Viðskipti innlent

Kaup VÍS á Lyfju af Baugi

Gengið hefur verið frá kaupum á lyfsölukeðjunni Lyfju. Vátryggingafélag Íslands fór fyrir hópi fjárfesta sem keyptu Lyfju. Þá kom fram að heildarskuldbinding VÍS vegna kaupanna væri 500 milljónir króna. Boðað var að fleiri fjárfestar kæmu að kaupunum. Eigið fé nýstofnaðs félags um eignarhald Lyfju er 1.500 milljónir króna og er eign VÍS 33 prósent og Kaupfélags Suðurnesja, sem er eigandi Samkaupa, sömuleiðis þriðjungur. Aðrir eigendur eru Íslandsbanki með 20 prósent, Samvinnutryggingar með tíu prósent og Kaupfélag Skagfirðinga með 3,3 prósent. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er eigið fé og skuldir Lyfju samtals á sjötta milljarð króna. Baugur átti Lyfju að fullu eftir að hafa keypt hlut stofnenda félagsins fyrir nokkru. Verðið í viðskiptunum var lítillega lægra en þegar Baugur keypti félagið að fullu, en talsvert yfir meðalverði þess sem Baugur hafði borgað fyrir félagið.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×