Nýjar áherzlur í utanríkismálin 30. júní 2004 00:01 Utanríkismál - Gunnar Örn Örlygsson, alþingismaður Frjálslynda flokksins. Í hartnær áratug hef ég starfað við útflutning á sjávarafurðum. Á þessum tíma hef ég aldrei notið stuðnings frá konsúlum né sendiherrum okkar Íslendinga við öflun viðskiptatengsla eða úrvinnslu erfiðra mála sem jafnan geta fylgt flóknum millilandaviðskiptum. Íslensk nýsköpun á undir högg að sækja. Íslenskur iðnaður fær ekki þann öfluga stuðning sem t.d. iðnfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eiga vísan á sínum slóðum. Ég vil hvorki, né ætla mér, að kasta rýrð á utanríkisráðuneytið eða þá fjölmörgu embættismenn sem þar starfa. bæði hér heima og ytra. Heldur vil ég leyfa mér að gagnrýna og koma um leið á framfæri ákveðnum hugmyndum sem ég tel skynsamlegar og í alla staði í takt við nútímann og þær þörfu breytingar sem íslensk þjóð stendur frammi fyrir í dag á tímum alþjóðahnattvæðingar. Ég get með engu móti skilið þá hugsun íslenskra ráðamanna að fjárfesta í sendiráðsbyggingum erlendis sem kosta þjóðarbúið og skattborgara í sumum tilfellum upp undir 1000 milljónir íslenskra króna fyrir einstök ráðuneyti. Einnig tel ég embættisráðningar vera gamaldags og úr sér gengnar. Sumir hafa gengið svo langt að kalla sendiráðin okkar elliheimili fyrir úr sér gengna pólitíkusa. Á örfáum árum hefur ráðuneyti utanríkismála tvöfaldast ef ekki þrefaldast í rekstrarkostnaði, eða frá tveim til þrem milljörðum króna árið 1996, upp í tæpa sex milljarða króna á ári nú nokkrum árum síðar. Íslenskur almenningur stendur víðsfjarri þeim verkum sem konsúlar og sendiherrar þjóðarinnar standa fyrir. Sem skattborgari vil ég fá upplýsingar um störf þessara embættismanna. Hverju hafa þeir áorkað í störfum sínum á síðustu misserum og hvernig er starfi þeirra háttað? Nýjar hugmyndir kalla á breytingar. Uppstokkun í húsnæðismálum utanríkisráðuneytisins ytra er nauðsynleg. Við verðum að fara gætilega með fé okkar litlu þjóðar. Þá er brýnt að markaðsfólk fái tækifæri í þessar stöður. Fjölmargir hæfir Íslendingar með menntun í alþjóðaviðskiptum, alþjóðahagfræði, almannatengslum og öðrum öflugum greinum gætu sannarlega komið miklu í verk fyrir íslenskan iðnað, íslenska nýsköpun og almenna öfluga kynningu fyrir bæði land og þjóð. Slíkir einstaklingar myndu skila af sér góðu dagsverki en ekki líta á ráðningu sína sem áralanga afslöppun á svimandi háum launum í fínu umhverfi á síðustu metrum starfsævi sinnar. Sækja þyrfti vörusýningar heim, vinna af dugnaði með íslenskum fyrirtækja- og félagasamtökum og síðast en ekki síst gera grein fyrir starfi sínu og árangri fyrir íslenska þjóð með jöfnu millibili. Sem aðildarríki að NATO, sem að mörgum er talið vera fyrst og fremst viðskiptabandalag frekar en varnarbandalag, er nauðsynlegt að ná fram öflugum verkefnum fyrir íslenska þjóð. Tækifærin eru til staðar. Til að mynda væri spennandi fyrir íslensk stjórnvöld að ná fram öflugum viðhaldsverkefnum á flugvélakosti NATO hér á Íslandi. Eins og alþjóð er kunnugt um þá eru herflugvélar Bandaríkjamanna á leið úr landi. Líta verður á slíkar breytingar sem tækifæri en ekki ógn. Í stað þess að þráast við í sífellu verða ráðamenn að bretta upp ermar og nýta þann öfluga húsakost sem eftir stendur til uppbyggingar á öflugum iðnaði, til dæmis við innflutning á flugvélahlutum til samsetningar og viðhalds hér heima. Íslenskir flugvirkjar telja mörg hundruð og er 25% atvinnuleysi nú í þeirra röðum. Þeir hafa ítrekað bent á þennan möguleika en ekkert er aðhafst. Horfum fram til bjartari tíma og látum verkin tala. Í þinginu hef ég margoft gagnrýnt stjórnarflokkanna harðlega fyrir ákvörðun sína um aðild þjóðarinnar á lista hinna staðföstu þjóða sem studdu innrásina í Írak. Árið 1948 fékk Ísland aðild að NATO þrátt fyrir skilyrði um að aldrei myndi íslensk þjóð fara með ófriði á hendur öðrum þjóðum. Til allrar lukku er nú ekki allt á versta veg farið í utanríkismálum þjóðarinnar því leyfi ég mér að lýsa yfir ánægju minni með aðild þjóðarinnar að málum í Afganistan. Ég er stoltur af okkar stóra verkefni í Afganistan sem lítur að umsjón og rekstri flugvallarins í Kabúl. Einmitt þessi metnaður, kraftur og viðleitni til alþjóðasamfélagsins á að veita okkur Íslendingum tækifæri í ýmis konar verkefnum þar sem íslensk fyrirtæki og íslenskur iðnaður fær ákveðið og gott hlutverk. Íslenskir ráðamenn verða að búa yfir mörgum mannkostum en samninga- og söluhæfni má ekki alls ekki vanta. Annars munum við einfaldlega sitja eftir á þessum erfiðu tímum hnattvæðingar í alls kyns viðskiptum og iðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Utanríkismál - Gunnar Örn Örlygsson, alþingismaður Frjálslynda flokksins. Í hartnær áratug hef ég starfað við útflutning á sjávarafurðum. Á þessum tíma hef ég aldrei notið stuðnings frá konsúlum né sendiherrum okkar Íslendinga við öflun viðskiptatengsla eða úrvinnslu erfiðra mála sem jafnan geta fylgt flóknum millilandaviðskiptum. Íslensk nýsköpun á undir högg að sækja. Íslenskur iðnaður fær ekki þann öfluga stuðning sem t.d. iðnfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eiga vísan á sínum slóðum. Ég vil hvorki, né ætla mér, að kasta rýrð á utanríkisráðuneytið eða þá fjölmörgu embættismenn sem þar starfa. bæði hér heima og ytra. Heldur vil ég leyfa mér að gagnrýna og koma um leið á framfæri ákveðnum hugmyndum sem ég tel skynsamlegar og í alla staði í takt við nútímann og þær þörfu breytingar sem íslensk þjóð stendur frammi fyrir í dag á tímum alþjóðahnattvæðingar. Ég get með engu móti skilið þá hugsun íslenskra ráðamanna að fjárfesta í sendiráðsbyggingum erlendis sem kosta þjóðarbúið og skattborgara í sumum tilfellum upp undir 1000 milljónir íslenskra króna fyrir einstök ráðuneyti. Einnig tel ég embættisráðningar vera gamaldags og úr sér gengnar. Sumir hafa gengið svo langt að kalla sendiráðin okkar elliheimili fyrir úr sér gengna pólitíkusa. Á örfáum árum hefur ráðuneyti utanríkismála tvöfaldast ef ekki þrefaldast í rekstrarkostnaði, eða frá tveim til þrem milljörðum króna árið 1996, upp í tæpa sex milljarða króna á ári nú nokkrum árum síðar. Íslenskur almenningur stendur víðsfjarri þeim verkum sem konsúlar og sendiherrar þjóðarinnar standa fyrir. Sem skattborgari vil ég fá upplýsingar um störf þessara embættismanna. Hverju hafa þeir áorkað í störfum sínum á síðustu misserum og hvernig er starfi þeirra háttað? Nýjar hugmyndir kalla á breytingar. Uppstokkun í húsnæðismálum utanríkisráðuneytisins ytra er nauðsynleg. Við verðum að fara gætilega með fé okkar litlu þjóðar. Þá er brýnt að markaðsfólk fái tækifæri í þessar stöður. Fjölmargir hæfir Íslendingar með menntun í alþjóðaviðskiptum, alþjóðahagfræði, almannatengslum og öðrum öflugum greinum gætu sannarlega komið miklu í verk fyrir íslenskan iðnað, íslenska nýsköpun og almenna öfluga kynningu fyrir bæði land og þjóð. Slíkir einstaklingar myndu skila af sér góðu dagsverki en ekki líta á ráðningu sína sem áralanga afslöppun á svimandi háum launum í fínu umhverfi á síðustu metrum starfsævi sinnar. Sækja þyrfti vörusýningar heim, vinna af dugnaði með íslenskum fyrirtækja- og félagasamtökum og síðast en ekki síst gera grein fyrir starfi sínu og árangri fyrir íslenska þjóð með jöfnu millibili. Sem aðildarríki að NATO, sem að mörgum er talið vera fyrst og fremst viðskiptabandalag frekar en varnarbandalag, er nauðsynlegt að ná fram öflugum verkefnum fyrir íslenska þjóð. Tækifærin eru til staðar. Til að mynda væri spennandi fyrir íslensk stjórnvöld að ná fram öflugum viðhaldsverkefnum á flugvélakosti NATO hér á Íslandi. Eins og alþjóð er kunnugt um þá eru herflugvélar Bandaríkjamanna á leið úr landi. Líta verður á slíkar breytingar sem tækifæri en ekki ógn. Í stað þess að þráast við í sífellu verða ráðamenn að bretta upp ermar og nýta þann öfluga húsakost sem eftir stendur til uppbyggingar á öflugum iðnaði, til dæmis við innflutning á flugvélahlutum til samsetningar og viðhalds hér heima. Íslenskir flugvirkjar telja mörg hundruð og er 25% atvinnuleysi nú í þeirra röðum. Þeir hafa ítrekað bent á þennan möguleika en ekkert er aðhafst. Horfum fram til bjartari tíma og látum verkin tala. Í þinginu hef ég margoft gagnrýnt stjórnarflokkanna harðlega fyrir ákvörðun sína um aðild þjóðarinnar á lista hinna staðföstu þjóða sem studdu innrásina í Írak. Árið 1948 fékk Ísland aðild að NATO þrátt fyrir skilyrði um að aldrei myndi íslensk þjóð fara með ófriði á hendur öðrum þjóðum. Til allrar lukku er nú ekki allt á versta veg farið í utanríkismálum þjóðarinnar því leyfi ég mér að lýsa yfir ánægju minni með aðild þjóðarinnar að málum í Afganistan. Ég er stoltur af okkar stóra verkefni í Afganistan sem lítur að umsjón og rekstri flugvallarins í Kabúl. Einmitt þessi metnaður, kraftur og viðleitni til alþjóðasamfélagsins á að veita okkur Íslendingum tækifæri í ýmis konar verkefnum þar sem íslensk fyrirtæki og íslenskur iðnaður fær ákveðið og gott hlutverk. Íslenskir ráðamenn verða að búa yfir mörgum mannkostum en samninga- og söluhæfni má ekki alls ekki vanta. Annars munum við einfaldlega sitja eftir á þessum erfiðu tímum hnattvæðingar í alls kyns viðskiptum og iðnaði.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar