KB banki á sænska úrvalslistann 17. júní 2004 00:01 KB-banki hefur verið skráður á úrvalslista kauphallarinnar í Stokkhólmi, fyrstur íslenskra fyrirtæka. Er bankinn þar með kominn í hóp fjörtíu öflugustu fyrirtækjanna í sænsku kauphöllinni. Þetta er talið auka mjög möguleika bankans í tengslum við fyrirhugað tugmilljarða hlutafjárútboð. "Þetta eykur sýnileika bréfa félagsins og að öllu jöfnu áhuga fjárfesta á bankanum," sagði Sigurður Einarsson, forstjóri KB-banka í samtali við Fréttablaðið. Í kjölfar kaupa KB-banka á danska FIH-bankanum um síðustu helgi tilkynntu stjórnendur KB að framundan væri 35-45 milljarða króna hlutafjárútboð. Að sögn Sigurðar mun skráning KB á úrvalslistann í Stokkhólmi auðvelda útboðið en stjórnendur KB hafi þó verið bjartsýnir á að slíkt útboð myndi ganga vel óháð skráningunni á úrvalslistann. "Þetta hefur auðvitað áhrif á auðseljanleika bréfanna í Svíþjóð og mun þannig verða eitt af þeim atriðum sem auðveldar útboðið," segir Sigurður. Skráningin á úrvalslistann hefur til að mynda þau áhrif að stórir sjóðir munu frekar fjárfesta í KB en slíkir sjóðir fjárfesta alla jafna ekki í fyrirtækjum nema þau séu á úrvalslistanum. Yfirlýst stefna KB-banka er að verða leiðandi banki á Norðurlöndum og ljóst er að með svo örum vexti sem bankinn hefur verið í þarf hann að sækja sér hlutafé á markað. Hlutafjáraukningin sem framundan er er mjög stór á íslenskan mælikvarða, eða litlu minni en áætlað söluverð Landssímans. Sænski markaðurinn er hins vegar margfalt stærri en sá íslenski og möguleikar að sækja sér hlutafé á markað til stækkunar rýmkast þvi verulega við skráninguna á úrvalslistann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
KB-banki hefur verið skráður á úrvalslista kauphallarinnar í Stokkhólmi, fyrstur íslenskra fyrirtæka. Er bankinn þar með kominn í hóp fjörtíu öflugustu fyrirtækjanna í sænsku kauphöllinni. Þetta er talið auka mjög möguleika bankans í tengslum við fyrirhugað tugmilljarða hlutafjárútboð. "Þetta eykur sýnileika bréfa félagsins og að öllu jöfnu áhuga fjárfesta á bankanum," sagði Sigurður Einarsson, forstjóri KB-banka í samtali við Fréttablaðið. Í kjölfar kaupa KB-banka á danska FIH-bankanum um síðustu helgi tilkynntu stjórnendur KB að framundan væri 35-45 milljarða króna hlutafjárútboð. Að sögn Sigurðar mun skráning KB á úrvalslistann í Stokkhólmi auðvelda útboðið en stjórnendur KB hafi þó verið bjartsýnir á að slíkt útboð myndi ganga vel óháð skráningunni á úrvalslistann. "Þetta hefur auðvitað áhrif á auðseljanleika bréfanna í Svíþjóð og mun þannig verða eitt af þeim atriðum sem auðveldar útboðið," segir Sigurður. Skráningin á úrvalslistann hefur til að mynda þau áhrif að stórir sjóðir munu frekar fjárfesta í KB en slíkir sjóðir fjárfesta alla jafna ekki í fyrirtækjum nema þau séu á úrvalslistanum. Yfirlýst stefna KB-banka er að verða leiðandi banki á Norðurlöndum og ljóst er að með svo örum vexti sem bankinn hefur verið í þarf hann að sækja sér hlutafé á markað. Hlutafjáraukningin sem framundan er er mjög stór á íslenskan mælikvarða, eða litlu minni en áætlað söluverð Landssímans. Sænski markaðurinn er hins vegar margfalt stærri en sá íslenski og möguleikar að sækja sér hlutafé á markað til stækkunar rýmkast þvi verulega við skráninguna á úrvalslistann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira