Hættumerki í fjármálum Kópavogs 19. júní 2004 00:01 Skuldir Kópavogsbæjar - Kristín Pétursdóttir, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2003 liggur nú fyrir. Í honum kemur skýrt fram að staðan í fjármálum bæjarins er ekki í góðu horfi og ýmis hættumerki í fjármálum Kópavogsbæjar. Heildarskuldir Kópavogs námu árið 2001 um 9,6 milljörðum. Árið 2002 námu heildarskuldir um 11,7 milljörðum og árið 2003 eru heildarskuldir Kópavogs komnar upp í 12,1 milljarð. Þessi skuldaaukning hefur átt sér stað undir stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, sem báðir sögðu fyrir síðustu kosningar að skuldir ættu ekki að aukast. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði meira að segja að borga niður skuldir. Heildarskuldir á hvern íbúa bæjarins hafa einnig aukist jafnt og þétt frá árinu 2000 og eru nú komnar upp í 480 þúsund kr. á hvern íbúa bæjarins (m.a.s. án lífeyrisskuldbindinga). Þar sem reynslan sýnir að rekstrarafkoma bæjarins hefur undantekningarlítið verið ofmetin undanfarin ár eru miklar líkur á að skuldir muni halda áfram að aukast á þessu ári. Þessu hefur Samfylkingin oft varað við og viljað vinna hlutina á annan hátt. Upphafleg fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir tekjuafgangi upp á tæplega 1.200 milljónir. Þegar hún var endurskoðuð var þessari tölu breytt í 602 milljónir en endanleg niðurstaða sýnir að tekjuafgangurinn er svo til enginn. Ýmsar ástæður eru fyrir þessu, m.a. sú að ekki fluttu nógu margir íbúar í bæinn á síðastliðnu ári. Í upphaflegri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir því að rúmlega 756 íbúar myndu flytja í bæinn en við endurskoðun var þeirri tölu breytt í 1008. Síðan kemur í ljós að ekki flutti nema 341 íbúi í bæinn. Það er með ólíkindum að á síðari hluta ársins þegar verið er að endurskoða áætlunina kemur í ljós að mun færri hafa flust í bæinn en gert hafi verið ráð fyrir og þá er í áætluninni aukið í stað þess að minnka fjölgun íbúa. Þetta var bara gert til þess að hægt væri að "loka" áætluninni - svo allar tölur myndu stemma. Auðvitað hefði átt að bregðast við raunveruleikanum og grípa til aðgerða þanning að áætlanir stæðust. Misræmið á milli fjárhagsáætlunar og raunverulegrar stöðu er þó ekki nema að litlum hluta hægt að skýra með væntingum um íbúafjölgun - því ýmislegt annað kemur til - vanáætlun í lífeyrisskuldbindingum en þær aukast um 209 miljónir; nauðsynlegt er að afskrifa óinnheimtar kröfur, yfirkeyrslur í mörgum málaflokkum og ýmislegt annað. Endurskoðendur og skoðunarmenn reikninga bæjarins ljá allir máls á því að ýmis áhætta sé í rekstri bæjarins. M.a. vaxta- og gengisáhætta langtímaskulda og ýmsar vísbendingar um að vextir fari hækkandi. Ef áætlanir um íbúafjölgun standast ekki mun ekki vera hægt að standa undir framkvæmdakostnaði. Vanda verður áætlanagerð, m.a. hvað varðar lífeyrisskuldbindingar, og halda vel um taumana í rekstrinum. Það er mikill munur á upphaflegri fjárhagsáætlun svo og endurskoðaðri fjárhagsáætlun og svo útkomunnar í ársreikningum. Það hefur einnig gerst undanfarin ár. Það má því með sanni segja að vanda þurfi mun betur gerð fjárhagsáætlana. Þetta hefur Samfylkingin oft bent á undanfarin ár. Fyrri umræða um ársreikningana hefur farið fram og þar töluðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks m.a. um það að nú væru erfiðir tímar hjá sveitarfélaginu og að hugsanlega hafi sveitarfélagið farið of geyst í uppbyggingu nýrra hverfa. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks talaði einnig um að nú séu ný hverfi að fara að byggjast upp (Lundarhverfið, Bryggjuhverfið og Kópavogstúnið) og þá lagist þetta allt, þá flytji allt fólkið í bæinn. Mér er spurn: Hvers vegna skyldi það gerast eitthvað hraðar nú en verið hefur? Hægt hefur mjög á fólksfjölgun til höfuðborgarsvæðisins undanfarin ár og þetta er það eina sem ráðamenn í Kópavogi ætla að gera til þess að laga fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar - að bíða eftir að fólkið flytji í bæinn - og eins og einn fulltrúi þeirra sagði á fundinum, vonandi verður þetta betra á næsta ári! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Skuldir Kópavogsbæjar - Kristín Pétursdóttir, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2003 liggur nú fyrir. Í honum kemur skýrt fram að staðan í fjármálum bæjarins er ekki í góðu horfi og ýmis hættumerki í fjármálum Kópavogsbæjar. Heildarskuldir Kópavogs námu árið 2001 um 9,6 milljörðum. Árið 2002 námu heildarskuldir um 11,7 milljörðum og árið 2003 eru heildarskuldir Kópavogs komnar upp í 12,1 milljarð. Þessi skuldaaukning hefur átt sér stað undir stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, sem báðir sögðu fyrir síðustu kosningar að skuldir ættu ekki að aukast. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði meira að segja að borga niður skuldir. Heildarskuldir á hvern íbúa bæjarins hafa einnig aukist jafnt og þétt frá árinu 2000 og eru nú komnar upp í 480 þúsund kr. á hvern íbúa bæjarins (m.a.s. án lífeyrisskuldbindinga). Þar sem reynslan sýnir að rekstrarafkoma bæjarins hefur undantekningarlítið verið ofmetin undanfarin ár eru miklar líkur á að skuldir muni halda áfram að aukast á þessu ári. Þessu hefur Samfylkingin oft varað við og viljað vinna hlutina á annan hátt. Upphafleg fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir tekjuafgangi upp á tæplega 1.200 milljónir. Þegar hún var endurskoðuð var þessari tölu breytt í 602 milljónir en endanleg niðurstaða sýnir að tekjuafgangurinn er svo til enginn. Ýmsar ástæður eru fyrir þessu, m.a. sú að ekki fluttu nógu margir íbúar í bæinn á síðastliðnu ári. Í upphaflegri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir því að rúmlega 756 íbúar myndu flytja í bæinn en við endurskoðun var þeirri tölu breytt í 1008. Síðan kemur í ljós að ekki flutti nema 341 íbúi í bæinn. Það er með ólíkindum að á síðari hluta ársins þegar verið er að endurskoða áætlunina kemur í ljós að mun færri hafa flust í bæinn en gert hafi verið ráð fyrir og þá er í áætluninni aukið í stað þess að minnka fjölgun íbúa. Þetta var bara gert til þess að hægt væri að "loka" áætluninni - svo allar tölur myndu stemma. Auðvitað hefði átt að bregðast við raunveruleikanum og grípa til aðgerða þanning að áætlanir stæðust. Misræmið á milli fjárhagsáætlunar og raunverulegrar stöðu er þó ekki nema að litlum hluta hægt að skýra með væntingum um íbúafjölgun - því ýmislegt annað kemur til - vanáætlun í lífeyrisskuldbindingum en þær aukast um 209 miljónir; nauðsynlegt er að afskrifa óinnheimtar kröfur, yfirkeyrslur í mörgum málaflokkum og ýmislegt annað. Endurskoðendur og skoðunarmenn reikninga bæjarins ljá allir máls á því að ýmis áhætta sé í rekstri bæjarins. M.a. vaxta- og gengisáhætta langtímaskulda og ýmsar vísbendingar um að vextir fari hækkandi. Ef áætlanir um íbúafjölgun standast ekki mun ekki vera hægt að standa undir framkvæmdakostnaði. Vanda verður áætlanagerð, m.a. hvað varðar lífeyrisskuldbindingar, og halda vel um taumana í rekstrinum. Það er mikill munur á upphaflegri fjárhagsáætlun svo og endurskoðaðri fjárhagsáætlun og svo útkomunnar í ársreikningum. Það hefur einnig gerst undanfarin ár. Það má því með sanni segja að vanda þurfi mun betur gerð fjárhagsáætlana. Þetta hefur Samfylkingin oft bent á undanfarin ár. Fyrri umræða um ársreikningana hefur farið fram og þar töluðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks m.a. um það að nú væru erfiðir tímar hjá sveitarfélaginu og að hugsanlega hafi sveitarfélagið farið of geyst í uppbyggingu nýrra hverfa. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks talaði einnig um að nú séu ný hverfi að fara að byggjast upp (Lundarhverfið, Bryggjuhverfið og Kópavogstúnið) og þá lagist þetta allt, þá flytji allt fólkið í bæinn. Mér er spurn: Hvers vegna skyldi það gerast eitthvað hraðar nú en verið hefur? Hægt hefur mjög á fólksfjölgun til höfuðborgarsvæðisins undanfarin ár og þetta er það eina sem ráðamenn í Kópavogi ætla að gera til þess að laga fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar - að bíða eftir að fólkið flytji í bæinn - og eins og einn fulltrúi þeirra sagði á fundinum, vonandi verður þetta betra á næsta ári!
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun