Atvinnumál á Suðurnesjum 29. júní 2004 00:01 Atvinnumál - Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur fjórfaldast á tveim árum og er nú eitt það mesta á landinu. Á um níu mánaða tímabili hafa um 150 manns misst vinnuna á Keflavíkurflugvelli og ekkert lát virðist á uppsögnum þar. Stjórnarflokkarnir hafa leikið atvinnulíf á Suðurnesjum afar grátt. Ríkisstjórnin hefði fyrir löngu átt að grípa til aðgerða til að búa í haginn og renna stoðum undir atvinnulíf sem gæti komið í staðinn fyrir þau störf sem óhjákvæmilega töpuðust í tengslum við samdrátt á vegum Varnarliðsins sem hefur verið fyrirsjáanlegur í mörg ár. Hlálegt var að heyra Suðurnesjaþingmanninn Hjálmar Árnason, formann þingflokks Framsóknarflokksins, lýsa því í fréttum RÚV fyrir nokkru að bandarísk stjórnvöld væru með fólk á Suðurnesjum í gíslingu. Hið rétta er að það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem halda fólki í gíslingu með aðgerðaleysi sínu og sinnuleysi við að veita fólki þær upplýsingar um framtíð þess sem það á kröfu á. Mál varðandi veru hersins á Keflavíkurflugvelli, þar með talin atvinnumál, komu margoft til umræðu á Alþingi á liðnum vetri. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknar sem ber ábyrgð á ástandinu, var til andsvara. Við í stjórnarandstöðunni spurðum hann hvað eftir annað hver hin raunverulega staða væri í þessum málum, og hvað íslensk stjórnvöld hygðust gera til að mæta þeim vanda sem kæmi upp í tengslum við samdráttinn. Halldór gaf vægast sagt loðin svör. Hjálmar Árnason tók einu sinni til máls í þessum umræðum og talaði í tvær mínútur. Framsókn er ráðþrota í þessu máli og reynir nú að koma sök vegna eigin vanhæfi yfir á Bandaríkjamenn. Betra hefði verið að ríkisstjórnin hefði eytt einhverjum af þeim milljörðum sem hafa farið í utanríkisþjónustu undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar í að hlúa að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Utanríkisþjónustan tútnar út. Árið 1996 voru útgjöld utanríkisráðuneytisins um tveir milljarðar. Á síðasta ári var þessi upphæð 5,5 milljarðar. Peningum hefur verið sólundað í sendiráð víða um heim, brölt tengt hernaði í Kosovo og Afganistan, vafasama umsókn að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og fleira. Fjármunum þjóðarinnar er sólundað til að reyna að gera veg utanríkisráðherrans sem mestan á meðan hann er í embætti. Þessum peningum hefði verið betur varið til að hlúa að því sem skiptir máli hér heima á Íslandi. Að fólk hafi vinnu. En hvað er til ráða til að vinna bug á atvinnuleysisdraugnum? Við eigum fyrst og fremst að horfa til gjaldeyrisskapandi grunnatvinnugreina þar sem þegar er fyrir hendi mikil þekking, mannauður og netverk fyrirtækja og tækjabúnaðar á svæðinu. Hér á ég fyrst og fremst við ferðamál og sjávarútveg. - Leggja ber áherslu á lagningu nýrra vega til og frá Suðurnesjum. Hinn nýi Suðurstrandarvegur á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar er hér forgangsatriði. Þessi vegur sem beintengir tvö mikilvæg atvinnusvæði á landsbyggðinni liggur um mjög fallegt svæði. Hann yrði lyftistöng bæði fyrir ferðaþjónustu og annað atvinnulíf. - Það verður að slaka á hinni lamandi kló kvótakerfisins. Það á strax að afnema kvótasetningar á ýsu, ufsa, keilu, löngu, skötusel og kolmunna. Ef nýjustu ástandsskýrslu Hafrannsóknarstofnunar er flett þá sést að ekkert mælir með því að þessir stofnar séu í kvóta. Þeir eru ekki í neinni hættu, heldur örum vexti samfara miklum hlýindum í sjónum umhverfis landið. Afnám kvótasetningar í þessum tegundum yrði mikil vítamínsprauta fyrir atvinnulíf á Suðurnesjum og reyndar víðar í Suðurkjördæmi. Suðurnes gætu þá notið nálægðar sinnar við auðug fiskimið og alþjóðaflugvöll til að flytja út ferskan fisk sem hæstu verð fást fyrir. - Á síðustu dögum þinghalds í vor, samþykkti Alþingi að fela ríkisstjórninni að kanna kosti og hagkvæmni þess að byggt yrði veglegt sædýrasafn hér á landi. Sandgerði yrði góður staður. Þar eru nú stundaðar rannsóknir á sjávarlífverum sem lifa umhverfis Ísland. Sandgerði er falleg fiskihöfn þar sem áreiðanlega yrði mikið líf og fjör ef slakað yrði á kvótakerfinu. Þar eru fiskvinnslufyrirtæki og fiskmarkaður. Þetta mætti allt tengja saman og gera Sandgerði að frábærum og einum allsherjarsýningarglugga fyrir hið ríka lífríki í hafinu umhverfis Ísland, íslenskan sjávarútveg og menningu tengda honum. Sædýrasafnið í Sandgerði yrði lyftistöng fyrir ferðamál á Suðurnesjum, auk þess sem það gæti styrkt svæðið sem miðstöð fyrir rannsóknir í sjávarlíffræði hér á landi. Greinarhöfundur er 9. þingmaður Suðurkjördæmis, þingflokksformaður og varaformaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Atvinnumál - Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur fjórfaldast á tveim árum og er nú eitt það mesta á landinu. Á um níu mánaða tímabili hafa um 150 manns misst vinnuna á Keflavíkurflugvelli og ekkert lát virðist á uppsögnum þar. Stjórnarflokkarnir hafa leikið atvinnulíf á Suðurnesjum afar grátt. Ríkisstjórnin hefði fyrir löngu átt að grípa til aðgerða til að búa í haginn og renna stoðum undir atvinnulíf sem gæti komið í staðinn fyrir þau störf sem óhjákvæmilega töpuðust í tengslum við samdrátt á vegum Varnarliðsins sem hefur verið fyrirsjáanlegur í mörg ár. Hlálegt var að heyra Suðurnesjaþingmanninn Hjálmar Árnason, formann þingflokks Framsóknarflokksins, lýsa því í fréttum RÚV fyrir nokkru að bandarísk stjórnvöld væru með fólk á Suðurnesjum í gíslingu. Hið rétta er að það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem halda fólki í gíslingu með aðgerðaleysi sínu og sinnuleysi við að veita fólki þær upplýsingar um framtíð þess sem það á kröfu á. Mál varðandi veru hersins á Keflavíkurflugvelli, þar með talin atvinnumál, komu margoft til umræðu á Alþingi á liðnum vetri. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknar sem ber ábyrgð á ástandinu, var til andsvara. Við í stjórnarandstöðunni spurðum hann hvað eftir annað hver hin raunverulega staða væri í þessum málum, og hvað íslensk stjórnvöld hygðust gera til að mæta þeim vanda sem kæmi upp í tengslum við samdráttinn. Halldór gaf vægast sagt loðin svör. Hjálmar Árnason tók einu sinni til máls í þessum umræðum og talaði í tvær mínútur. Framsókn er ráðþrota í þessu máli og reynir nú að koma sök vegna eigin vanhæfi yfir á Bandaríkjamenn. Betra hefði verið að ríkisstjórnin hefði eytt einhverjum af þeim milljörðum sem hafa farið í utanríkisþjónustu undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar í að hlúa að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Utanríkisþjónustan tútnar út. Árið 1996 voru útgjöld utanríkisráðuneytisins um tveir milljarðar. Á síðasta ári var þessi upphæð 5,5 milljarðar. Peningum hefur verið sólundað í sendiráð víða um heim, brölt tengt hernaði í Kosovo og Afganistan, vafasama umsókn að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og fleira. Fjármunum þjóðarinnar er sólundað til að reyna að gera veg utanríkisráðherrans sem mestan á meðan hann er í embætti. Þessum peningum hefði verið betur varið til að hlúa að því sem skiptir máli hér heima á Íslandi. Að fólk hafi vinnu. En hvað er til ráða til að vinna bug á atvinnuleysisdraugnum? Við eigum fyrst og fremst að horfa til gjaldeyrisskapandi grunnatvinnugreina þar sem þegar er fyrir hendi mikil þekking, mannauður og netverk fyrirtækja og tækjabúnaðar á svæðinu. Hér á ég fyrst og fremst við ferðamál og sjávarútveg. - Leggja ber áherslu á lagningu nýrra vega til og frá Suðurnesjum. Hinn nýi Suðurstrandarvegur á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar er hér forgangsatriði. Þessi vegur sem beintengir tvö mikilvæg atvinnusvæði á landsbyggðinni liggur um mjög fallegt svæði. Hann yrði lyftistöng bæði fyrir ferðaþjónustu og annað atvinnulíf. - Það verður að slaka á hinni lamandi kló kvótakerfisins. Það á strax að afnema kvótasetningar á ýsu, ufsa, keilu, löngu, skötusel og kolmunna. Ef nýjustu ástandsskýrslu Hafrannsóknarstofnunar er flett þá sést að ekkert mælir með því að þessir stofnar séu í kvóta. Þeir eru ekki í neinni hættu, heldur örum vexti samfara miklum hlýindum í sjónum umhverfis landið. Afnám kvótasetningar í þessum tegundum yrði mikil vítamínsprauta fyrir atvinnulíf á Suðurnesjum og reyndar víðar í Suðurkjördæmi. Suðurnes gætu þá notið nálægðar sinnar við auðug fiskimið og alþjóðaflugvöll til að flytja út ferskan fisk sem hæstu verð fást fyrir. - Á síðustu dögum þinghalds í vor, samþykkti Alþingi að fela ríkisstjórninni að kanna kosti og hagkvæmni þess að byggt yrði veglegt sædýrasafn hér á landi. Sandgerði yrði góður staður. Þar eru nú stundaðar rannsóknir á sjávarlífverum sem lifa umhverfis Ísland. Sandgerði er falleg fiskihöfn þar sem áreiðanlega yrði mikið líf og fjör ef slakað yrði á kvótakerfinu. Þar eru fiskvinnslufyrirtæki og fiskmarkaður. Þetta mætti allt tengja saman og gera Sandgerði að frábærum og einum allsherjarsýningarglugga fyrir hið ríka lífríki í hafinu umhverfis Ísland, íslenskan sjávarútveg og menningu tengda honum. Sædýrasafnið í Sandgerði yrði lyftistöng fyrir ferðamál á Suðurnesjum, auk þess sem það gæti styrkt svæðið sem miðstöð fyrir rannsóknir í sjávarlíffræði hér á landi. Greinarhöfundur er 9. þingmaður Suðurkjördæmis, þingflokksformaður og varaformaður Frjálslynda flokksins.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar