Hvað kosta börnin? 29. júní 2004 00:01 Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur. Í nýrri rannsókn á útgjöldum heimilanna sem Hagstofan gaf út í síðustu viku má finna ýmsar áhugaverðar upplýsingar. Hagstofan gerir slíkar kannanir reglulega til að nota sem grunn við útreikning vísitölu neysluverðs. Eins og fram hefur komið í fréttum þá kemur í ljós að útgjöld heimilanna til neyslu hafa aukist um ríflega 50% frá 1995 á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um tæplega 30%. En rýnum aðeins betur ofan í könnunina. Ef við reiknum útgjöld heimilanna á hvern mánuð sést að útgjöld heimilanna eru að meðaltali 290 þúsund krónur en voru 190 þúsund á árinu 1995. Þessar tölur segja ekki mikið, svo við skulum skoða þær nánar eftir fjölskyldugerð. Það er enginn nýr sannleikur að það sé hagkvæmara að vera tveir í heimili en einn og þetta kemur skýrt fram í könnuninni. Þar sést að neysluútgjöld einhleypra nema 161 þúsundi á mánuði samanborið við 146 þúsund á mann þar sem tveir fullorðnir eru í heimili. Það er sem sagt 10% dýrara að búa einn. Til fróðleiks skulum við bera þessar tölur saman við meðalatvinnutekjur. Þær mældust um 210 þúsund á árinu 2002 og 106 þúsund á árinu 1995. Einhleypur einstaklingur með meðalatvinnutekjur eyddi því 75% af tekjum sínum í neyslu á árinu 2002. Hagur þessa einstaklings hefur batnað frá árinu 1995 þegar samsvarandi einstaklingur eyddi 94% af tekjum sínum í neyslu. Það er líka athyglisvert að á meðan meðalatvinnutekjur eru 210 þúsund þá eru útgjöld meðalheimilis 290 þúsund. Það bendir til þess að annaðhvort séu fleiri en ein fyrirvinna á meðalheimilinu eða skuldir meðalheimilisins aukist í hverjum mánuði. Nema hvort tveggja sé. Meðalútgjöld á mann þar sem börn eru í heimili eru mun minni en þar sem eingöngu fullorðnir eru í heimili, sem bendir til þess að börn séu ódýrari í rekstri en fullorðnir. Með smá talnaleikfimi má reikna út að meðalneysluútgjöld vegna barna séu um 47 þúsund krónur á mánuði. Þarna gef ég mér að neysluútgjöld á hvern fullorðinn á heimili þar sem börn eru sé sambærilegur við það þar sem einungis fullorðnir eru í heimili, samanber tölurnar hér að ofan. Ef við höldum áfram að leika okkur með þessar tölur, þá kostar neysla meðalbarnsins 560 þúsund á ári. Ef við miðum við 5% vexti, þá má búast við að útgjöld vegna barns sem fæðist á árinu 2002 verði orðin samtals 18 og hálf milljón króna á tvítugsafmæli barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur. Í nýrri rannsókn á útgjöldum heimilanna sem Hagstofan gaf út í síðustu viku má finna ýmsar áhugaverðar upplýsingar. Hagstofan gerir slíkar kannanir reglulega til að nota sem grunn við útreikning vísitölu neysluverðs. Eins og fram hefur komið í fréttum þá kemur í ljós að útgjöld heimilanna til neyslu hafa aukist um ríflega 50% frá 1995 á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um tæplega 30%. En rýnum aðeins betur ofan í könnunina. Ef við reiknum útgjöld heimilanna á hvern mánuð sést að útgjöld heimilanna eru að meðaltali 290 þúsund krónur en voru 190 þúsund á árinu 1995. Þessar tölur segja ekki mikið, svo við skulum skoða þær nánar eftir fjölskyldugerð. Það er enginn nýr sannleikur að það sé hagkvæmara að vera tveir í heimili en einn og þetta kemur skýrt fram í könnuninni. Þar sést að neysluútgjöld einhleypra nema 161 þúsundi á mánuði samanborið við 146 þúsund á mann þar sem tveir fullorðnir eru í heimili. Það er sem sagt 10% dýrara að búa einn. Til fróðleiks skulum við bera þessar tölur saman við meðalatvinnutekjur. Þær mældust um 210 þúsund á árinu 2002 og 106 þúsund á árinu 1995. Einhleypur einstaklingur með meðalatvinnutekjur eyddi því 75% af tekjum sínum í neyslu á árinu 2002. Hagur þessa einstaklings hefur batnað frá árinu 1995 þegar samsvarandi einstaklingur eyddi 94% af tekjum sínum í neyslu. Það er líka athyglisvert að á meðan meðalatvinnutekjur eru 210 þúsund þá eru útgjöld meðalheimilis 290 þúsund. Það bendir til þess að annaðhvort séu fleiri en ein fyrirvinna á meðalheimilinu eða skuldir meðalheimilisins aukist í hverjum mánuði. Nema hvort tveggja sé. Meðalútgjöld á mann þar sem börn eru í heimili eru mun minni en þar sem eingöngu fullorðnir eru í heimili, sem bendir til þess að börn séu ódýrari í rekstri en fullorðnir. Með smá talnaleikfimi má reikna út að meðalneysluútgjöld vegna barna séu um 47 þúsund krónur á mánuði. Þarna gef ég mér að neysluútgjöld á hvern fullorðinn á heimili þar sem börn eru sé sambærilegur við það þar sem einungis fullorðnir eru í heimili, samanber tölurnar hér að ofan. Ef við höldum áfram að leika okkur með þessar tölur, þá kostar neysla meðalbarnsins 560 þúsund á ári. Ef við miðum við 5% vexti, þá má búast við að útgjöld vegna barns sem fæðist á árinu 2002 verði orðin samtals 18 og hálf milljón króna á tvítugsafmæli barnsins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun