Hvað kosta börnin? 29. júní 2004 00:01 Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur. Í nýrri rannsókn á útgjöldum heimilanna sem Hagstofan gaf út í síðustu viku má finna ýmsar áhugaverðar upplýsingar. Hagstofan gerir slíkar kannanir reglulega til að nota sem grunn við útreikning vísitölu neysluverðs. Eins og fram hefur komið í fréttum þá kemur í ljós að útgjöld heimilanna til neyslu hafa aukist um ríflega 50% frá 1995 á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um tæplega 30%. En rýnum aðeins betur ofan í könnunina. Ef við reiknum útgjöld heimilanna á hvern mánuð sést að útgjöld heimilanna eru að meðaltali 290 þúsund krónur en voru 190 þúsund á árinu 1995. Þessar tölur segja ekki mikið, svo við skulum skoða þær nánar eftir fjölskyldugerð. Það er enginn nýr sannleikur að það sé hagkvæmara að vera tveir í heimili en einn og þetta kemur skýrt fram í könnuninni. Þar sést að neysluútgjöld einhleypra nema 161 þúsundi á mánuði samanborið við 146 þúsund á mann þar sem tveir fullorðnir eru í heimili. Það er sem sagt 10% dýrara að búa einn. Til fróðleiks skulum við bera þessar tölur saman við meðalatvinnutekjur. Þær mældust um 210 þúsund á árinu 2002 og 106 þúsund á árinu 1995. Einhleypur einstaklingur með meðalatvinnutekjur eyddi því 75% af tekjum sínum í neyslu á árinu 2002. Hagur þessa einstaklings hefur batnað frá árinu 1995 þegar samsvarandi einstaklingur eyddi 94% af tekjum sínum í neyslu. Það er líka athyglisvert að á meðan meðalatvinnutekjur eru 210 þúsund þá eru útgjöld meðalheimilis 290 þúsund. Það bendir til þess að annaðhvort séu fleiri en ein fyrirvinna á meðalheimilinu eða skuldir meðalheimilisins aukist í hverjum mánuði. Nema hvort tveggja sé. Meðalútgjöld á mann þar sem börn eru í heimili eru mun minni en þar sem eingöngu fullorðnir eru í heimili, sem bendir til þess að börn séu ódýrari í rekstri en fullorðnir. Með smá talnaleikfimi má reikna út að meðalneysluútgjöld vegna barna séu um 47 þúsund krónur á mánuði. Þarna gef ég mér að neysluútgjöld á hvern fullorðinn á heimili þar sem börn eru sé sambærilegur við það þar sem einungis fullorðnir eru í heimili, samanber tölurnar hér að ofan. Ef við höldum áfram að leika okkur með þessar tölur, þá kostar neysla meðalbarnsins 560 þúsund á ári. Ef við miðum við 5% vexti, þá má búast við að útgjöld vegna barns sem fæðist á árinu 2002 verði orðin samtals 18 og hálf milljón króna á tvítugsafmæli barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur. Í nýrri rannsókn á útgjöldum heimilanna sem Hagstofan gaf út í síðustu viku má finna ýmsar áhugaverðar upplýsingar. Hagstofan gerir slíkar kannanir reglulega til að nota sem grunn við útreikning vísitölu neysluverðs. Eins og fram hefur komið í fréttum þá kemur í ljós að útgjöld heimilanna til neyslu hafa aukist um ríflega 50% frá 1995 á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um tæplega 30%. En rýnum aðeins betur ofan í könnunina. Ef við reiknum útgjöld heimilanna á hvern mánuð sést að útgjöld heimilanna eru að meðaltali 290 þúsund krónur en voru 190 þúsund á árinu 1995. Þessar tölur segja ekki mikið, svo við skulum skoða þær nánar eftir fjölskyldugerð. Það er enginn nýr sannleikur að það sé hagkvæmara að vera tveir í heimili en einn og þetta kemur skýrt fram í könnuninni. Þar sést að neysluútgjöld einhleypra nema 161 þúsundi á mánuði samanborið við 146 þúsund á mann þar sem tveir fullorðnir eru í heimili. Það er sem sagt 10% dýrara að búa einn. Til fróðleiks skulum við bera þessar tölur saman við meðalatvinnutekjur. Þær mældust um 210 þúsund á árinu 2002 og 106 þúsund á árinu 1995. Einhleypur einstaklingur með meðalatvinnutekjur eyddi því 75% af tekjum sínum í neyslu á árinu 2002. Hagur þessa einstaklings hefur batnað frá árinu 1995 þegar samsvarandi einstaklingur eyddi 94% af tekjum sínum í neyslu. Það er líka athyglisvert að á meðan meðalatvinnutekjur eru 210 þúsund þá eru útgjöld meðalheimilis 290 þúsund. Það bendir til þess að annaðhvort séu fleiri en ein fyrirvinna á meðalheimilinu eða skuldir meðalheimilisins aukist í hverjum mánuði. Nema hvort tveggja sé. Meðalútgjöld á mann þar sem börn eru í heimili eru mun minni en þar sem eingöngu fullorðnir eru í heimili, sem bendir til þess að börn séu ódýrari í rekstri en fullorðnir. Með smá talnaleikfimi má reikna út að meðalneysluútgjöld vegna barna séu um 47 þúsund krónur á mánuði. Þarna gef ég mér að neysluútgjöld á hvern fullorðinn á heimili þar sem börn eru sé sambærilegur við það þar sem einungis fullorðnir eru í heimili, samanber tölurnar hér að ofan. Ef við höldum áfram að leika okkur með þessar tölur, þá kostar neysla meðalbarnsins 560 þúsund á ári. Ef við miðum við 5% vexti, þá má búast við að útgjöld vegna barns sem fæðist á árinu 2002 verði orðin samtals 18 og hálf milljón króna á tvítugsafmæli barnsins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar