessum kosningum. Ég hugsaði þegar til kom einfaldlega eins og konan í leikritinu: "Ég er hætt, farin, ég nenni ekki að vera með í svona leiðinlegu leikriti." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Bréf til blaðsins - Elín G. Ólafsdóttir kennari skrifar um atburðarás hannaða af körlum. Sem kvenfrelsis- og baráttukona til áratuga - áhugasöm um flest er lýtur að kjara- og þjóðmálapólitík hef ég hingað til nýtt rétt minn til að láta skoðun mína í ljósi og kjósa um það sem að höndum ber í samfélaginu. Ég fór á kjörstað 26. júní - ætlaði að taka þátt. Þegar til kom treysti ég mér ekki til að láta stríðandi fylkingum eftir að túlka gjörðir mínar eftir sínu höfði. Ég bakkaði úr stæðinu og fór heim á suðumarki, öskuill yfir því að ráðakarlar skyldu fá að ganga svo langt í refskákinni að mér og mörgum fleiri var fyrirmunað að kjósa. Einu gilti hvað ég gerði, allt yrði það á forsendum stríðandi afla. Strákaskríbentar fjölmiðla tækju síðan að troða sínum skýringum upp á þjóðina. Ég var klemmd inni í horni, alls varnað. Karlaskammirnar stálu kosningarétti mínum. Til að taka af skarið um örfá atriði: Ég er hlynnt því að almenningur fái að kjósa um lög er varða þjóðarheill. Ég hef alltaf verið á móti óeðlilegri samþjöppun valds, sem hér hefur viðgengist svo langt sem ég man, sbr. t.d. skipafélag sem á ráðandi hlut í flugfélagi og hefur jafnframt lagt flutninga á þjóðvegum undir sig. Einokun og fákeppni eru af hinu vonda fyrir almenning. Ég er hins vegar afar ósátt við offorsið, þær ögranir og hótanir sem dunið hafa á mér o.fl. frá "hinu háa Alþingi", að ég ekki tali um frelsisfrekju þings hvað eiginhagsmuni þeirra sem þar sitja varðar (sbr, eftirlaunalögin) og yfirganginn gagnvart gömlum, veikum og öryrkjum. Almenningur á rétt á að fá að segja sitt álit á mikilvægri lagasetningu. Um þjóðaratkvæði á ekki að tala líkt og vá sé fyrir dyrum ef sauðsvartur almúginn fær orðið "milli mála", þ.e. milli Alþingis- og sveitarstjórnarkosninga. Karlar - sérílagi eru sífellt að hanna atburðarás sem þeir troða okkur hinum inn í á sínum forsendum. Síðan bíta þeir höfuðið af skömminni með því að skilgreina atburðarásina, hugsanir okkar hinna og gjörðir eftir einföldu hugarkerfi eigin yfirgangs og frekju - og auðvitað sér í hag. Sem kvenfrelsiskona þoli ég þetta ekki. Það var vegna þessa sem ég tók ekki þátt í þessum leiðu kosningum - þessu þvingaða leikriti sem karlar beggja arma skýra sér í hag, eða skýra út í hött, sbr. hve hrærður forsetinn er og hversu lítið er gert úr slakri þátttöku í kosningunum. Við teljum okkur vita nokk um ástæður auðu seðlanna en slök þátttaka í kosningum í lýðræðiþjóðfélagi er ekki einfalt mál. Slök þátttaka í kosningum er oftast merki um óánægju eða uppgjöf á valdhöfum. Það er lýðræðinu hættulegt. Ég skrifa þessi orð uppgefin á karlaslagnum og uppgefin á karlaskýringum, uppgefin á karlkyns "álitsgjöfum", körlunum sem sífellt taka orðið en hjakka í sama farinu og líta á allt út frá ferköntuðum reynsluheimi karla. Það var hvorki sökum leti, tómleika í hjarta, né skoðana- eða áhugaleysis sem ég treysti mér ekki til að taka þátt í þessum kosningum. Ég hugsaði þegar til kom einfaldlega eins og konan í leikritinu: "Ég er hætt, farin, ég nenni ekki að vera með í svona leiðinlegu leikriti."
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun