Atvinnumál á Suðurnesjum 29. júní 2004 00:01 Atvinnumál - Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur fjórfaldast á tveim árum og er nú eitt það mesta á landinu. Á um níu mánaða tímabili hafa um 150 manns misst vinnuna á Keflavíkurflugvelli og ekkert lát virðist á uppsögnum þar. Stjórnarflokkarnir hafa leikið atvinnulíf á Suðurnesjum afar grátt. Ríkisstjórnin hefði fyrir löngu átt að grípa til aðgerða til að búa í haginn og renna stoðum undir atvinnulíf sem gæti komið í staðinn fyrir þau störf sem óhjákvæmilega töpuðust í tengslum við samdrátt á vegum Varnarliðsins sem hefur verið fyrirsjáanlegur í mörg ár. Hlálegt var að heyra Suðurnesjaþingmanninn Hjálmar Árnason, formann þingflokks Framsóknarflokksins, lýsa því í fréttum RÚV fyrir nokkru að bandarísk stjórnvöld væru með fólk á Suðurnesjum í gíslingu. Hið rétta er að það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem halda fólki í gíslingu með aðgerðaleysi sínu og sinnuleysi við að veita fólki þær upplýsingar um framtíð þess sem það á kröfu á. Mál varðandi veru hersins á Keflavíkurflugvelli, þar með talin atvinnumál, komu margoft til umræðu á Alþingi á liðnum vetri. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknar sem ber ábyrgð á ástandinu, var til andsvara. Við í stjórnarandstöðunni spurðum hann hvað eftir annað hver hin raunverulega staða væri í þessum málum, og hvað íslensk stjórnvöld hygðust gera til að mæta þeim vanda sem kæmi upp í tengslum við samdráttinn. Halldór gaf vægast sagt loðin svör. Hjálmar Árnason tók einu sinni til máls í þessum umræðum og talaði í tvær mínútur. Framsókn er ráðþrota í þessu máli og reynir nú að koma sök vegna eigin vanhæfi yfir á Bandaríkjamenn. Betra hefði verið að ríkisstjórnin hefði eytt einhverjum af þeim milljörðum sem hafa farið í utanríkisþjónustu undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar í að hlúa að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Utanríkisþjónustan tútnar út. Árið 1996 voru útgjöld utanríkisráðuneytisins um tveir milljarðar. Á síðasta ári var þessi upphæð 5,5 milljarðar. Peningum hefur verið sólundað í sendiráð víða um heim, brölt tengt hernaði í Kosovo og Afganistan, vafasama umsókn að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og fleira. Fjármunum þjóðarinnar er sólundað til að reyna að gera veg utanríkisráðherrans sem mestan á meðan hann er í embætti. Þessum peningum hefði verið betur varið til að hlúa að því sem skiptir máli hér heima á Íslandi. Að fólk hafi vinnu. En hvað er til ráða til að vinna bug á atvinnuleysisdraugnum? Við eigum fyrst og fremst að horfa til gjaldeyrisskapandi grunnatvinnugreina þar sem þegar er fyrir hendi mikil þekking, mannauður og netverk fyrirtækja og tækjabúnaðar á svæðinu. Hér á ég fyrst og fremst við ferðamál og sjávarútveg. - Leggja ber áherslu á lagningu nýrra vega til og frá Suðurnesjum. Hinn nýi Suðurstrandarvegur á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar er hér forgangsatriði. Þessi vegur sem beintengir tvö mikilvæg atvinnusvæði á landsbyggðinni liggur um mjög fallegt svæði. Hann yrði lyftistöng bæði fyrir ferðaþjónustu og annað atvinnulíf. - Það verður að slaka á hinni lamandi kló kvótakerfisins. Það á strax að afnema kvótasetningar á ýsu, ufsa, keilu, löngu, skötusel og kolmunna. Ef nýjustu ástandsskýrslu Hafrannsóknarstofnunar er flett þá sést að ekkert mælir með því að þessir stofnar séu í kvóta. Þeir eru ekki í neinni hættu, heldur örum vexti samfara miklum hlýindum í sjónum umhverfis landið. Afnám kvótasetningar í þessum tegundum yrði mikil vítamínsprauta fyrir atvinnulíf á Suðurnesjum og reyndar víðar í Suðurkjördæmi. Suðurnes gætu þá notið nálægðar sinnar við auðug fiskimið og alþjóðaflugvöll til að flytja út ferskan fisk sem hæstu verð fást fyrir. - Á síðustu dögum þinghalds í vor, samþykkti Alþingi að fela ríkisstjórninni að kanna kosti og hagkvæmni þess að byggt yrði veglegt sædýrasafn hér á landi. Sandgerði yrði góður staður. Þar eru nú stundaðar rannsóknir á sjávarlífverum sem lifa umhverfis Ísland. Sandgerði er falleg fiskihöfn þar sem áreiðanlega yrði mikið líf og fjör ef slakað yrði á kvótakerfinu. Þar eru fiskvinnslufyrirtæki og fiskmarkaður. Þetta mætti allt tengja saman og gera Sandgerði að frábærum og einum allsherjarsýningarglugga fyrir hið ríka lífríki í hafinu umhverfis Ísland, íslenskan sjávarútveg og menningu tengda honum. Sædýrasafnið í Sandgerði yrði lyftistöng fyrir ferðamál á Suðurnesjum, auk þess sem það gæti styrkt svæðið sem miðstöð fyrir rannsóknir í sjávarlíffræði hér á landi. Greinarhöfundur er 9. þingmaður Suðurkjördæmis, þingflokksformaður og varaformaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Atvinnumál - Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur fjórfaldast á tveim árum og er nú eitt það mesta á landinu. Á um níu mánaða tímabili hafa um 150 manns misst vinnuna á Keflavíkurflugvelli og ekkert lát virðist á uppsögnum þar. Stjórnarflokkarnir hafa leikið atvinnulíf á Suðurnesjum afar grátt. Ríkisstjórnin hefði fyrir löngu átt að grípa til aðgerða til að búa í haginn og renna stoðum undir atvinnulíf sem gæti komið í staðinn fyrir þau störf sem óhjákvæmilega töpuðust í tengslum við samdrátt á vegum Varnarliðsins sem hefur verið fyrirsjáanlegur í mörg ár. Hlálegt var að heyra Suðurnesjaþingmanninn Hjálmar Árnason, formann þingflokks Framsóknarflokksins, lýsa því í fréttum RÚV fyrir nokkru að bandarísk stjórnvöld væru með fólk á Suðurnesjum í gíslingu. Hið rétta er að það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem halda fólki í gíslingu með aðgerðaleysi sínu og sinnuleysi við að veita fólki þær upplýsingar um framtíð þess sem það á kröfu á. Mál varðandi veru hersins á Keflavíkurflugvelli, þar með talin atvinnumál, komu margoft til umræðu á Alþingi á liðnum vetri. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknar sem ber ábyrgð á ástandinu, var til andsvara. Við í stjórnarandstöðunni spurðum hann hvað eftir annað hver hin raunverulega staða væri í þessum málum, og hvað íslensk stjórnvöld hygðust gera til að mæta þeim vanda sem kæmi upp í tengslum við samdráttinn. Halldór gaf vægast sagt loðin svör. Hjálmar Árnason tók einu sinni til máls í þessum umræðum og talaði í tvær mínútur. Framsókn er ráðþrota í þessu máli og reynir nú að koma sök vegna eigin vanhæfi yfir á Bandaríkjamenn. Betra hefði verið að ríkisstjórnin hefði eytt einhverjum af þeim milljörðum sem hafa farið í utanríkisþjónustu undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar í að hlúa að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Utanríkisþjónustan tútnar út. Árið 1996 voru útgjöld utanríkisráðuneytisins um tveir milljarðar. Á síðasta ári var þessi upphæð 5,5 milljarðar. Peningum hefur verið sólundað í sendiráð víða um heim, brölt tengt hernaði í Kosovo og Afganistan, vafasama umsókn að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og fleira. Fjármunum þjóðarinnar er sólundað til að reyna að gera veg utanríkisráðherrans sem mestan á meðan hann er í embætti. Þessum peningum hefði verið betur varið til að hlúa að því sem skiptir máli hér heima á Íslandi. Að fólk hafi vinnu. En hvað er til ráða til að vinna bug á atvinnuleysisdraugnum? Við eigum fyrst og fremst að horfa til gjaldeyrisskapandi grunnatvinnugreina þar sem þegar er fyrir hendi mikil þekking, mannauður og netverk fyrirtækja og tækjabúnaðar á svæðinu. Hér á ég fyrst og fremst við ferðamál og sjávarútveg. - Leggja ber áherslu á lagningu nýrra vega til og frá Suðurnesjum. Hinn nýi Suðurstrandarvegur á milli Grindavíkur og Þorlákshafnar er hér forgangsatriði. Þessi vegur sem beintengir tvö mikilvæg atvinnusvæði á landsbyggðinni liggur um mjög fallegt svæði. Hann yrði lyftistöng bæði fyrir ferðaþjónustu og annað atvinnulíf. - Það verður að slaka á hinni lamandi kló kvótakerfisins. Það á strax að afnema kvótasetningar á ýsu, ufsa, keilu, löngu, skötusel og kolmunna. Ef nýjustu ástandsskýrslu Hafrannsóknarstofnunar er flett þá sést að ekkert mælir með því að þessir stofnar séu í kvóta. Þeir eru ekki í neinni hættu, heldur örum vexti samfara miklum hlýindum í sjónum umhverfis landið. Afnám kvótasetningar í þessum tegundum yrði mikil vítamínsprauta fyrir atvinnulíf á Suðurnesjum og reyndar víðar í Suðurkjördæmi. Suðurnes gætu þá notið nálægðar sinnar við auðug fiskimið og alþjóðaflugvöll til að flytja út ferskan fisk sem hæstu verð fást fyrir. - Á síðustu dögum þinghalds í vor, samþykkti Alþingi að fela ríkisstjórninni að kanna kosti og hagkvæmni þess að byggt yrði veglegt sædýrasafn hér á landi. Sandgerði yrði góður staður. Þar eru nú stundaðar rannsóknir á sjávarlífverum sem lifa umhverfis Ísland. Sandgerði er falleg fiskihöfn þar sem áreiðanlega yrði mikið líf og fjör ef slakað yrði á kvótakerfinu. Þar eru fiskvinnslufyrirtæki og fiskmarkaður. Þetta mætti allt tengja saman og gera Sandgerði að frábærum og einum allsherjarsýningarglugga fyrir hið ríka lífríki í hafinu umhverfis Ísland, íslenskan sjávarútveg og menningu tengda honum. Sædýrasafnið í Sandgerði yrði lyftistöng fyrir ferðamál á Suðurnesjum, auk þess sem það gæti styrkt svæðið sem miðstöð fyrir rannsóknir í sjávarlíffræði hér á landi. Greinarhöfundur er 9. þingmaður Suðurkjördæmis, þingflokksformaður og varaformaður Frjálslynda flokksins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun