Gerræðisleg atlaga að lýðræðinu 23. júní 2004 00:01 Forsetakosningar - Albert Jensen Annar júní 2004 mun í minnum hafður fyrir fleira en að forseti þjóðarinnar neitaði í fyrsta skipti að staðfesta lög. Þegar ég horfði á forseta vorn lesa formála neitunarinnar, gerði ég mér ljóst hvílíkt hugrekki þurfti til. Á blaðinu sem hann las, sást að hendur hans titruðu. Að vísu var honum gert að velja á milli þings og þjóðar. Hann gat látið hefðina ráða og skrifað undir og þannig róað Davíð og Halldór og treyst á gleymsku Frónverja. Reyndar hefði ég viljað sjá hann neita lögum um Kárahnjúkavirkjun, en hann er greinilega meiri pólitíkus en umhverfissinni, svo sorglegt sem það er. Þegar Ólafur loks færði þjóðinni vald í stóru máli, var stjórnarherrunum nóg boðið. Það var ofar þeirra skilningi að forsetinn færði þjóðinni ákvörðunarvaldið. Þau þrjú ár sem Davíð á eftir af ráðningarsamningi sínum við þjóðina, sýnist hann ákveðinn í að hafa vit fyrir henni. Hann breytir samningnum þvert ofan í óskir þjóðarinnar, skiptir um hlutverk við Halldór og svo vona þeir sameiginlega, að allt mallið verði gleymt fyrir kosningar. Nú hugnast þeim að breyta stjórnarskránni, afnema málskotsrétt forsetans og taka með því af þjóðinni eitt af því lýðræðislegasta í stjórnarskránni. Auk þessa vilja þeir að fjölmiðlalögin haldi, verði kosningaþátttakan innan við 75%. Svo gerræðisleg atlaga að lýðræðinu minnir á einræðisríkin. Að hafa áhrif á kosningarnar er auðvelt fyrir stjórnarflokkana og aðra þá er vilja afnema þau völd og öryggi sem þjóðin hefur með málskotsrétti forseta. Auglýsingamátturinn sem tryggði stjórnarflokkunum nauman meirihluta, er enn til staðar. Svo er bara að fá hagsmunaaðila og þá sem láta hugsa fyrir sig, til að sitja heima á kosningadag. Til að fullkomna öryggið, gætu þeir látið kjósa 31. júlí eða 1. ágúst. Ég treysti þjóð minni til að sjá í gegnum einræðishyggjuna sem blasir grímulaus við. Virðingarleysið sem stjórnarherrarnir sýna þjóðinni er með eindæmum og ólíðandi. Þjóðin getur ekki treyst á málskotsrétt í öðrum höndum en forseta Íslands. Sú hætta er ætíð fyrir hendi að ofstjórnunarfíkn grípi valdhafa og að lagasmíðar þeirra verði á skjön við það sem þeir voru kosnir til. Þá er til lítils fyrir þjóðina, ef leppar slíkra stjórnvalda hafa málskotsréttinn. Tal utanríkisráðherra um óþarfa kostnað ef þjóðinni leyfist að kjósa, kemur úr hörðustu átt. Allir sjá hvað verið er að gera í utanríkismálum. Niðurskurður um tvö til þrjú hundruð milljónir í heilbrigðiskerfinu, vegna kostnaðar við Afganistan. Tugir Íslendinga, margir vopnaðir, hafa verið sendir þangað til hjálpar, en óvíða er svo margt hjálparfólk drepið sem þar. Nýjasta dæmið þegar þrír læknar án landamæra og starfsmenn þeirra voru myrtir í hjálparleiðangri. Í Kosovó, Bosníu og fleiri stöðum þar sem hjálparfólki er hótað og jafnvel drepið, er kostnaður Íslands umtalsverður í óvissu sem engu skilar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningar - Albert Jensen Annar júní 2004 mun í minnum hafður fyrir fleira en að forseti þjóðarinnar neitaði í fyrsta skipti að staðfesta lög. Þegar ég horfði á forseta vorn lesa formála neitunarinnar, gerði ég mér ljóst hvílíkt hugrekki þurfti til. Á blaðinu sem hann las, sást að hendur hans titruðu. Að vísu var honum gert að velja á milli þings og þjóðar. Hann gat látið hefðina ráða og skrifað undir og þannig róað Davíð og Halldór og treyst á gleymsku Frónverja. Reyndar hefði ég viljað sjá hann neita lögum um Kárahnjúkavirkjun, en hann er greinilega meiri pólitíkus en umhverfissinni, svo sorglegt sem það er. Þegar Ólafur loks færði þjóðinni vald í stóru máli, var stjórnarherrunum nóg boðið. Það var ofar þeirra skilningi að forsetinn færði þjóðinni ákvörðunarvaldið. Þau þrjú ár sem Davíð á eftir af ráðningarsamningi sínum við þjóðina, sýnist hann ákveðinn í að hafa vit fyrir henni. Hann breytir samningnum þvert ofan í óskir þjóðarinnar, skiptir um hlutverk við Halldór og svo vona þeir sameiginlega, að allt mallið verði gleymt fyrir kosningar. Nú hugnast þeim að breyta stjórnarskránni, afnema málskotsrétt forsetans og taka með því af þjóðinni eitt af því lýðræðislegasta í stjórnarskránni. Auk þessa vilja þeir að fjölmiðlalögin haldi, verði kosningaþátttakan innan við 75%. Svo gerræðisleg atlaga að lýðræðinu minnir á einræðisríkin. Að hafa áhrif á kosningarnar er auðvelt fyrir stjórnarflokkana og aðra þá er vilja afnema þau völd og öryggi sem þjóðin hefur með málskotsrétti forseta. Auglýsingamátturinn sem tryggði stjórnarflokkunum nauman meirihluta, er enn til staðar. Svo er bara að fá hagsmunaaðila og þá sem láta hugsa fyrir sig, til að sitja heima á kosningadag. Til að fullkomna öryggið, gætu þeir látið kjósa 31. júlí eða 1. ágúst. Ég treysti þjóð minni til að sjá í gegnum einræðishyggjuna sem blasir grímulaus við. Virðingarleysið sem stjórnarherrarnir sýna þjóðinni er með eindæmum og ólíðandi. Þjóðin getur ekki treyst á málskotsrétt í öðrum höndum en forseta Íslands. Sú hætta er ætíð fyrir hendi að ofstjórnunarfíkn grípi valdhafa og að lagasmíðar þeirra verði á skjön við það sem þeir voru kosnir til. Þá er til lítils fyrir þjóðina, ef leppar slíkra stjórnvalda hafa málskotsréttinn. Tal utanríkisráðherra um óþarfa kostnað ef þjóðinni leyfist að kjósa, kemur úr hörðustu átt. Allir sjá hvað verið er að gera í utanríkismálum. Niðurskurður um tvö til þrjú hundruð milljónir í heilbrigðiskerfinu, vegna kostnaðar við Afganistan. Tugir Íslendinga, margir vopnaðir, hafa verið sendir þangað til hjálpar, en óvíða er svo margt hjálparfólk drepið sem þar. Nýjasta dæmið þegar þrír læknar án landamæra og starfsmenn þeirra voru myrtir í hjálparleiðangri. Í Kosovó, Bosníu og fleiri stöðum þar sem hjálparfólki er hótað og jafnvel drepið, er kostnaður Íslands umtalsverður í óvissu sem engu skilar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar